Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.09.2003, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 11.09.2003, Blaðsíða 12
VÍKURFRÉTTIR I 36. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 5. SEPTEMBER 2003 I 13 ® Strokustúlk- ur sóttar til Reykjavíkur Ámánudagskvöld í síð-ustu viku kom móðir 13ára stúlku á lögreglustöð og óskaði eftir aðstoð lögreglu við að hafa upp á dóttur sinni sem hafði strokið að heiman. Móðirin hafði ekki heyrt eða séð til dóttur sinnar frá því deginum áður. Við athugun á málinu kom í ljós að vinkona hennar 14 ára hafði einnig strokið að heiman. Morguninn eftir barst ábending móður þess efnis að dóttir hennar væri líklega í ákveðnu húsi í Reykjavík. Lögreglan í Reykja- vík fór á staðinn og fundu stúlk- unar tvær. Þær voru þar heima hjá þremur piltum sem eru þekktir af lögreglunni í Reykja- vík. Stúlkunum var komið til síns heima. Auglýsingasíminn 421 0000 ÞARFTU AÐ AUGLÝSA? Þessa dagana er að hefjast dansnámskeið hjá Jazz dans- skóla Emilíu, en kennari er Ásta Bærings. Á námskeiðinu verða kenndir freestyle dansar, jassballet og funk. Ásta Bær- ings er 22 ára og hefur hún æft dans frá 4 ára aldri. „Ég legg áherslu á að kenna nýjustu dansana. Ég fer reglulega er- lendis til að kynna mér nýjustu strauma í dansinum og er ný- komin frá London, þar sem ég kynnti mér það nýjasta í t.d. jassballet og fönkdansi. Ég verð að sjálfsögðu með nýjustu dansana á námskeiðinu og lofa góðri skemmtun,” segir Ásta og hún hvetur fólk til að skella sér á námskeið. “ Dansinn er bara allt fyrir mér og ég veit að það langar öllum að læra að dans. Það er bara að drífa sig af stað.” Innritun á námskeiðið fer fram í síma 421-4606. Ný dansnámskeið VF 37. tbl. 32 sidur rest 10.9.2003 14:31 Page 13

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.