Víkurfréttir - 30.10.2003, Blaðsíða 26
26 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
HAMAR-NJARÐVÍK
Á fimmtudagskvöld sækir lið
Njarðvíkur Hamar heim til
Hveragerðis. Þar verður eflaust
um hörkuleik að ræða þar sem
Njarðvíkingar hafa verið á góðri
siglingu í síðustu leikjum og það
er alltaf erfitt að sækja stig til
Hveragerðis.
Eftir töp í fyrstu tveimur leikjum
sínum tóku Hamarsmenn sig
saman í andlitinu og unnu næstu
tvo. Faheem Nelson hefur staðið
sig vel í liði heimamanna og er
firnasterkur auk þess sem bak-
vörðurinn Lárus Jónsson hefur
staðið sig vel að undanförnu.
Njarðvíkingar hafa leikið mjög
vel eftir tap gegn UMFG í fyrstu
umferð og lagt KR, Þór og
Keflavík í miklum baráttuleikj-
um. Brandon Woudstra hefur
fallið vel inn í liðið og spilað
frábærlega á köflum auk þess
sem Brenton Birmingham er
óðum að ná sér eftir meiðsli.
Friðrik Ragnarsson, þjálfari,
varar þó við að sínir menn verði
of sigurvissir enda hefur það
sýnt sig í haust að allir leikir eru
baráttuleikir. „Við lentum í basli
í Þorlákshöfn og það er ekkert
sem segir að þessi leikur verði
auðveldari.”
KEFLAVÍK-SNÆFELL
Á föstudaginn mæta Snæfelling-
ar frá Stykkishólmi til leiks í
Keflavík. Snæfell hefur verið að
gera góða hluti í sínum leikjum
og hefur aðeins tapað einum
leik, gegn Grindavík, og sitja í
öðru sæti deildarinnar. Liðið er
vel mannað þar sem Corey
Dickerson, Hlynur Bæringsson
og Sigurður Þorvaldsson hafa
farið fyrir mannskapnum.
Keflvíkingar koma í leikinn eftir
þrjá leiki í röð þar sem frammi-
staða þeirra hefur valdið von-
brigðum á köflum. Þeir töpuðu
gegn ÍR og erkifjendunum frá
Njarðvík og áttu ójafnan leik
gegn Breiðabliki sem þeir unnu
þó eftir óþarfa basl.
Guðjón Skúlason hjá Keflavík
játar fúslega að ýmislegt má
laga eftir ófarir síðustu leikja.
„Við þurfum að styrkja vörnina
og vera ákveðnari í sókninni til
að ná hagstæðum úrslitum.”
sagði Guðjón og er alveg ljóst
að stuðningur áhorfenda á eftir
að skipta miklu máli í leiknum.
GRINDAVÍK-HAUKAR
Haukar mæta taplausu liði
Grindvíkinga í heimsókn sinni á
föstudagskvöld.
Haukar hafa verið brokkgengir í
vetur og hafa skipst á góðir leik-
ir og slæmir. Þeir voru gjörsigr-
aðir í heimsókn sinni til Tinda-
stólsmanna en komu stax til
baka og sigruðu ÍR í næstu um-
ferð á eftir með sannfærandi
hætti. Þeirra sterkustu menn eru
Michael Manciel sem hefur
skorað um 25 stig að meðaltali
og er með flest fráköst í deild-
inni og Sævar Haraldsson.
Grindvíkingar hafa spilað vel
það sem af er og eru sigur-
stranglegir fyrir leikinn. Þeir
töpuðu þó fyrir Haukum í
Reykjanesmótinu í haust í frekar
slökum leik af þeirra hálfu. Frið-
rik Inga líst vel á viðureignina.
„Við mætum tilbúnir til leiks og
ætlum að sýna á okkur aðra hlið
en þegar við töpuðum fyrir þeim
um daginn.”
Deildin hefur verið ákaflega spennandi það sem af er hausti og er enginn leikur fyrirfram gefinn. Grindavík er á
toppnum, ósigrað, eftir fjórar umferðir og Njarðvík er tveimur stigum á eftir og Keflavík fjórum.
Óvænt staða er komin upp í 1.
deildinni þar sem Njarðvíkur-
stúlkur eru efstar eftir fjóra
leiki en meistaraefnin í Kefla-
vík hafa tapað síðustu tveimur
leikjum gegn KR og ÍS.
Grindavík er á botni deildar-
innar með einn sigurleik, gegn
toppliði Njarðvíkur.
Blaðið fór í prentun áður en
leikur Njarðvíkur og Keflavík-
ur fór fram en áhugasömum er
bent á vefsíðu Víkurfrétta,
www.vf.is.
Á fimmtudag fá Grindvíking-
ar KR-stúlkur í heimsókn og
verður þar um botnslag að
ræða þar sem bæði liðin hafa
tvö stig.
Gengi KR-inga hefur verið
misjafnt í haust eftir að hafa
misst marga af burðarásum
liðsins frá síðustu leiktíð og er
Grindavík í svipuðum sporum
þar sem liðin eru bæði að
reyna að finna sig sem lið.
Grindavík mætir til leiks með
fullskipað lið eftir töp í síðustu
tveimur leikjum. Pétur Guð-
mundsson segir bjartsýni í
hópnum fyrir leikinn og vonast
eftir þvi að stuðningur heima-
manna muni skipta sköpum í
leiknum.
KEFLAVÍK-BREIÐABLIK
Keflvíkingar fengu Breiðablik í
heimsókn og sigruðu nokkuð létt
106-85. Heimamenn höfðu ágæt-
is forskot í hálfleik, 64-41, en í
seinni hálfleik gekk ekki eins vel.
Breiðablik minnkaði muninn
jafnt og þétt þar til undir lok
leiksins þegar Keflvíkingar
hrukku loks í gang og tryggðu
öruggan sigur.
Atkvæðamestir í liði Keflavíkur
voru Derrick Allen, sem skoraði
25 stig og tók 11 fráköst, og Nick
Bradford, sem skoraði 17 stig,
tók 11 fráköst og gaf 10
stoðsendingar. Mirko Virijevic
bar af í liði Blika með 26 stig.
ÞÓR-NJARÐVÍK
Njarðvík gerði góða ferð til Þor-
lákshafnar þar sem þeir lögðu
Þór að velli 90-97. Heimamenn
voru yfir í hálfleik 53-40 en
Njarðvíkingar svöruðu af krafti í
þeim seinni.
Friðrik Ragnarsson var sáttur við
að sækja sigur í greipar Þórsara.
„Þetta var hörkuleikur og það er
engin tilviljun að þeir unnu
fyrstu tvo leikina í deildinni því
þeir eru með mjög gott lið.”
Stigahæstir Njarðvíkur voru Páll
Kristinsson sem skoraði 24 stig
og tók 16 fráköst, og Guðmundur
Jónsson og Brenton Birmingham
sem skoruðu 22 stig hvor auk
þess sem Brenton gaf 11
stoðsendingar. William Dreher
var stigahæstur Þórsara og skor-
aði 31 stig.
GRINDAVÍK-KFÍ
Grindvíkingar tóku á móti KFÍ
frá Ísafirði og sigruðu 102-95.
Grindvíkingar voru yfir allan
leikinn og leiddu í hálfleik 56-36.
Í seinni hálfleik dalaði leikur
heimamanna og Ísfirðingar
komust aftur inn í leikinn og
náðu að minnka muninn niður í
þrjú stig en þá tóku Grindvíking-
ar við sér og héldu forystunni til
enda.
Darrel Lewis skoraði 32 stig fyrir
Grindavík og Páll Axel Vilbergs-
son skoraði 30. Í liði gestanna
átti Adam Spanich stórleik og
skoraði 47 stig og tók 11 fráköst,
má þó vekja athygli á því að
hann átti ekki eina einustu
stoðsendingu.
„Það var bara ekki sami neistinn
og krafturinn í okkur í seinni
hálfleik” sagði Friðrik Ingi Rún-
arsson, þjálfari Grindavíkur. En
sigur hafðist að lokum og
Grindavík var á toppi deildarinn-
ar ósigrað að loknum þremur
umferðum.
■ Intersport-deildin / 3. umferð
■Karfan / 1.deild kv.
■ Intersport-deildin / leikir vikunnar
ÓVÆNT
STAÐA
Ekkert gefið í körfunni
Íþróttafréttir Víkurfrétta
ÞORGILS JÓNSSON
GSM 868 7712
Lovísa Guðmundsdóttir lék vel með ÍS. Hér
skorar hún án þess að Erla Reynisdóttir eða
Kristín Blöndal komi vörnum við.
Sverrir Sverrisson, Keflvíkingur í
baráttu við nýjustu fallbyssuna í
körfunni , Njarðvíkinginn Brandon
Woudstra sem skoraði 8 þriggja
stiga körfur.
VF 44. tbl. 2003 hbb 29.10.2003 13:18 Page 26