Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.2003, Page 6

Víkurfréttir - 30.01.2003, Page 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Þó nokkuð sé um liðið get-ur undirritaður ekki látiðhjá líða að gera athuga- semd við bókun meirihlutaflokk- anna í bæjar- stjórn Grinda- víkur á fundi bæjarstjórnar 13. nóvember s.l. Sem kunnugt er hættu allir heilsugæslulækn- ar á Suðurnesjum störfum 1. nóvember síðastliðin. Heimilis- læknar í Hafnarfirði höfðu einnig sagt upp störfum frá 1. desember. Eftir að heilbrigðisráðherra gaf út viljayfirlýsingu í lok nóvember um að hefja viðræður við Félag íslenskra heimilislækna um að opna fyrir fleiri rekstrarform í heilsugæslunni drógu læknar í Hafnarfirði til baka sínar upp- sagnir og nýr framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja ræddi við fulltrúa okkar fyrrver- andi heilsugæslulækna á Suður- nesjum í byrjun desember um endurráðningu okkar að stofn- uninni.Í þeim viðræðum kom fram að til stæði að ráða 7-8 lækna á Suðurnes í stað 10 - 11 áður. Þannig var ekki öllum hópnum boðin endurráðning og var þar með enginn grundvöllur fyrir frekari viðræðum um endur- ráðningu okkar. Forráðamenn Grindavíkurbæjar áttu viðræður við undirritaðan og Ragnar Gunnarsson á tímabilinu 1.- 8.nóv. en við störfuðum við Heilsugæslustöðina í Grindavík til loka október á liðnu ári. Bæjarstjórinn í Grindavík kom einkum fram fyrir hönd bæjarins í samtölum við okkur. Eftir að þeim samtölum var slitið bókuðu fulltrúar meirihlutans í bæjar- stjórn eftirfarandi 13.nóv. s.l.: „Bæjarstjórn Grindavíkur harmar að ekki hafi tekist að ná sam- komulagi við heimilislækna í Grindavík þrátt fyrir ítrekaða samningafundi með heilbrigðis- yfirvöldum og læknum. Fulltrúar meirihlutans ásamt bæjarstjóra tóku frumkvæðið í sínar hendur með það í huga að reyna að ná samningum við heilsugæslu- lækna og gera við þá þjónustu- samning. Samkomulag náðist við heilbrigðisyfirvöld en þrátt fyrir það náðust ekki samningar við lækna. Bæjarstjórn skorar á deiluaðila að ganga þegar til samninga með hagsmuni íbúa svæðisins.“ Þarna eru hlutirnir orðaðir væg- ast sagt mjög sérkennilega. Það er rangt að forráðamenn Grinda- víkurbæjar hafi tekið eitthvert frumkvæði í sínar hendur í mál- inu. Þeir voru kallaðir til fundar fyrirvaralaust inn í heilbrigðis- ráðuneyti að morgni 30.október á næst síðasta starfsdegi okkar læknanna í Grindavík. Þar var þeim falið að ræða við okkur læknana um að Grindavíkurbær tæki að sér að endurráða okkur sem okkar vinnuveitandi og að skoðað yrði að bærinn tæki við rekstri heilsugæslunnar sem reynslusveitarfélag. Bæjaryfir- völd höfðu sent bréf til heilbrigð- isráðuneytis í byrjun september þar sem óskað var eftir viðræð- um um að bærinn gerðist reynslusveitarfélag í þessum málaflokki en voru ekki búin að fá nein viðbrögð við þeirri beiðni þegar þeir voru kallaðir á teppið inni í ráðuneytið 30.október. Þeg- ar ráðamenn bæjarins tala um frumkvæði bæjarins í að leysa okkar deilu eru þeir þannig að reyna að gera sinn hlut merki- legri en efni standa til. Í bókun meirihlutans segir m.a: „Samkomulag náðist við heil- brigðisyfirvöld en þrátt fyrir það náðust ekki samningar við lækna.“ Þetta er einkennilega orðað en er þó að nokkru leyti rétt. Réttara væri að orða þetta þannig að fulltrúar Grindavíkur- bæjar gerðu sjónarmið heilbrigð- isráðuneytisins að því er virtist algjörlega að sínum og voru í reynd ekkert annað en leiksoppar ráðuneytisins. Eins og málum er nú komið eig- um við Ragnar Gunnarsson ekki von á því að snúa aftur til starfa í Grindavík. Ég harma hvernig þessi mál hafa þróast þar sem ég hef tilfinningar til svæðisins og í- búanna. Ég starfaði á heilsugæsl- unni í Keflavík í tæpan áratug fram í ársbyrjun 1999 og svo í Grindavík frá ársbyrjun 2001 til loka okt. s.l. og ég bjó á Suður- nesjum í 10 ár. Ég efast ekki um að ráðamenn í Grindavík höfðu einlægan vilja til að leysa þessi mál með hags- muni íbúanna að leiðarljósi. Þeg- ar á reynir virðist þó sem menn skorti framsýni og séu fastir í gömlum hugmyndum sem gera ekki annað en að fæla menn frá því að endast í þessum störfum til frambúðar. Séu mál heimilis- lækna á Suðurnesjum í heild skoðuð er þó ljóst að sú afstaða ráðamannna Heilbrigðisstofnun- ar Suðurnesja að gefa ekki öllum læknahópnum kost á endurráðn- ingu réð mestu um hvernig þessi mál þróuðust. Þar var nýráðinn framkvæmdastjóri hins vegar eingöngu að framfylgja fyrir- mælum úr heilbrigðisráðuneytinu enda virðist nýi framkvæmda- stjórinn ekki vera annað en strengjabrúða ráðuneytisins. Einnig var þar með í ráðum yfir- læknir sjúkrahússviðs HSS sem einnig er núverandi lækningafor- stjóri HSS en framganga hans í þessum málum öllum og ýmis ummæli hans opinberlega voru til þess fallin að hleypa málum í enn fastari hnút. Ég þakka öllu því góða fólki sem ég kynntist í Grindavík fyrir góð samskipti í þessi tæpu 2 ár sem ég starfaði þar og þakka sam- starfsfólki fyrir ánægjulegt sam- starf. Jón Benediktsson fyrrverandi yfirlæknir Heilsugæslustöðvarinnar í Grindavík LÆKNAMÁL GRINDAVÍKUR LÆKNAMÁL Í BRENNIDEPLI Á SUÐURNESJUM LÆKNAMÁL GRINDAVÍKUR / Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri Grindavíkur skrifar: Kaldar kveðjur frá fyrrverandi yfirlækni Grindavík 20. janúar 2003. Í fréttaskoti blaðsins á heimasíðu þess þann 11. jan. sl. var birt grein eftir fyrrverandi lækni í Grindavík Jón Bene- diktsson. Þar sem rangt er farið með nokkur at- riði í greininni vill und- irritaður koma athuga- semdum á framfæri. Þegar allt útlit var fyrir að heimilislæknar á Suðurnesjum myndu hætta störfum hjá Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja ákvað meirihluti bæjarstjórnar Grindavíkur að freista þess að leita leiða til að ekki yrði lækn- islaust í Grindavík. Með því að óska eftir viðræðum við Heilbrigðisráðu- neyti um þjónustusamning um vinnu lækna til að byrja með og síðan mögu- legan þjónustusamning á allri þjónustu heilbrigðistofnunnar. Það er rangt sem fram kemur í grein Jóns að forráðamenn bæjarins hafi ver- ið kallaðir í ráðuneytið að frumkvæði ráðuneytisins. Það var að frumkvæði bæjaryfirvalda sem sá fundur var hald- inn. Þar lögðu forráðamenn bæjarins fram óskir um viðræður við ráðuneytið um yfirtöku heilsugæslunnar með þjónustusamningi við ráðuneytið. Læknum hafði verið gert það ljóst að Grindavíkurbær ætlaði ekki að vera milliliður á milli læknafélagsins og ráðuneytisins í deilu þeirra, heldur snerust samningar annars vegar milli ráðuneytisins og hins vegar við lækna. Læknar þeir sem við áttum samninga- viðræður við virðast hins vegar hafa lit- ið öðruvísi á málin eins og síðar átti eftir að koma í ljós. Samningar náðust við ráðuneytið um að greiða samkvæmt þjónustusamningi 1,8 stöðu lækna við heilsugæsluna í Grindavík sem var aukning um 0,3 stöðugildi, auk þess að greiða sam- kvæmt nýgengnum kjaradómi en þar eru laun yfirlæknis með „helgun“ um 584 þús. á mánuði fyrir dagvinnu. Bær- inn var tilbúinn til að greiða þessi laun sem verktakagreiðslu til yfirlæknis. Auk þess staðaruppbót sem hafði verið greidd sérstaklega af Grindavíkurbæ um 30% ofan á laun yfirlæknis og akst- ur til og frá vinnu sem almennt er ekki tíðkað á vinnumarkaði. Þannig gátu heildargreiðslur til yfirlæknis numið yfir 900 þús. á mánuði fyrir dagvinnu sem verktakalaun. Eins og áður segir var búið að ná samningum við ráðu- neytið byggt á kröfum lækna en læknar ákváðu á síðustu stundu að setja fram nýjar kröfur og þar með var samnings- grundvöllur brostinn. Okkur finnst það vera heldur kaldar kveðjur sem bæjarfélagið fær fá fyrr- verandi yfirlækni eftir þá fyrirgreiðslu sem bæjarfélagið hafði innt af hendi og sýnir viljaleysi yfirlæknis til að bera hag Grindvíkinga fyrir brjósti. Bent skal á að Grindavíkurbær er ekki beinn aðili að þessum málum þar sem samkvæmt lögum fer Heilbrigðisstofn- un Suðurnesja með heilsugæslumál í Grindavík. Grindavíkurbær vildi hins vegar leggja sitt af mörkum til að leysa þann vanda sem upp var komin með gerð þjónustusamnings við ríkisvaldið hefði það verið nokkur kostur. Það nýjasta í þessu máli er að til Grindavíkur er að koma til starfa nýút- skrifaður heimilislæknir í fjóra mánuði til reynslu og vonum við að framhald verði á því til lengri tíma. Með kveðju Ólafur Örn Ólafsson Bæjarstjóri Grindavík 5. tbl. 2003 - 24 pages Kolls 29.1.2003 16:12 Page 6

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.