Víkurfréttir - 11.09.2003, Blaðsíða 20
VÍKURFRÉTTIR I 36. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 5. SEPTEMBER 2003 I 21
uð brot þá verður sektum beitt.
Við viljum öryggi fyrir ungling-
ana okkar og til þess er Útideild-
in. Flestir foreldrar vinna með
okkur en það er ljóst að það eru
einnig of margir foreldrar sem
leyfa börnum sínum að brjóta
útivistarreglur og kaupa jafnvel
áfengi fyrir þau.”
Stefán segir að foreldrar sem
leyfi börnum sínum að vera úti á
næturnar um helgar sýni mikið
andvaraleysi og jafnvel afskipta-
leysi. “Mikil vakning hefur verið
meðal foreldra í Reykjanesbæ og
öflugt starf innan foreldrafélaga
og foreldraráða grunnskólanna
(FFGÍR) en sumir foreldrar virð-
ast ekki skilja að unglingar skyn-
ja afskiptaleysi sem andstæðuna
við ást. Ég hef alltaf haldið því
fram að andstæðan við ást sé
ekki hatur, heldur afskiptaleysi.
Við foreldrar erum kannski orðn-
ir of eftirgefanlegir hvað varðar
útivistartíma barnanna okkar. Við
þurfum alltaf að halda vöku okk-
ar og vita hvar unglingarnir okk-
ar eru hverju sinni og hvað þeir
eru að aðhafast. Þessi helgi var
viðvörun til okkar allra,” segir
Stefán, en mikil vinna hefur ver-
ið lögð í íþrótta- og forvarnastarf
í Reykjanesbæ. “Við erum að
vinna heilmikið forvarnastarf, að
ýmiss konar íþrótta- og tóm-
stundamálum og heilmikið af
öðrum góðum verkefnum. Þetta
forvarnarstarf skilar einungis ár-
angri ef foreldrar taka virkan
þátt.”
Að sögn Stefáns hefur hann
nokkur dæmi um að foreldrar
kaupi áfengi handa börnum sín-
um. “Rök þessara foreldra eru
yfirleitt á þá leið að þau vilji
frekar kaupa áfengi handa ung-
lingnum í stað þess að unglingur-
inn sjálfur sé að kaupa sér
“landa”. Þetta eru sorgleg rök og
með þessu eru þeir að samþykkja
neyslu áfengis.”
Stefán vill hins vegar koma því
skýrt á framfæri að hann vilji
ekki taka ábyrgðina alfarið af
unglingunum. “Þetta er líka
spurning um ákvörðun unglings-
ins. Þau sem tóku ákvörðun um
að neyta áfengis þessi kvöld
verða að axla þá ábyrgð,” segir
Stefán. “Útivistarátökin og for-
varnarverkefnið “Reykjanesbær
á réttu róli” hafa verið að skila
góðum árangri og við þekkjum
ekki lengur þetta svokallaða
“Hafnargötuvandamál”. Úti-
deildin hefur aðeins þurft að hafa
afskipti af tiltölulega fáum ung-
lingum sem hafa misstigið sig,
en um helgina voru höfð afskipti
af of mörgum og of ungum börn-
um. Við munum strax taka á
þessu, ræða við foreldrafélög og
unglingana sjálfa til að fyrir-
byggja að þetta fari í verri far-
veg,” segir Stefán að lokum.
Markmið Ljósanætur skýr
Steinþór Jónsson formaður
Ljósanæturnefndar segir að í
heildina hafi Ljósanótt gengið
gríðarlega vel og að jafnvel veðr-
ið hafi snúist Suðurnesjamönn-
um á sveif meirihluta laugardags.
Steinþór segir það miður, að sú
umræða sem hér á sér stað, sé
vegna foreldra sem virði ekki úti-
vistartíma barna sinna. “Frá upp-
hafi Ljósanætur hafa dagskrárat-
riði verið sett þannig fram að
tryggt sé að um fjölskylduhátíð
sé að ræða. Lok hátíðarinnar hef-
ur verið fyrr en þekkist vegna
þeirra áherslu sem við lögðum í
upphaf i á að Ljósnótt yrði
skemmtileg fjölskylduhátíð.
Markmið Ljósanætur eru mjög
skýr hvað þetta varðar og því
ákveðið að stilla dagskráratriðum
innan lögbundins útivistartíma
unglinga,” segir Steinþór og bæt-
ir við að á hverju ári hafi mark-
miðum Ljósanætur verið fylgt
eftir. “Við höfum nú sem aldrei
fyrr unnið með lögreglu, útideild
og bæjaryfirvöldum til að fyrir-
byggja glufur eða vandamál í
dagskránni sem gætu orsakað
uppákomur unglinga í miðbæn-
um eftir að dagskrá lýkur og er
ástæða til að þakka lögreglu, úti-
deild, björgunarsveit og bæjaryf-
irvöldum sem komu að þessum
málum fyrir frábært starf og und-
irbúning til að þessi markmið
Ljósanætur myndu m.a. haldast.”
Að mati Steinþórs gekk fram-
kvæmd Ljósanætur mjög vel, en
segir þó foreldra einhvers hóps
unglinga sem voru í bænum fram
á nótt fá falleinkunn. “Allir þeir
aðilar sem koma að öryggismál-
um Ljósanætur hafa bæði ábyrgð
og vald til að taka á þessum hlut-
um. En þegar við fáum upplýs-
ingar um það að foreldrar séu í
einhverjum tilfellum að vinna
gegn útivistarreglum barna sinna
og þar með bregðast sínum þætti
í dæminu þá gerir það þessum
aðilum mjög erfitt fyrir. Það er
ergilegt að þessi fáu tilfelli skuli
skapa þá umræðu sem hér er
komin upp. Það er auðvelt að
taka á þessu, en það verða for-
eldrarnir að gera með okkur. Það
er ekki hægt að komast lengra en
heim að dyrum hjá fólki því á
heimilunum þarf að fara fram
innra starf og fylgja hlutunum
eftir.”
Eftir hverja Ljósanótt hefur ver-
ið sest niður og framkvæmd há-
tíðarinnar rædd. Steinþór segir að
farið sé í gegnum öll atriði og
komið fram með tillögur að út-
færslum svo betur megi fara
næst. “Við höfum eftir hverja
Ljósanótt farið yfir hátíðina og
glaðst yfir því sem vel hefur far-
ið fram og reynt að finna leiðir í
þeim málum sem betur hefðu
mátt fara. Við höfum rætt þetta
mál á fundum hjá okkur og við
munum án efa reyna að finna
nýjar leiðir til að komast hjá
þessum uppákomum. Eftir alla
þá vinnu sem lögð var í þessa
þætti held ég að við verðum að
vinna meira í gegnum foreldrafé-
lög og inn á heimilunum til að
fólk skilji hvað það er mikilvægt
að þau standi sig í stykkinu á há-
tíð sem þessari barninu til heilla.
Ég vil því að lokum nota tæki-
færið og þakka þeim foreldrum
sem sinna vel sínu uppeldishlut-
verki fyrir þátttöku í þessu með
okkur, en þessi hópur foreldra er
vissulega í miklum meirihluta.”
Texti: Jóhannes Kr. Kristjánsson • johannes@vf.is
VF 37. tbl. 32 sidur 10.9.2003 13:14 Page 21