Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.2003, Síða 13

Víkurfréttir - 30.01.2003, Síða 13
VÍKURFRÉTTIR I 5. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 I 13 Atburðarásin: Klukkan 18.29 • Lögreglu barst tilkynning um ölvaðan mann skjótandi af riffli á efri hæð íbúðarhússins að Auðnum. Nokkrum mínútum seinnar er sérsveit Ríkislögreglu- stjóra kölluð út. Klukkan 19.01 • Maðurinn gefur sig fram við Lögregluna í Keflavík. Maðurinn er handtekinn. Klukkan 19.39 • Komið með hinn handtekna á Lögreglustöðina í Keflavík. Klukkan 19.40 • Lokun á Vatnsleysu- strandarvegi aflétt. Klukkan 19.57 • Sérsveit Ríkislögreglustjóra fer inn í húsið og tryggir vettvang. Húsleit fer fram og stendur hún til klukkan 2 um nótt- ina. þá kom Víkingasveitarmaður inn og beið hjá okkur til að tryggja öryggi okkar. Á meðan þeir voru að tryggja svæðið þurftum við að bíða inni á baði og það hefur örugglega verið einn og hálfur klukkutími.“ Þegar búið var að tryggja vett- vang og ljóst að öryggi íbúanna hafði verið tryggt var fjölskyld- unni boðið upp á áfallahjálp en sr. Sigfús B. Ingvason kom á staðinn til að ræða við fjöl- skylduna. Fjölskyldan segir að nú taki við óvissutímabil því einhvern tíma komi maðurinn til baka. Davíð segir að þau muni ekki búa þarna áfram: „Ef að mað- urinn kemur til baka þá höfum við enga tryggingu fyrir því að hann geri þetta ekki aftur. Okk- ur finnst það skrítið að manni sem hefur skotið af riffli inni í húsi skuli vera sleppt eftir 24 klukkutíma. Lögreglan gat ekki haldið honum lengur en í sólar- hring af því hann slasaði ekki neinn né drap. Við erum með tæplega fimm mánaða gamalt barn hérna og okkur f innst þetta vera mjög óþægileg staða. Maðurinn getur birst hvenær sem er og þá viljum við ekki vera hér.“ Aðalheiður sem býr hjá for- eldrum sínum ásamt barni er í barneignafríi og hún er ein heima á daginn. Hún segist ekki geta hugsað sér að vera ein með barnið ef maðurinn kæmi heim og væri á efri hæð- inni. Davíð segir að þau muni flytja og að það muni gerast innan nokkurra daga: „Við ætl- uðum nú bara að búa hér tíma- bundið en við höfum verið hér í fjóra mánuði. Okkur hefur liðið vel hér en það var alltaf á dagskránni að flytja, en þetta atvik varð til þess að við erum strax farin að leita fyrir okkur,“ segir Davíð. Davíð segir að þau þakki lög- reglunni fyrir frábær vinnu- brögð og sérstaklega eru þau á- nægð með að hafa verið í síma- sambandi þegar lætin voru sem mest: „Það eina sem við getum gagnrýnt er það hve maðurinn slapp fljótt út. Við erum ekki örugg hér ef hann kemur aftur. Við ákváðum að tala við Vík- urfréttir til að vekja athygli á því hve löggjöfinni er ábóta- vant þegar kemur að svona málum. Það er ekki eðlilegt að maðurinn geti gengið um göt- urnar daginn eftir að hann hleypir skotum af öflugum riffli innandyra. Maður sem drepur engan en hleypir af í kringum 20 skotum inn í húsi fær að ganga út frá lögreglunni 24 tímum seinna. Það er eitt- hvað að í kerfinu. Menn sem gera svona erlendis eru hiklaust settir í gæsluvarðhald í langan tíma og síðan dæmdir í fang- elsi.“ Fjölskyldan ætlar að taka sér tíma til að jafna sig, enda hlýt- ur þessi lífsreynsla að setja mark sitt á líf þeirra sem lenda í slíku. Unnur segir að næstu daga muni þau leita sér að nýju húsnæði og nota tímann til að jafna sig á þessari lífsreynslu. Þau njóta enn áfallahjálpar og segir Unnur að það sé mjög mikilvægt: „Þetta er lífsreynsla sem gleymist ekki og við höld- um áfram að lifa enda höfum við dóttur okkar og yndislegt barnabarn við hlið okkar,“ seg- ir Unnur að lokum. Við vorum allan tímann hrædd um að maður- inn kæmi niður því það er innangengt úr efri íbúðinni í þá neðri og aðeins spónaplata sem er á milli.“ Á meðan á þessu gekk ræddu þau um hvernig þau myndu bregðast við ef mað- urinn kæmi niður. Þau voru öll mjög hrædd þegar þau voru komin inn á baðherbergið, enda heyrðu þau að maðurinn hélt áfram að skjóta. Aðalheiður segir að þau hafi hringt í Neyðarlínuna úr baðherberginu en þá var klukkan um hálfsjö. Þau biðu á baðherberginu ásamt sambýliskonu mannsins og mánaðargömlu barni þeirra í eina og hálfa klukkustund eftir að maðurinn var handtekinn. Talið er að maðurinn hafi m.a. skotið út um þennan glugga sem er á efri hæð einbýlishússins að Auðnum. Tveir sjúkrabílar frá Brunavörnum Suðurnesja voru sendir á vettvang því ekki var vitað hvort maðurinn hefði slasað sjálfan sig eða aðra. 5. tbl. 2003 - 24 pages Kolls 29.1.2003 16:24 Page 13

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.