Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.11.2003, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 06.11.2003, Blaðsíða 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ➤ F J Á R M Á L R E Y K J A N E S B Æ J A R Fyrir nokkrum dögumsamþykkti bæjarstjórnReykjanesbæjar endur- skoðun fjár- hagsáætlunar ársins 2003. Sú aðgerð felst fyrst og fremst í því að fjárhags- áætlun fyrir árið 2003, sem samþykkt var í lok síðasta árs, er breytt til samræmis við raunverulega ráðstöfun tekna sveitarfélags- ins. Niðurstaða endurskoðaðr- ar fjárhagsáætlunar að þessu sinni er ekki glæsileg. Allt stefnir í að heildarkostnaður sveitarfélagsins, og stofnana þess, fari 500 milljónum króna fram úr áætlun á árinu 2003. Slíkar tölur hafa ekki sést áður. Á pappírunum, og í fréttatil- kynningum, er ekki að sjá að staðan sé svona slæm því að þessu sinni er hallinn fjár- magnaður með 800 milljóna króna söluhagnaði, sem fékkst af sölu eigna á árinu, og af- gangurinn, 300 milljónir, settur fram og skilgreindur sem ,,af- gangur“ og ,,jákvæð afkoma“. Þótt það sé í strangasta skiln- ingi rétt segir það ekki alla sög- una því þegar menn rýna í töl- urnar kemur hið rétta í ljós og viðvörunarbjöllur klingja, a.m.k. í mínum eyrum. Það hljóta allir að sjá svona geta menn ekki haldið lengi áfram. Þessi halli á sér margar skýringar sem ég ætla ekki að rekja hér en bendi áhugasömum aðilum á að kynna sér málin. Helstu ástæður eru þó launahækkanir, miklar framkvæmdir og minni skatttekj- ur. Bæjaryf irvöld verða að bregðast við með ábyrgum hætti því annars fer illa. Það þarf kjark til þess að standast freistingar og stjórnmálamönnum hættir því miður til að hugsa aðeins í 4 ára tímabilum eða fram að næstu kosningum. Okkur ber hins veg- ar skylda til að haga aðgerðum þannig að næstu kynslóðir þurfi ekki að bera óeðlilegar fjárhags- byrðar vegna þeirra skulda sem bæjaryfirvöld á hverjum tíma stofna til og skilja eftir sig. Nú stendur fjárhagsáætlunargerð hjá Reykjanesbæ fyrir árið 2004 yfir. Mikilvægt er að bæjarfull- trúar hafi kjark til þess að bregð- ast við þessari þróun með afger- andi hætti. Stuðningur og skiln- ingur bæjarbúa vegna slíkra óhjákvæmilegra aðgerða er mik- ilvægur. Vinnum saman að lausninni því annars sitja kom- andi kynslóðir í súpunni. Kveðja, Kjartan Már Kjartansson, Viðskiptafræðingur MBA og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Bjöllur klingja ➤ F R U M L E I K H Ú S I Ð Í K E F L A V Í K Fengu pokann í skrúfuna Strákarnir á BennaSæm GK réttu félög-um sínum á systur- skipinu Sigga Bjarna GK hjálparhönd á mánudag og drógu skipið til hafnar í Helguvík þar sem Siggi Bjarna GK hafði fengið pokann í skrúfuna þar sem hann var á dragnótarveið- um í Garðsjónum. Kafari var fenginn til að skera pokann lausan. Benni Sæm og Siggi Bjarna eru báðir svokölluð Kínaskip. Það er Nesfiskur í Garði sem gerir út skipin. Benni Sæm GK og Siggi Bjarna GK koma til hafnar i Helguvík. VF-myndir: Hilmar Bragi Þjóðleikhúsið sýnir Græna landið Þjóðleikhúsið frumsýndi Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson í Frum- leikhúsinu í Keflavík í síðustu viku. Keflvíkingurinn Gunnar Eyjólfsson og Njarðvíkingurinn Kristbjörg Kjeld fara með stór hlutverk í sýningunni. Á með- fylgjandi myndum er annars vegar Gunnar á tali við þá Hjálmar Árnason, Tómas Tómasson og Ólaf Jón Arnbjörnsson. Á neðri myndinni er Kristjbjörg á tali við Árna Sigfússon og Bryndísi Guðmundsdóttur. VF 45. tbl. 2003 hbb 5.11.2003 14:27 Page 10

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.