Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.2003, Qupperneq 7

Víkurfréttir - 30.01.2003, Qupperneq 7
VÍKURFRÉTTIR I 5. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 I 7 Kvenfélag Keflavíkur Við minnum ykkur á febrúarfundinn 3. febrúar n.k. í Rauðakrosshúsinu á Smiðjuvöllum 8. Takið með ykk- ur gesti og fjölmennum. Mæting kl. 20:30 Skömmu eftir hádegi á laug- ardag höfðu lögreglumenn afskipti af tíu mönnum sem hugðust fara í Sandvík á Reykjanesi og aka þar um á torfærubifhjólum. Mönnum þessum var bent á að akstur utan vega væri óheimill sem og akstur á óskráðum og númerslausum ökutækjum. Mennirnir sinntu ábendingu lögreglumannanna og hættu við akstur í Sandvík. Litli og stóri Flutningaskipið Nordic Ice sem siglir reglulega til Sandgerðis og nær í afurðir frá Skinnfiski lét úr höfn úr Sandgerði í há- deginu á sunnudag. Skipið er nokkuð stórt og virtist sem lóðs- bátnum Sigga Guðjóns tækist fremur auðveldlega að ýta skip- inu úr höfn. Það var ekki laust við að vegfarendur á bryggj- unni hefðu á tilfinningunni að lóðsinn hefði þetta ekki, en allt gekk þetta vel. Þó svo allt hafi gengið vel í Sandgerði varð skipið fyrir áfalli við Vestmannaeyjar þegar slagsíða kom á það og var skipinu fylgt inn til hafnar í Eyjum þar sem farmur þess var skorðaður betur. Tíu torfærukarlar stöðvaðir í Sandvík Ásíðasta ári seldi Þor-björn Fiskanes hf.f iskafurðir fyrir 5,1 milljarða króna. Um borð í frystiskipum félagsins voru framleiddar afurðir fyrir um 2,3 milljarða og í fiskvinnsl- um félagsins í landi voru framleiddar afurðir fyrir meira en 1,6 milljarða króna. Af einstökum afurðaflokkum voru verðmæti frystra afurða 2,5 milljarðar króna, saltfiskaf- urða liðlega 1,1 milljarður króna og verðmæti ferskra af- urða kr. 1,2 milljarðar króna. Ef litið er á einstakar tegundir, frystar, ferskar og saltaðar voru þorskafurðir verðmætastar með um 2,0 milljarða króna. Mikilvægustu markaðslönd fyr- irtækisins eru Bretland, Banda- ríkin, Spánn og Japan. ÞORBJÖRN FISKANES HF. SELUR FISKAFURÐIR FYRIR RÚMA 5 MILLJARÐA 5. tbl. 2003 - 24 pages Kolls 29.1.2003 16:13 Page 7

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.