Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.10.2003, Page 16

Víkurfréttir - 30.10.2003, Page 16
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ➤ H J Á L M A R Á R N A S O N A L Þ I N G I S M A Ð U R Mikils titrings gætir hjá íslenskum starfsmönnum Varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli eftir fréttir þess efnis að 90 starfsmönnum hafi verið sagt upp störf- um þar, en það er um 10% íslenskra starfsmanna Varnarliðsins. Harðast bitna þessar uppsagnir á Suðurnesja- mönnum því 69 af þeim 90 sem sagt var upp störfum eru búsettir á Suðurnesj- um. Fyrstu fréttir um uppsagnir birtust á vef Víkurfrétta, vf.is um hádegisbil á mánudag. Í kjölfar fréttarinnar fóru óttaslegnir starfsmenn Varnarliðsins að hafa samband við Víkurfréttir þar sem þeir lýstu áhyggjum sínum og margir spurðu meðal annars hvort þessar frétt- ir væru réttar. Frá því fréttin birtist og málið komst í fjölmiðla hafa fjölmargir haft samband við fréttadeild Víkur- frétta og tjáð sig um málefni Varnarliðs- ins og sérstaklega niðurskurð sem kem- ur mörgum á óvart. Víkurfréttir hafa heimildir fyrir því að frekari niðurskurður sé boðaður innan Varnarliðsins á næstu misserum og að stór hluti Varnarliðsins muni hverfa á brott inn- an tveggja til þriggja ára. Heimildir Víkur- frétta herma að flugsveit Varnarliðsins muni ekki fara og að lögð verði áhersla á viðhald bygginga á svæðinu. Þeir heimildarmenn sem Víkurfréttir hafa rætt við segja að starfsmenn séu óttaslegn- ir og að viðkvæmar trúnaðarupplýsingar séu farnar að leka út meðal starfsmanna. Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta er verið að vinna að margvíslegum áætlunum innan Varnarliðsins þar sem gert er ráð fyrir brotthvarfi hinna ýmsu deilda. Frið- þór Eydal upplýsingafulltrúi Varnarliðsins vildi í samtali við Víkurfréttir ekkert tjá sig um málið. Samdráttur Varnarliðsins hefur verið mik- ill frá árinu 1990 en þá voru hermenn Varnarliðsins tæplega 3.300 talsins og ís- lenskir starfsmenn Varnarliðsins tæplega 1.100. Í dag eru hermenn Varnarliðsins tæplega 2.000 og hefur því fækkað um 1.300 hermenn. Eftir uppsagnirnar í vik- unni eru íslenskir starfsmenn Varnarliðsins rúmlega 800 talsins og hefur fækkað um tæplega 300 frá árinu 1990. Kristján Gunnarsson, formaður Verka-lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur ognágrennis sagðist í samtali við Víkur- fréttir vera mjög ósáttur við fyrirhugaðar uppsagnir Varnarliðsins. Kristján segir Varn- arliðið brjóta lög um hópuppsagnir. „Við höf- um þegar skorað á starfsmannahald Varnar- liðsins að draga þessa ákvörðun til baka, enda verið að brjóta lög um hópuppsagnir,” segir Kristján í samtali við Víkurfréttir. Hver eru viðbrögð þín við þessum tíðindum? „Þetta er gríðarlegt áfall fyrir Suðurnesin og upp- sagnirnar rista djúpt í hjarta félagsins. Við höfum þegar falið málið lögmönnum Alþýðusambands Íslands og munum vinna málið í samvinnu við bæði ASÍ og starfsgreinasamböndin,” segir Krist- ján Gunnarsson formaður VSFK í samtali við Víkurfréttir. Á rni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að fréttir afuppsögnum séu slæmar en sé ekki tengt þeirri umræðu semvar um Varnarliðið fyrir síðustu kosningar. „Það er greini- legt að það er tekið mjög fast á hagræðingu og sparnaði hjá Varnarliðinu samkvæmt þessum fréttum.” Aðspurður sagði Árni að þessar fréttir kæmu sér á óvart og sérstaklega hve mörgum væri sagt upp. „Það hefur verið yfirvofandi hjá Varnarliðum Bandaríkja- manna um allan heim að það yrði dregið saman í rek- stri. Þetta er mjög stór aðgerð og varla hægt að kalla það hagræðingu þegar svona hart er skorið niður.” Aðspurður um hvort bæjarstjórn muni bregðast við þessum uppsögn- um sagði Árni að ekki yrði hlaupið til og önnur störf fundin. „Þessar uppsagnir eru svipaðar því sem við höfum verið að sjá í fyrirtækjum. Um þessi störf gildir það sama og þegar uppsagnir verða hjá fyrirtækj- um. Það er ekki hlaupið til og fundin önnur störf auðveldlega þó allir séu að vinna að því að byggja hér upp atvinnu. En málið er alvarlegt,” sagði Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar í samtali Víkurfréttir. G uðbrandur Einarsson formaður VerslunarmannafélagsSuðurnesja segir að fylgst hafi verið náið með umræðu umVarnarliðið síðustu mánuði og að uppsagnirnar komi hon- um ekki á óvart. „Við hjá stéttarfélögunum hér á Suðurnesjum höfum fylgst mjög náið með um- ræðunni um Varnarliðið síðustu mánuði og höfð- um varað við þessu. Því miður höfðum við rétt fyr- ir okkur. Varnarsamningurinn er greinilega hætt- ur að virka, þetta eru orðnar einhliða aðgerðir.” Aðspurður segir Guðbrandur að Verslunarmannafélag Suðurnesja muni fylgjast mjög náið með framvindu mála. „Verslunarmannafélagið mun að sjálfsögðu fylgjast mjög náið með því að rétt verði að öllum hlutum staðið. Einnig er bráðnauðsyn- legt að fá fram umræðu um framhaldið. Þar hafa fjölmargir hlutverki að gegna og ekki síst ríkisvaldið,” segir Guðbrandur og bætir við. „Það er kominn tími til að horfast í augu við það sem þarna er að gerast og því miður held ég að þetta sé bara byrjunin.” „Ég er bæði undrandi og hissa í senn og verulega áhyggjufullur,” segir Hjálmar Árnason alþingis- maður vegna frétta um uppsagnir hjá Varnarliðinu. „Það kemur mér á óvart að svona skuli gerast í ljósi þess sem fram hefur komið hjá háttsettum mönnum innan Bandaríkjastjórnar að málið í heild sé til endurskoðunar. Ég held að menn hafi almennt túlk- að það sem svo að það yrðu óverulegar breytingar þar til þessi heildarendurskoðun færi fram. Þess vegna hefur maður verið frekar rólegur og þetta segir manni það að þeir embættismenn sem vildu loka stöðinni séu enn að krukka í málum. Það hefur svo sem áður gerst að tilkynning- ar hafi borist um uppsagnir, sem síðan hafa verið dregnar til baka þegar nást fram fjárveitingar að utan.” Hjálmar segist munu ræða við utanríkisráðherra og óska eft- ir skýringum. „Ég mun óska eftir skýringum um þetta mál, sérstak- lega í ljósi þess að menn hafa túlkað ummæli bandarískra ráða- manna sem svo að hér yrði frekar mikill stöðugleiki þar til heildar- endurskoðun á herafla banda- ríkjamanna hefði farið fram. Þetta er á skjön við það og ég mun leita eftir skýringum og ég hygg að Utanríkisráðuneytið muni fara fram á skýringar á þessu,” sagði Hjálmar í samtali við Víkurfréttir. Fjöldauppsagnir hjá Varnarliðinu Ótti og óvissa á Vellinum „Varla hægt að kalla upp- sagnirnar hagræðingu” „Held að þetta sé bara byrjunin” - segir Guðbrandur Einarsson formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja -segir Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar um uppsagnir Varnarliðsins. Segir Varnarliðið brjóta lög um hópuppsagnir Hissa og verulega áhyggjufullur RAUÐUR SÍMI 8 8 8 2 2 2 2 Víkurfréttir safna frekari upplýsingum um málefni Varnarliðsins. Þeir sem telja sig geta veitt upplýsingar en vilja ekki koma fram undir nafni er bent á talhólf VF sem er í síma 888 2222. Einnig má senda tölvupóst til blaðsins í gegnum vefsíðu vf.is. Þar koma ekki fram upplýsingar um sendanda. Fullum trúnaði heitið. VF 44. tbl. 2003 hbb 29.10.2003 13:30 Page 16

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.