Víkurfréttir - 30.01.2003, Blaðsíða 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Ó lafía Sigurjónsdóttir er19 ára Keflvíkurmærsem er nýútskrifuð sem
dúx úr Fjölbrautaskóla Suð-
urnesja. Foreldrar hennar
eru Guðbjörg Aðalbergsdótt-
ir og Sigurjón Jónsson. Ólaf-
ía stóð sig frábærlega í skól-
anum og hlaut fjölda viður-
kenninga fyrir árangur sinn í
dönsku, ensku, þýsku og fyrir
árangur sinn í líffræði og
efnafræði. Auk þess fékk
Ólafía viðurkenningu frá
Eddu - miðlun og útgáfu fyr-
ir góðan árangur í íslensku.
Hún fékk einnig viðurkenn-
ingu frá Sparisjóðnum í
Keflavík fyrir hæstu einkunn
á stúdentsprófi auk þess að fá
viðurkenningar fyrir góðan
árangur í íslensku, erlendum
tungumálum og í stærðfræði
og raungreinum. „Auðvitað
er ég ánægð með þetta. Ég
bjóst alveg við einhverjum
viðurkenningum en ekki
svona mörgum“, segir Ólafía
í viðtali við Víkurfréttir.
Hún tók þann pól í hæðina að
útskrifast á þremur og hálfu ári
sem margir nemendur eru farn-
ir að gera til að flýta útskrift.
„Það er í rauninni ekkert mál
að útskrifast á þremur og hálfu
ári ef maður er ekkert að falla.
Planið hjá mér var samt alltaf
að útskrifast í vor en svo átti ég
svo lítið eftir og eiginlega
nennti þessu ekki lengur svo að
ég dreif bara í þessu“, sagði Ó-
lafía í samtali við Víkurfréttir.
Ólafía segir mjög mikilvægt að
vera með metnað ætli maður
sér að ná góðum árangri í skól-
anum en hún segist þó vera
langt frá því að vera skipulögð.
„Málið er bara að gera það sem
maður á að gera og gera það
vel og taka þessu svo bara
hæfilega alvarlega“.
Ólafía fór ásamt útskriftaraðli
FS í útskriftarferð til Marokkó
að skólanum loknum og segir
hún að ferðin hafi verið æðis-
leg enda hafi hún verið með
frábærum hópi á skrítnum og
skemmtilegum stað. „Við fór-
um tólf saman, níu stelpur og
þrír strákar, til Agadir í
Marokkó og djömmuðum með
aröbum og kameldýrum í tvær
vikur. Við bjuggum á geggjuðu
fjögurra stjörnu hóteli með
þjón á hverjum fingri, yndis-
legt líf. Nýja árinu var fagnað
með kampavíni á ströndinni og
síðan lögðum við undir okkur
nætuklúbbana en dyraverðirnir,
sem voru luralegir menn í stór-
um svörtum leðurjökkum, voru
fljótlega orðnir góðir vinir okk-
ar og hleyptu okkur alltaf frítt
inn. Við vöktum mikla athygli
hvert sem við fórum enda er
ekki mikið af hvítu bláeygðu
fólki í Marokkó. Sem dæmi
um athyglina má nefna að þeg-
ar við stelpurnar vorum að
ganga um göturnar hikuðu
marokkósku karlarnir ekki við
að reyna að bjóða í okkur, boð-
ið í mig fór upp í 10 kamel-
dýr“.
Ólafía kom heim úr útskriftar-
ferðinni í síðustu viku þannig
að tíminn hefur að mestu farið í
að ná sér niður á jörðina. „Næst
á dagskrá er auðvitað að leita
sér að vinnu og reyna að venj-
ast kuldanum eftir sæluna í
Marokkó. Ég fer svo í háskól-
ann í haust en ég ætla mér að
verða læknir“, sagði Ólafía að
lokum en þessi eldhressi dúx á
eflaust eftir að ná langt í lífinu
enda með metnað og tekur líf-
inu greinilega ekkert of alvar-
lega.
Frá og með fimmtudegin-um 23. janúar býðst bíl-eigendum á Suðurnesjum
ódýr valkostur með því að nota
sjálfsala sem ESSO hefur kom-
ið upp á Hafnargötunni. Hand-
hafar Safnkorts ESSO fá við-
bótarafslátt sem nemur einni
krónu á hvern líter. Áfram
verður boðið upp á þá góðu
þjónustu sem viðskiptavinir
eru vanir að fá, velji þeir svo.
„Með þessu erum við að aðlaga
þjónustuna að breytingum í
verslunarmunstri og tíðaranda
undir kjörorðinu hraði, þægindi
og ódýrt bensín. Það er búið að
setja upp sjálfsala við ESSO
stöðina á Hafnargötu og því geta
þeir sem kjósa keypt eldsneyti,
greitt fyrir með korti við dæluna
og verið eldsnöggir að því. Þetta
er nýjung að hafa sjálfsala við
hverja einustu dælu og erum við
með þessu að koma til móts við
óskir viðskiptavina okkar,“ sagði
Bergþóra Þorkelsdóttir rekstrar-
stjóri ESSO stöðvanna í samtali
við blaðið.
Nú er það svo að sumir eru ragir
við að nota nýja tækni og óttast
að eitthvað fari úrskeiðis hjá
þeim. En Tryggvi Guðmundsson
stöðvarstjóri ESSO á Hafnargöt-
unni segir það óþarfa áhyggjur.
„Ef einhverjir eru hræddir við að
prófa þetta þá leiðbeinum við
fólki til að byrja með og raunar
ætti þetta ekki að vefjast fyrir
neinum. En þeir sem vilja fulla
þjónustu geta gengið að úrvals-
þjónustu,“ segir Tryggvi.
Það er næsta víst að fólk tekur
því fegins hendi að geta keypt
bensín á fljótan og þægilegan
hátt og sparað um leið. Auk þess
veitir Safnkort ESSO einnar
krónu afslátt til viðbótar fyrir
utan það að kortinu fylgja ýmis
góð tilboð. Hægt er að tengja
safnkortið við debet- og krítar-
kortin þannig að punktarnir
koma inná það þótt greitt sé í
sjálfsala. „Meginhugsunin hjá
okkur er að geta boðið viðskipta-
vininum val. Vilji hann greiða
fyrir með korti í sjálfsala og vera
snöggur í bensínkaupum getur
hann það. Vilji hann frekar nýta
sér okkar þjónustu velur hann
það. Hver og einn velur þá þjón-
ustuleið sem honum hentar.
ESSO mun kappkosta að bjóða
alltaf sérlega hagstæð verð á
sjálfsafgreiðsludælum. Það má
ennfremur koma fram, að við
erum með fjórar bílaþvottastöðv-
ar á höfuðborgarsvæðinu og þar
veitum við 30% afslátt út þennan
mánuð,“ sagði Bergþóra Þorkels-
dóttir.
Það kom einnig fram í máli
Bergþóru, að þessi nýjung þýðir
umtalsverða lækkun bensínverðs
á höfuðborgarsvæðinu þegar á
heildina er litið og hefur ESSO
varið miklum fjármunum í að
koma búnaðinum upp.
:: maður vikunnar
Nafn: Ólafía Sigurjónsdóttir
Fædd: 9. apríl 1983
Atvinna: Án atvinnu í augnablikinu
Maki: Makalaus
Börn: Nei
Hvaða bók ertu að lesa? Cosmopolitan ( er
að hvíla heilann:))
Hvað er það fyrsta sem kemur í hugann
þegar þú vaknar? Hvað er klukkan?
Ef þú gætir unnið við hvað sem er, hvað væri það þá helst?
Heilaskurðlæknir
Hvað er það allra skemmtilegasta sem þú gerir? Ferðalög og
ævintýri
Hvað fer mest í taugarnar á þér? Smámunasemi og nirfilsháttur
Ef þú værir bæjarstjóri í einn dag, hverju myndir þú breyta?
Ég myndi leggja meiri áherslu á menntun og menningu og draga
aðeins úr íþróttadýrkuninni. Svo myndi ég auðvitað fjarlægja allar
hraðahindranirnar sem dritað var niður fyrir jólin.
Hvað gerir þú til að láta þér líða vel? Jóga, hlusta á góða tónlist,
tala við skemmtilegt fólk og drekk hamingjute.
Hvað finnst þér mikilvægast að gera? Að sætta sig við sjálfan sig
og að láta sér ekki leiðast.
Hvað er með öllu ónauðsynlegt að þínu mati? Röfl og leiðindi.
Áttu þér leyndan draum sem þú ætlar að láta rætast? Maður
segir ekki frá leyndum draumum, þá rætast þeir ekki.
Gætir þú lifað án síma, tölvu og sjónvarps? Nei, ég myndi drep-
ast úr leiðindum.
Hvað er mikilvægasta heimilistækið á heimilinu þínu? Græjurn-
ar (hljómflutningstæki)
Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur gert? Verklega bílpróf-
ið: Drap þrisvar á bílnum og ók of hratt... 10 villur af 10 möguleg-
um... náði samt!
Lífsmottó: Þetta reddast!
ESSO býður viðskiptavinum uppá að nota sjálfsala og spara þar með umtalsvert í bensínverði:
Hraði, þægindi og ódýrt bensín eru kjörorð ESSO stöðvanna!
Ólafía Sigurjónsdóttir dúx í Fjölbrautaskóla Suðurnesja:
Virði tíu kameldýra!
Sem dæmi um athyglina má
nefna að þegar við stelpurnar vor-
um að ganga um göturnar hikuðu
marokkósku karlarnir ekki við að
reyna að bjóða í okkur, boðið í
mig fór upp í 10 kameldýr
5. tbl. 2003 - bls. 20-24 29.1.2003 17:23 Page 22