Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.2003, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 30.01.2003, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR I 5. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 I 11 Karlmaðurinn sem handtekinn var á laug- ardagskvöld að Vatnsleysuströnd var yfir- heyrður sl. sunnudag, en hann er 35 ára gamall. Talið er að maðurinn hafi skotið um 20 skotum í íbúð sem hann býr í ásamt sam- býliskonu sinni og mánaðargömlu barni. Tilkynning til Lögreglunnar í Keflavík barst rétt fyrir klukkan hálfsjö á laugardagskvöld um að maðurinn væri að skjóta úr riffli, en tilkynningin barst frá sambýliskonu manns- ins. Hún hafði þá flúið íbúð sína ásamt barni og læst sig inni á salerni neðri íbúðarinnar. Lögreglan telur að maðurinn hafi ekki ætlað að gera konu sinni og barni mein, en maður- inn ók á bíl sínum til móts við lögregluna og gekk út úr bílnum með uppréttar hendur. Maðurinn var handtekinn og við leit í bílnum fannst 223 kalíbera riffil sem var hlaðinn. Maðurinn var fluttur í fangageymslur Lög- reglunnar í Keflavík þar sem hann gisti. Mik- ill viðbúnaður var á staðnum og tóku lög- regluembættin í Reykjavík, Hafnarfirði og Keflavík öll þátt í aðgerðum, ásamt svokallaðri Víkingasveit Ríkislögreglustjóra. Við húsleit fundust 40 grömm af hassi. á Vatnsleysuströnd Á VETTVANGI Blaðamenn og ljósmyndarar Víkurfrétta í miðju atburðanna Skaut 20 skotum í íbúð 5. tbl. 2003 - 24 pages Kolls 29.1.2003 16:21 Page 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.