Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.11.2003, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 06.11.2003, Blaðsíða 12
B irgitta Rún Birgisdóttirer Kryddstúlka Qmen2003. Þrettán stúlkur mættu í tískumyndatöku hjá tímaritinu Qmen, sem er fylgi- blað Tímarits Víkurfrétta, TVF. Lesendur vf.is á Netinu og sýningargestir á ljósmynda- sýningu Víkurfrétta á Ljósa- nótt gátu kosið um Qmen- stúlkuna. Þátttaka í kosning- unni var mjög góð en vel á annað þúsund atkvæði voru greidd, bæði rafrænt og á kjör- stað á Ljósanótt. Birgitta Rún var hlutskörpust í kjörinu og fær titilinn Kryddstúlkan 2003, en Qmen [kúmen] er eitt af íslensku kryddunum. Birgitta Rún fer ekki tómhent frá kjörinu, því hún fær úttekt- ir upp á 10.000 kr. frá Mangó, 10.000 kr. frá Kóda, 5.000 kr. frá Skóbúðinni og hársnyrti- vörur frá Elegans. Birgitta fær einnig tískumyndatöku frá ljósmyndurum Qmen. Þá fær húnj einnig lúxus andlitsbað frá Snyrtistofu Huldu. Í jólablaði Víkurfrétta mun birtast myndasyrpa af Kúmenstúlku VF 2003. 12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Nemendur í Frístunda-skóla Reykjanesbæjartóku vel á móti bæjar- stjóranum sínum sem var í skoðunarferð um alla skólana í dag. Þar kynnti hann sér að- stöðu Frístundaskólans í hverj- um grunnskóla og það starf sem þar fer fram en alls eru nú um 180 nemendur í skólanum. Starfsmönnum var nýverið fjölg- að um þrjá og starfa því þrír leið- beinendur í hverjum skóla í 50% starfshlutfalli eða 12 alls auk tveggja umsjónarmanna. „Ertu forsetinn“ spurði einn áhugasamur nemandi bæjarstjór- ann sem spjallaði við nemendur og skoðaði það sem þau voru að fást við. Nemendur í Frístundaskólanum eru á aldrinum 6 - 9 ára og taka þau þátt í vísindum og listum sem og öðrum þroskandi verk- efnum en á starfstíma skólans sækja þau jafnframt sínar íþrótta- æfingar og tómstundir utan skóla. Ertu forsetinn? ➤ Q M E N - S T Ú L K A N cicco opnar 21. nóvember Birgitta Rún Birgisdóttir Kryddstúlka Qmen 2003 Qmen-mynd: tobbi@look.is Snyrtistofa Huldu VF 45. tbl. 2003 hbb 5.11.2003 14:32 Page 12

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.