Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.2003, Side 2

Víkurfréttir - 30.01.2003, Side 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! NJARÐVÍKURSKÓLI VEKUR ATHYGLI / Guðmundur Sigurðsson verkefnisstjóri erlendra samskipta N jarðvíkurskóli tekur nú í þriðjasinn þátt í Sokrates verkefnisem er samstarfsverkefni skóla í Evrópu styrkt af Evrópusamband- inu. Fyrsta verkefnið var milli tveggja skóla í Evrópu sem stóð yfir skólaárið 1998 - 1999. Var þar um að ræða Comenius Lingua-E tungumálaverk- efni og var samstarfsskóli Njarðvík- urskóla frá Oeiras í Portúgal. Verk- efnið gekk út á að nemendur höfðu samskipti sín á milli á tölvupósti og fóru í gagnkvæmar heimsóknir á milli skóla. Nemendur útbjuggu land- kynningu sem sett var upp í skólun- um þegar þeir fóru í heimsóknirnar. Þannig fengu nemendur að kynnast lifnaðarháttum, menningu, tungu- máli og íþróttum í hinu landinu. Annað verkefnið var Comeniusar 1 verkefni milli 5 skóla í Evrópu, sem stóð yfir skólaárið 2000 - 2001. Skól- arnir sem þátt tóku í verkefninu voru frá Ítalíu, Svíþjóð, Búlgaríu, Íslandi og Spáni sem voru stjórnendur verkefnis- ins. Um var að ræða þriggja ára verkefni þar sem við, ásamt Búlgörum, komum inn í verkefnið á þriðja árinu. Verkefni þessa árs var að finna þjóðsög- ur eða goðsagnir, (2 - 4 sögur) þýða þær yfir á ensku, setja á vefsíðu alnetsins og útbúin bók, útbúa myndband og senda hinum skólunum. Nemendur og kennarar skoðuðu síðan verkefnin frá hinum skólunum og kynntu sér þannig þjóðsögur þeirra og menningu. Árið 2002 fékk þetta verkefni fyrstu verðlaun í samkeppni um frekari út- færslu á verkefnum sem þessum. Fær skólinn á Spáni og kennararnir sem stjórnuðu verkefninu bæði góðan tíma og fjármuni til að kynna verkefnið s.s. með bóka-, myndbands- og geisladiska útgáfu auk þess sem þau fara í skóla í sínum landshluta og kynna verkefnið. Okkur hér í Njarðvíkurskóla þykir þetta mikill heiður og erum að vonum mjög ánægð með verðlaunin. Þriðja verkefnið stendur yfir á þessu skólaári (2002 - 2003) er Comenius Lingua-E, tungumálaverkefni. Sam- starfsskóli Njarðvíkurskóla er í Frakk- landi á eyjunni Olreon sem er í Biscu- yaflóa. Heiti verkefnisins er „Nýting sjávar á eylandi“ og gengur út á að nem- endur safni saman upplýsingum um það hvernig Íslendingar/Frakkar vinni afurði úr sjó og nýti hafið sér til framdráttar. Hluti af verkefninu eru heimsóknir nemenda á milli skóla þar sem nemend- ur kynnast menningu og tungumáli ann- arrar þjóðar og auka þannig víðsýni þeirra og þekkingu. Nemendur sem hafa tekið þátt í þessum verkefnum eru úr 8. - 9. og 10. bekk. Ekki má gleyma þætti foreldra nemend- anna sem hafa opnað heimilin fyrir gestum frá öðrum Evrópulöndum og stutt nemendurna í þessum hluta skóla- starfsins. Þeir kennarar sem séð hafa um framkvæmd verkefnanna hér hjá okkur eru: Guðmundur Sigurðsson, Kristbjörn Albertsson, Margrét Stefánsdóttir og Guðrún Guðmundsdóttir. Eins og áður segir auka verkefni sem þessi bæði viðsýni, þekkingu og áhuga nemenda þar sem þeir kynnast lifnaðar- háttum og menningu annarra þjóða í Evrópu. Verkefnin og afrakstur þeirra má skoða á vefsíðu skólans www.njard- vikurskoli.is undir erlend samskipti. Guðmundur Sigurðsson Verkefnisstjóri erlendra samskipta Lýsa yfir undrun á vinnubrögðum stjórnenda HSS og stjórnvalda Læknaráð Heilbrigðis-stofnunarinnar á Sel-fossi sendi þann 20. jan- úar eftirfarandi yfirlýsingu frá sér til formanns stjórnar Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja þar sem þau segja að skilningsleysi lýsi framgöngu stjórnenda HSS í tilraunum þeirra til að leysa vanda stofnunarinnar á Suðurnesj- um. Yfirlýsingin hljóðar þannig: Yfirlýsing Selfossi 20.01.2003 Heilbrigðisstofnunin Suðurnesjum b/t formanns stjórnar ... Læknaráð Heilbrigðisstofnun- arinnar Selfossi lýsir yfir undr- un á framgangi stjórnvalda og stjórnenda Heilbrigðisstofn- unnar á Suðurnesjum í tilraun þeirra til þess að leysa vanda HSS á Suðurnesjum. Vel flestir Suðurnesjabúar hafa nú misst sinn sérmenntaða heimilislækni. Hugmynd að 7 - 8 heimilislæknar sinni 17 þús- und íbúum er fráleit og lýsir skilningsleysi stjórnenda HSS á Suðurnesjum á eðli heilsu- gæslu. Sandhverfueldi Sæbýlis við Vogastapa er nú að fá þak yfir höfuðið. Nú er unnið aðbyggingu 940 fermetra húss yfir eina af fimm eldiskerjalínum fyrirtækisins. Sand-hverfueldi fyrirtækisins gengur vel að sögn Jóns Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sæbýlis ehf. Mikill vöxtur er í eldinu og ljóst að byggja þarf allt að 5000 fermetra húsnæði yfir starfsemina á næstu misserum. Sandhverfan er dýrasti flatfiskur sem fluttur er á Evr- ópumarkað. Seiðaeldi fyrirtækisins gengur vel. Sæbýli hefur yfir fimm kerjalínum að ráða fyrir áframhaldandi eldi og ljóst að þær þurfa brátt undir þak. Starfsmenn hafa notað alla góðviðrisdaga að undanförnu til að sinna byggingarframkvæmdum. Evrópuverkefni Njarðvíkurskóla fær verðlaun á Spáni E inungis tveir heilsu-gæslulæknar starfa áHeilsugæslu Heilbrigð- isstofnunar Suðurnesja og var annar læknanna veikur á mánudag og þriðjudag. Einn læknir sinnti því þeim sjúk- lingum sem þurfa á aðstoð að halda, en hjúkrunarfræðing- ar aðstoðuðu hann við grein- ingu sjúklinganna. Starfs- maður á Heilsugæslunni sagði í samtali við Víkurfrétt- ir að það væri mesta furða hvað þeim tækist að taka á móti mörgum sjúklingum: „Þessir tveir læknar njóta náttúrulega liðsinnis hjúkr- unarfræðinga þannig að það minnkar álagið á þá. Gunnar Valtýsson sykursýkislæknir er einnig tekinn til starfa og er einu sinni í viku við stofn- unina. En það reyna allir að gera sitt besta,“ sagði starfs- maður HSS í samtali við Vík- urfréttir. Sandhverfueldi fær þak yfir höfuðið „Helmingur“ heilsugæslulækna í Keflavík frá vegna veikinda Frá byggingu kerskála við Sæbýli við Vogastapa. Rúmlega 16.000 innlit á vf.is í síðustu viku V íkurfréttir á Netinunutu mikillar athygli ísíðustu viku. Fréttir af vefnum rötuðu inn á frétta- síður „hinna stóru“ frétta- miðlanna alla daga síðustu viku.Aðsókn að síðunni jókst um rúmt 71% í síðustu viku frá vikunni þar á undan sem er mesti vöxtur á síðunni frá því mælingar hófust hjá Virkri vefmælingu Modern- us. Aðallega voru það tvær fréttir sem nutu mikillar athygli í vik- unni sem leið. Víkurfréttir eru í dag 17. vinsælasti vefurinn á Íslandi samkvæmt mælingu Virkrar vefmælingar og jafn- framt 16. mest sótti vefur landsins með 16.176 innlit í síðustu viku. Gestirnir voru á sama tíma 6516 talsins. Netnotkun: 5. tbl. 2003 - 24 pages Kolls 29.1.2003 16:04 Page 2

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.