Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.2003, Síða 4

Víkurfréttir - 30.01.2003, Síða 4
STRÁKARNIR okkar eru frábærir. Með því að hringja í 907-2800 þá styrkið þið strákana um 800 krónur. Kallinn er búinn að hringja, enda hvernig er annað hægt eftir svona frá- bæran árangur. Kallinn gengur út frá því að Ísland vinni Pólverja en sá leikur var í gær [kallinn skrifar pistilinn á þriðjudagskvöldi]. Stórkostlegur árangur og við eigum að styðja við bakið á þeim - 800 kallinn skiptir þá máli, en ekki okkur. Hringjum og ÁFRAM ÍSLAND! NÚ EIGA Sandgerðingar að sameinast Reykja- nesbæ - það er alveg ljóst. Til hvers haldið þið að fyrirtæki sameinist - til að auka hagkvæmni og samlegðaráhrif. Það myndi gerast ef sveitarfélög- in yrðu sameinuð. Hvaða rök eru fyrir því að Sandgerði eigi ekki að sameinast Reykjanesbæ? Kannski bæjarstjórinn og allir hinir séu hræddir við að missa launin sín, en það eru ekki rök. Það verður að hugsa um hagsmuni sveitarfélagsins! Það verður að horfa til framtíðar og sjá fyrir sér hvernig hagkvæmast sé að reka sveitarfélagið. Hreppapólitíkin er liðin undir lok. Yngri kyn- slóðir byggja nú sveitarfélögin og unga fólkið vill sameinast. Það er einfalt reikningsdæmi að sjá það út að það er hagkvæmt að sameina Sand- gerði og Reykjanesbæ. Allir þeir sem hafa snert af skynsemi sjá rökin fyrir því. En ef vera skyldi að einhver sé með haldbær rök fyrir þvi að sam- eining ætti ekki að eiga sér stað - þá óskar Kall- inn eftir þeim rökum. KALLINN hefur heyrt það að úrvalsdeildarliðin í körfuboltanum séu ekki sátt við Keflavíkurliðið vegna þess að liðið sagði upp samningi við Kevin Grandberg nokkrum dögum eftir að fé- lagsskiptamarkaði lauk. Kallinn hefur heyrt margar sögur um það hvernig þetta átti sér stað, en ekki veit hann hver er sönn. Forsvarsmenn Keflavíkur hafa ekkert látið í sér heyra um málið - er ekki mál til komið að þeir geri það. Körfu- boltaíþróttin á Íslandi á rétt á því. SÉRSTAKLEGA er gaman að sjá hver við- brögð við pistli Kallsins í þarsíðasta blaði varð- andi fátækt hefur fengið mikil viðbrögð. Jón Gunnarsson og Hjálmar Árnason svöruðu um hæl með ágætis greinum. Ekkert hefur hinsvegar komið frá Árna Ragnari Árnasyni og Þórunni Friðriksdóttur. Þau hafa sjálfsagt ekkert um fá- tæktarumræðuna að segja fyrst þau svara ekki kallinu. Var ekki Árni Ragnar annars fluttur til Keflavíkur aftur? Eða býr hann ennþá í bænum? ELLERT B. SCHRAM er nú kominn á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík og er flokkurinn heppinn að fá svo öflugan liðsmann í sveitir fylk- ingarinnar. Nú er það bara spurning hvort Össur leiti ekki til Kristjáns Pálssonar og bjóði honum baráttusæti á lista Samfylkingarinnar í Suður- kjördæmi. Kristján er með það mikið persónu- legt fylgi að hann myndi renna inn á þing. Góð hugmynd - ekki satt! ANNARS er áhugavert að sjá Sjálfstæðismenn tala um fyrirhugaða innrás Bandaríkjamanna í Írak - sérstaklega þegar þeir tala um ógnina sem Hussein skapar umheiminum. Það er líka gaman að sjá og heyra þegar þeir þræta fyrir það að um olíuhagsmuni sé að ræða hjá „Bushurum“. Það er svo augljóst hvað er í gangi. Allir þeir sem hafa kynnt sér framgang og stefnu Bandaríkj- anna í alþjóðamálum á síðustu 30 árum skilja hvað er í gangi núna. Það er hrein vitleysa að halda öðru fram en að um viðskiptalega hags- muni sé að ræða. Hvað er annars málið með N- Kóreu? Engin hætta þar? Hver er ástæðan fyrir því að menntafólk um allan heim hefur verið að vara við stríði? Sjálfstæðismenn ættu að taka upp sögubækurnar, hugsa af skynsemi og reyna að átta sig á málinu í heild sinni. Það yrði þeim til framdráttar. VONANDI verður Bush ekki endurkjörinn for- seti Bandaríkjanna! Kveðja, Kallinn @vf.is 4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! VÍKUR FRÉTTIR Útgefandi: Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23, 260 Njarðvík Sími 421 0000 (15 línur) Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hbb@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, sími 421 0001, franz@vf.is Auglýsingar: Kristín Njálsdóttir, kristin@vf.is, Jófríður Leifsdóttir, jofridur@vf.is Blaðamenn: Jóhannes Kr. Kristjánsson sími 421 0004 johannes@vf.is Sævar Sævarsson, sími 421 0003 saevar@vf.is Hönnunarstjóri: Kolbrún Pétursdóttir, kolla@vf.is Hönnun/umbrot: Kolbrún Pétursdóttir, kolla@vf.is, Stefan Swales, stefan@vf.is Skrifstofa: Stefanía Jónsdóttir, Aldís Jónsdóttir Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dreifing: Íslandspóstur Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Aðrir fjölmiðlar Víkurfrétta ehf. eru: VF - Vikulega í Firðinum Tímarit Víkurfrétta, The White Falcon, Kapalsjónvarp Víkurfrétta. MUNDI Það er greinilega allt í hassi hjá löggunni þessa dagana! Kallinn á kassanum Með fíkniefni og áhöld í umferðinni Á föstudagskvöldið kl.21:05 stöðvuðu lög-reglumenn akstur bifreiðar á Njarðarbraut við Fitjar, vegna gruns um fíkniefnamisferli. Var öku- maður og ásamt tveimur farþegum færðir á lög- reglustöð. Við leit í bifreið og á þeim handteknu fannst tóbaksblanda af kannabis (hassi) á öku- manni. Að lokinni yfir- heyrslu var fólkinu sleppt. Þarna var á ferðinni fólk á tvítugs aldri. Sama kvöld kl. 23:50 stöðv- uðu lögreglumenn akstur bifreiðar á Flugvallavegi, vegna gruns um fíkniefna- misferli. Við leit á öku- manni og farþegum fannst áhald til neyslu fíkniefna. Lagt var hald á það. Með hass í bíl á Sólvalla- götunni Á sunnudagsmorgunkl. 05:12 var aksturbifreiðar stöðvaður á Sólvallagötu í Keflavík. Við athugun á vettvangi fannst 1 gr. af kannabis (- hassmoli) á gólfi bifreiðar- innar. Tvítugur ökumaður og tveir farþegar á sama aldri voru því handteknir og fæðir á lögreglustöðin í Keflavík. Við nánari leit í bifreiðinni á lögreglustöð- inni fannst annað gramm (hassmoli). Annar farþeg- inn viðurkenndi að eiga efnið. Hann var vistaður í fangaklefa og var látinn laus að lokinni yfirheyrslu hjá rannsóknarlögregl- unni. Ökumanninum og hinum farþeganum var sleppt strax að lokinni leit á þeim og í bifreiðinni. Það snjóaði töluvert í Grindavík á föstudagskvöldið og var snjóföl yfir bænum. Blessuð börnin hafa lítið séð af snjónum það sem af er vetri og um leið og snjókorn falla til jarðar hlaupa þau út og leika sér. Þrír hressir strákar voru að renna sér á stórri bílslöngu og virtust þeir skemmta sér vel, enda er hægt að ná miklum hraða á svoleiðis græjum. Af gefnu tilefni skal tekið fram að Kallinn á kassanum er ekki starfsmaður Víkurfrétta, heldur sjálfstæður pistlahöfundur. Þær skoðanir sem koma fram í pistli Kallsins þurfa því ekki að endurspegla skoðanir rit- stjórnar Víkurfrétta. Þar sem Kallinn skrifar undir dulnefni er hann á ábyrgð blaðsins. Slanga á svellinu! 5. tbl. 2003 - 24 pages Kolls 29.1.2003 16:06 Page 4

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.