Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.09.2003, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 11.09.2003, Blaðsíða 9
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Ljósanótt 2003 Menningin blómstraði í Reykjanesbæ Talið er að hátt í 30.000manns hafi verið á há-punkti Ljósanætur þegar Hljómar frá Keflavík léku á útisviði á hátíðarsvæðinu og ljósin á Berginu voru kveikt við undirleik sérvalinnar hljómlist- ar frá Gunnari Þórðarsyni og mikilfenglegrar flugeldasýn- ingar Sparisjóðsins í Keflavík. Steinþór Jónsson, formaður Ljósanæturnefndar staðfesti þessa tölu í samtali við Víkur- fréttir. Lögreglan í Keflavík sagðist ekki hafa gert út sér- staka „teljara” en hefði þær upplýsingar að um 30.000 manns hafi verið í bænum. Steinþór sagði mun fleiri hafa verið á hátíðarsvæðinu að deginum á laugardag en á sama tíma í fyrra. Þegar síðan landsleikurinn við Þjóðverja hófst hafi fækkað mikið í bæn- um og fólk hafi verið aðeins seinna á staðinn á kvölddag- skrána. Hins vegar hafi fjöld- inn verið meiri en í fyrra. Þá er talið að yfir 25.000 manns hafi verið á hápunkti hátíðarinnar. Í ár er hátíðarsvæðið mun stærra en í fyrra, á nýrri upp- fyllingu og allt svæðið þéttskip- að af fólki. Lét fólk ekki á sig fá þó svo einhverjir rigningar- dropar hafi fallið og vind blás- ið af hafi. Fólk klæddi sig eftir veðri. Hátt í 30.000 manns á hápunkti Ljósanætur Glæsileg flugelda- sýning í boði Spari- sjóðsins í Keflavík! l il l l - i í i i- j i í l í Talið er að hátt í 30.000 manns hafi verið á hápunkti Ljósanætur þegar Hljómar frá Keflavík léku á útisviði á hátíðarsvæðinu og ljósin á Berginu voru kveikt við undirleik sérvalinnar hljómlistar frá Gunnari Þórðarsyni og mikilfenglegrar flugeldasýningar Sparisjóðsins í Keflavík. VF 37. tbl. 32 sidur 10.9.2003 12:50 Page 10

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.