Víkurfréttir - 06.11.2003, Blaðsíða 16
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Fulltrúar meirihluta ogminnihluta í bæjarstjórnReykjanesbæjar tókust
hart á um málefni Varnarliðs-
ins á fundi sínum sl. þriðjudag.
Á fundinum komu fram mis-
munandi sjónarmið um að-
gerðir vegna uppsagna hjá
Varnarliðinu og vildi meiri-
hlutinn að málefni varnarliðs-
ins yrðu í höndum ríkisstjórn-
arinnar þar sem megináhersla
á viðræður við varnarliðið ætti
að snúast um varnarhagsmuni
Íslendinga.
Fulltrúar minnihluta töldu hins-
vegar að bæjarstjórn Reykjanes-
bæjar ætti að koma af stað við-
ræðum við fulltrúa varnarliðsins
til að ræða uppsagnir og samdrátt
hjá varnarliðinu. Hörð gagnrýni
kom fram í máli minnihlutans
þar sem Sjálfstæðismenn voru
sakaðir um að gæta ekki hags-
muna fólksins. Sjálfstæðismenn
gagnrýndu mjög málatilbúnað
minnihlutans og sagði Böðvar
Jónsson formaður bæjarráðs að
hann gæti ekki setið undir því að
minnihlutinn segði meirihlutann
ekki gæta hagsmuna fólksins því
það væri svo sannarlega gert.
Bæjarfulltrúar voru sammála um
að þetta væri ekki tími stórra
orða og að huga þyrfti að því
fólki sem misst hefði vinnuna. Í
upphafi fundar lögðu báðar fylk-
ingar fram bókun um málið, en
Guðbrandur Einarsson bæjarfull-
trúi minnihlutans lagði fram til-
lögu um að gert yrði fundarhlé
þar sem fulltrúar minnihluta og
meirihluta settust niður til að
vinna að sameiginlegri bókun.
Eftir stuttan fund náðist sátt um
bókun sem samþykkt var með
öllum greiddum atkvæðum.
Bókun bæjarstjórnar Reykjanes-
bæjar:
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar lýsir
áhyggjum af fjöldauppsögnum
Varnarliðsins á Keflavíkurflug-
velli enda er hér gengið mun
lengra en í eðlilegum hagræðing-
araðgerðum. Þá virðist vinnu-
brögðum við uppsagnir vera
verulega ábótavant og óviðun-
andi sú óvissa sem áfram er
sköpuð þrátt fyrir fyrirliggjandi
uppsagnir. Mikilvægt er að leita
allra leiða til að draga úr þeim til-
finningalegu og félagslegu erfið-
leikum sem atvinnuuppsögn við
þessar aðstæður veldur. Bæjar-
stjórn telur brýnt að flýta niður-
stöðu í viðræðum við íslensk
stjórnvöld um atvinnumál á
svæðinu. Jafnframt er nauðsyn-
legt að formlegar viðræður verði
teknar upp við ríkisstjórn Íslands
um viðbrögð við þeim uppsögn-
um sem nú þegar hafa komið
fram.
Björk Guðjónsdóttir, Árni Sig-
fússon, Böðvar Jónsson, Guð-
brandur Einarsson, Kjartan M.
Kjartansson, Sveindís Valdi-
marsdóttir, Jóhann Geirdal, Sig-
ríður J. Jóhannesdóttir, Ólafur
Thordersen, Garðar K.Vil-
hjálmsson, Ríkharður Ibsen.
Hart tekist á í bæjar-
stjórn vegna upp-
sagna varnarliðsins
Georg Brynjars-
son endurkjör-
inn formaður
Heimis
Aðalfundur Félagsungra sjálfstæðis-manna í Reykjanes-
bæ var haldinn 31. október
í Sjálfstæðishúsinu í Njarð-
vík. Sérstakur heiðursgest-
ur var Guðjón Hjörleifsson,
alþingismaður. Georg
Brynjarsson var endurkjör-
inn formaður félagsins. Í
stjórn félagsins voru kjörin
þau Árni Árnason, Rúnar
Sigurvinsson, Hildur Bær-
ingsdóttir, Björgvin Árna-
son og Andri Örn Víðisson.
Í varastjórn voru kjörin
þau Pétur Örn Helgason,
Kristján Pétur Kristjáns-
son, Erla María Andrés-
dóttir, Haukur Skúlason og
Sigurjón Arnarsson.
Grétar Mar tek-
ur sæti á Alþingi
Íupphafi þingfundar áþriðjudag tók varamað-ur Frjálslynda flokksins
sæti á Alþingi, Grétar Mar
Jónsson, fyrir Magnús Þór
Hafsteinsson, sem fer í þrig-
gja mánaða fæðingarorlof.
Grétar Mar hefur ekki
áður tekið sæti á Alþingi.
➤ S T J Ó R N M Á LGuðni Emilsson sundmaður úr ÍRB setti umsl. helgi nýtt og glæsileg Íslandsmet í 100mfjórsundi. Guðni keppir í flokki 13- 14 ára
og á núna orðið fjögur met í þeim aldursflokki. Ef
hann heldur áfram á sömu braut þá er hann líkleg-
ur til að verða einn af framtíðar sundmönnum ís-
lands. Sannarlega efnilegur sundmaður þar á ferð.
VF 45. tbl. 2003 hbb 5.11.2003 15:15 Page 16