Víkurfréttir - 30.10.2003, Side 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
J ón Kristjánsson, heil-brigðisráðherra vill skoðaþann möguleika að sveit-
arstjórnir á Suðurnesjum taki
yfir rekstur heilsugæslu Heil-
brigðisstofnunar Suðurnesja
að því er fram kom í ávarpi
ráðherrans á aðalfundi Sam-
bands sveitarfélaga á Suður-
nesjum sem haldið var í Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja um sl.
helgi. Heilbrigðisráðherra
sagði að hann væri ekki að
setja þessa hugmynd fram til
þess að spara fé, heldur til að
auka þjónustuna í heilsugæslu
á svæðinu. Ráðherra sagði að
hann teldi að sveitarfélögin
myndu eflast við að taka yfir
reksturinn og hann vill sjá
aukna héraðshlutdeild varð-
andi rekstur heilsugæslunnar.
Sigríður Snæbjörnsdóttir fram-
kvæmdastjóri Heilbrigðisstofn-
unar Suðurnesja kynnti drög að
tillögum nefndar sem fjallað hef-
ur um málefni HSS á fundinum
og kom m.a. fram í máli hennar
að vonast er til að biðtími eftir
heilsugæsluþjónustu verði ein-
ungis 30 mínútur í framtíðinni.
D-álma Heilbrigðisstofnunarinn-
ar var töluvert til umræðu og
kom fram á fundinum að lokið
verði við hana í árslok árið 2005.
Jón Gunnarsson alþingismaður
sem á sæti í stjórn HSS sagði á
fundinum að hann teldi nauðsyn-
legt að nú yrði horft til framtíðar,
nóg væri komið að því að horft
væri til baka á vanda heilsugæsl-
unnar þar sem endalaust væri
verið að reyna að finna einhverja
sökudólga. Jón sagði mjög mikil-
vægt að nú yrði staðið saman að
uppbyggingu Heilbrigðisstofnun-
ar Suðurnesja og heilsugæslunn-
ar og kom fram í máli Jóns að
hann væri mjög bjartsýnn á
framtíð stofnunarinnar.
Konráð Lúðvíksson yfirlæknir
HSS sem hefur starfað við stofn-
unina í 20 ár sagði á fundinum að
hann hefði lifað nokkra fram-
kvæmdastjóra HSS, nokkra
hjúkrunarforstjóra og nokkra
heilbrigðisráðherra þann tíma
sem hann hefði starfað á stofnun-
inni. Konráð sagði að hann hefði
aldrei verið eins bjartsýnn og
núna um að málefni Heilbrigðis-
stofnunar Suðurnesja væru að
komast á gott skrið og hrósaði
hann núverandi stjórnendum
stofnunarinnar fyrir vel unnin
störf.
Samband sveitarfélaga á Suður-
nesjum fagnar 25 ára afmæli um
þessar mundir.
➤ A Ð A L F U N D U R S S S
Sveitarstjórnir á Suðurnesjum
taki yfir heilsugæsluna
Frá aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Kaffitár lokað í
nokkra daga
vegna flutninga
Vegna flutninga höfuðstöðva
Kaffitárs verður brennslan, að
Holtsgötu 52, lokuð frá
f immtudegi til mánudags.
Þriðjudaginn 4. nóvember
opna nýjar höfuðstöðvar að
Stapabraut 7, Njarðvík. Auk
kaff ibrennslu, verður þar
glæsileg kaffiverslun og kaffi-
hús.
Afgreiðslutími verslunarinnar
og kaff ihússins verður kl.
7:30-18:00 virka daga. Að
auki er fyrirhugaður af-
greiðslutími á laugardögum
kl. 10:00-18:00.
Auglýsingasíminn er 421 0000
VF 44. tbl. 2003 hbb 29.10.2003 14:54 Page 10