Víkurfréttir - 30.10.2003, Síða 27
VÍKURFRÉTTIR I 44. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 30. OKTÓBER 2003 I 27
UMFT-GRINDAVÍK
Grindavík bar sigurorð af Tinda-
stóli 80-83. Grindvíkingar, sem
spiluðu á útivelli, voru með yfir-
höndina lungann úr leiknum ef
frá er talinn kafli þar sem Stól-
arnir skoruðu 16 stig í röð og
komust 8 stigum yfir. Gestirnir
voru þó snöggir að vinna muninn
upp og höfðu loks sigur eins og
áður sagði.
Friðrik Ingi var ánægður með
stigin tvö sem unnust eftir bar-
áttuleik og tryggir Grindavík í
toppsætinu eftir fjóra leiki án
ósigurs.
Í liði Grindavíkur var Darrel
Lewis stigahæstur með 24 stig og
Daniel Trammel og Páll Axel
Vilbergsson skoruðu 16 stig
hvor, auk þess sem Trammel tók
14 fráköst.
Hjá Tindastóli voru Kanarnir at-
kvæðamestir þar sem Clifton
Cook skoraði 23 stig og Nick
Boyd 22 og tók auk þess 11 frá-
köst.
NJARÐVÍK-KEFLAVÍK
Njarðvík bar sigurorð af Keflavík
í Intersport-deildinni á mánudag-
inn 93-86. Njarðvíkingar, sem
spiluðu á heimavelli, höfðu
frumkvæðið allan leikinn og
stóðu af sér harða sókn Keflvík-
inga í seinni hálfleik og lönduðu
loks tveimur dýrmætum stigum.
Leikurinn var æsispennandi allan
tímann og dyggir stuðningsmenn
liðanna fóru mikinn.
Að leik loknum var Guðjón
Skúlason ómyrkur í máli yfir
frammistöðu sinna manna. „Þetta
var bara lélegt. Menn voru
greinilega ekki tilbúnir í leikinn.
Njarðvíkingar voru einfaldlega
betra liðið á vellinum.” Keflavík
spilaði ekki sannfærandi vörn
þar sem skyttur Njarðvíkinga
fengu hvað eftir annað opin skot
fyrir utan og settu 15 þriggja
stiga körfur.
Annar tónn var skiljanlega í Frið-
rik Ragnarssyni.Hann var hæstá-
nægður með sigur í mikilvægum
leik þar sem hans menn héldu
um stjórnartaumana allan tím-
ann. Brandon Woudstra var, að
öðrum ólöstuðum, besti maður
leiksins og var Friðrik í skýjun-
um með frammistöðu hans þrátt
fyrir smávægileg meiðsli.
„Woudstra er algjör fallbyssa!
Það má ekki gefa honum sentí-
meter þá er hann búinn að refsa.”
Aðspurður um kaflann þegar
Keflavík komst yfir sagði hann
að ástæðan fyrir því hafi verið að
hans menn hafi ætlað að halda
forskotinu og misst þannig
dampinn. „En maður heldur ekki
liði eins og Keflavík án þess að
keyra stíft á þá.”
Mikill uppgangur hefur verið í
Njarðvíkurliðinu eftir tap í fyrstu
umferð gegn Grindavík en Frið-
rik segir að nú skipti öllu að vara
sig á að ofmetnast ekki. Liðið er
ungt og kraftmikið og getur unn-
ið hvern sem er en getur líka tap-
að fyrir hverjum sem er ef ein-
beitingin er ekki í lagi.
Woudstra, sem skoraði 32 stig í
leiknum, sagðist hafa fengið
skotleyfi hjá þjálfaranum í leikn-
um. „Til þess er ég hérna... Til að
skjóta þegar þörf er á.” Brenton
Birmingham átti líka góðan leik
og skoraði 26 stig og Páll Krist-
insson skoraði 13 stig auk þess
sem hann tók 12 fráköst. Í liði
Keflavíkur var Derrick Allen
stigahæstur með 21 stig og þar
næst kom Falur Harðarson með
16 stig.
Að leik loknum eru Njarðvík-
ingar tveimur stigum á eftir
toppliði Grindavíkur með sex
stig eftir fjóra leiki en Keflavík
eru með sex stig. Þess má geta
að það sem af er deildinni hafa
liðin virst mjög jöfn að getu og
enginn leikur er fyrirfram gef-
inn.
■ Intersport-deildin / 4. umferð
FRAMKVÆMDATILBOÐ - 2 FYRIR 1
Þú kaupir og sækir pizzu og hvítlauksbrauð.
Þú færð aðra pizzu sömu stærðar frítt með.
Þú greiðir fyrir dýrari pizzuna.
Síminn er 421 4067 • Hafnargötu 30 Keflavík
Ungur nemur gamall temur. Þessir 4ra og 5
ára gömlu fótboltakappar eru í stórum
hópi krakka sem stunda fótbolta hjá
Keflavík. Einbeitingin leynir sér ekki!
Fótboltafjör!
VF 44. tbl. 2003 hbb 29.10.2003 14:40 Page 27