Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.03.2003, Qupperneq 15

Víkurfréttir - 06.03.2003, Qupperneq 15
*Þemadagar FjölbrautaskólaSuðurnesja voru haldnir ísíðustu viku þar sem þemaðvar Suðurnesin. Nemendurskiptu sér upp í hópa af ýmsutagi og var margt í boði fyrirnemendur skólans. Áföstudeginum var svo haldið „-karnival“ í Reykjaneshöllinniþar sem afrakstur allrahópanna var sýndur.Í Reykjaneshöllinni spilaðim.a. hljómsveit úr skólanumfrumsamið lag, farið var í limbókeppni, kennarar tóku þátt í kappáti og margt fleira. Hápunktur dagsins var þó án efa þegar boðnar voru upp rjómakökur til að kasta í andlit Ólafs Arnbjörnssonar skólameistara FS. Hefði maður nú haldið að nemendur hefðu gert allt sem í þeirra valdi stæði til að tryggja sér rjómatertuna en svo var aldeilis ekki. Sumarrós Sigurðardóttir dönskukennari átti hæsta boðið, upp á 4500 kr. og fékk hún því að kasta rjómakökunni í Ólaf. Spurning hvort um hafi verið að ræða áður útkljáð mál skal ósagt látið en greinilegt var á Rósu að henni þótti þetta alls ekki leiðinlegt. Þess má geta að sú peningaupphæð sem fékkst fyrir rjómakökuna var notuð til að styrkja íþróttafélagið NES. Þemadögum slúttað með rjómatertukasti Ólafur Jón Arnbjörnsson fékk að kenna á því frá Rósu dönskukennara. VF-mynd: Sævar S * Formaður nemendafélags Holtaskóla heitir Bryndís Hjálmarsdóttir og hennar áhugamál eru m.a. tónlist, körfubolti og fótbolti. Ef að hún ætti þúsund kall myndi hún kaupa Subway fyrir sig og vinkonu sína. Nafn: Bryndís Hjálmarsdóttir Aldur:15 Uppáhaldstala: 3 og 7 Stjörnumerki: Hrútur Er mikið að gera sem formaður nemendafélagsins? Ekkert mikið meira en hjá hinum í nemendafélaginu. Hvað hefur verið að gerast í félags- lífinu í Holtaskóla? Ekkert nýlega en við höfum verið með hæfileikakeppni,sleep-over fyrir 10.bekk og diskótek, svo eitthvað sé nefnt. Hvað er á döfinni? Við erum að hugsa um að halda GylfaFest þar sem nokkrum ungum hljómsveitum verður boðið að spila,það er ef við fáum nógu margar hljómsveitir. Hver eru þín helstu áhugamál? Tónlist, körfubolti, fótbolti, vinir mínir og eyða peningnum hennar mömmu. Uppáhaldshljómsveit? Bítlarnir Hverjar eru uppáhalds vefsíðurn- ar þínar? www.snn.is ;) Ef þú mættir vera fluga á vegg í 25 mínútur - hvar myndirðu vilja vera? Í búningsklefanum hjá Arsenal. Hvaða geisladisk keyptirðu síðast? Eric Clapton Hvaða mynd sástu síðast í bíó? Two Weeks Notice Hvað ætlarðu að verða? Ég get ekki hugsað svona langt fram í tímann. Hvað myndirðu kaupa ef þú ættir að eyða þúsundkalli? Ég myndi kaupa SUBWAY fyrir mig og vinkonu mína. Eitt orð sem kemur upp í hugann þegar þú heyrir eftirfarandi: -Rolling Stones: Pabbi minn -Framsóknarflokkurinn: Stjórn- mál -Michael Jackson: Thriller -Appelsín: Sæti ljós- hærði strákurinn í appel- sínauglýsingunni -Vf.is: Valgerður Björk Hvernig heldurðu að heim- urinn verði árið 2500? George W.Bush XII verður forseti Bandaríkjanna og fljúgandi bílar taka við keyrandi bílum. Hvað myndirðu kaupa ef þú ættir að eyða þúsundkalli? VÍKURFRÉTTIR I 10. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 I 15 10. tbl. 2003 3/5/03 17:11 Page 15

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.