Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.11.2003, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 06.11.2003, Blaðsíða 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ➤ V A R N A R L I Ð I Ð Á K E F L A V Í K U R F L U G V E L L I Fasteignamarkaður Suðurnesja - inn á öll heimili á Suðurnesjum! Sjáið fasteignaauglýsingar á blaðsíðum 22-23 í Víkurfréttum í dag Y firmenn allra deilda inn-an Varnarliðsins á Kefla-víkurflugvelli hafa síð- ustu vikur unnið að áætlana- gerð sem gerir ráð fyrir stór- felldum niðurskurði í fjár- framlögum til reksturs varnar- stöðvarinnar. Háttsettur yfir- maður innan varnarsvæðisins sem starfað hefur hjá Varnar- liðinu í áratugi sagði í samtali við Víkurfréttir að verið væri að undirbúa brottför stórs hluta Varnarliðsins. Víkurfrétt- ir hafa undir höndum gögn sem sýna niðurskurðartillögur um allt að 30%, auk þess 18% niðurskurðar sem nú þegar er í gangi og sagði yfirmaðurinn sem ekki vill láta nafns síns getið að það væri í hans huga ekki spurning um hvort leggja ætti stóran hluta starfseminnar niður, heldur hvenær skipunin komi. „Í minni tíð hafa aldrei borist fyr- irmæli um að skera niður rekst- urinn eins og nú er unnið að. Það eina sem beðið er eftir er að okk- ur verði sagt að koma tillögunum í framkvæmd. Það er verið að tala um að skera niður um 30% hjá öllum deildum og við þann niðurskurð minnkar þjónustustig- ið mjög mikið.“ Að sögn yfirmannsins er mikill uggur meðal starfsmanna og and- rúmsloftið þrungið. „Það liggur í loftinu að það er eitthvað mikið að fara að gerast, það bara veit enginn hvað það verður.“ Yfirmaðurinn segir að þegar unnið hafi verið að niðurskurðar- tillögum sem rekja má til nýaf- staðinna uppsagna þá hafi komið skýr fyrirmæli frá æðstu yfir- mönnum Varnarliðsins að segja ætti upp fólki. „Þegar unnið var að niðurskurði um þessi 18% unnu yfirmenn niðurskurðartil- lögur sem miðuðu að hagræð- ingu í rekstri. Það síðasta sem yf- irmenn vilja gera er að grípa til uppsagna. En þegar búið var að skila inn tillögum að niðurskurði var þeim tjáð að þeir ættu að segja upp fólki, það væri ekki nægjanlegt að koma með tillögur að hagræðingu í rekstrinum. Ég veit til þess að einum þeirra sem vann að niðurskurðartillögunum var sagt af einum æðsta yfir- manni Varnarliðsins að þeir vildu sjá hausa fjúka.“ Yfirmaðurinn er mjög ósáttur við hvernig staðið er að málum innan Varnarliðsins. „Það er öm- urlegt hvernig komið er fram við starfsfólkið hér. Margir þeirra sem sagt var upp störfum hafa unnið mjög lengi hjá Varnarlið- inu og framkoma yfirmanna í þeirra garð er ógeðfelld. Ég vildi koma þessum upplýsingum á framfæri til fjölmiðla einungis vegna þess að ég vil að stjórn- völd fái ráðrúm til að bregðast við, því eins og ég segi þá lít ég þannig á málin að það sé bara spurning um hvenær meginhluti starfsemi Varnarliðsins verði fluttur burt.“ ■ Nýjustu fréttir á vf.is Heimsreisufararnir hittu Harold úr Nágrönnum Heimsreisufararnir Hemmi og Maggi eru nú komnir til Fiji eyja, en í nýjasta pistlinum hafa þeir lagt Taíland, Ástralíu og Nýja Sjáland að baki. Þeir félagar eru alltaf jafn hressir og lenda í ævintýrum sem okkur Íslendingum þykja fram- andleg. Í pistli númer 10 skrifa þeir ferðasöguna á sinn einstaka hátt þar sem tilfinningar blandast upplifunum félaganna. Í Ástralíu hittu þeir m.a. Harold úr hinum vinsælu þáttum Nágrannar sem sýndir hafa verið á Stöð 2 um árabil. Á myndinni virðist fara vel á með þeim félögum. Heimsreisusíða Magga og Hemma á vf.is/heimsreisa Áætlanir um stórfelldan niðurskurð hjá Varnarliðinu Innanlandsflug til og frá Keflavík I nnanlandsflug til Kefla-víkur er hafið á vegumFlugfélags Íslands. Flog- ið er tvisvar í viku með far- þega frá Egilsstöðum og Ak- ureyri á fimmtudögum og sunnudögum. Sömu daga er hægt að nýta sér flugið frá Keflavík en það er kl .17 og er flogið fyrst til Egilsstaða og lendir þar um kl.18 og fer þaðan kl. 18.30 til Akur- eyrar. Jón Karl Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Ís- lands segir tímasetningarnar miðaðar við möguleg tengi- flug við útlönd. Gert er ráð fyrir að fjölga ferðum ef við- brögð verði góð. Jón segir ástæðuna fyrir þessari nýjung óskir fjölmargra viðskipta- vina að komast beint til Keflavíkur án þess að þurfa að koma við í Reykjavík sem stytti ferðatímann verulega. Fyrstu viðbrögð frá því flugið hófst 26. okt. eru mjög góð. Herrakvöld knattspyrnu- deildar Keflavíkur verður haldið 14. nóvember í KK salnum. Síðast var mjög gaman, nú verður enn betra og flottara, flottir skemmtikraftar. Miðapantanir í síma 893 4414 eða 892 8058. Dagskrá: Húsið opnar kl. 19. Borðahald hefst kl. 20. Ræðumaður og skemmtikraftar. Sjafnarvellir 2, Keflavík Mjög gott parhús með 3 svefn- herb, flísar og eikar parket á gólfum. Góð eign á vinsælum stað. Hagstæð lán áhvílandi. 13.700.000,- Fasteignasalan Ásberg, sími 421 1420 Iðavellir 2, Grindavík Huggulegt 113 m2 parhús ásamt 36 m2 bílskúr. Parket og flísar á gólfum, góðar innréttingar. 14.500.000.- Eignamiðlun Suðurnesja Sími 421 1700 Tjarnargata 6, I-Njarðvík Töluvert endurn. 6 herb. ein- býli samtals 215,9m2, hæð 114,2m2, sólhús 20m2, kjallara 48,2m2 og bílskúr 33,5m2. 12.900.000,- Fasteignasala G.Ó. sími 421 8111 Heiðarbraut 7, Garði Um 121m2 einbýli ásamt 35m2 bílskúr, 3 svefnh. Laust fljótlega. 11.500.000,- Fasteignasalan Stuðlaberg sími 420 4000 VF 45. tbl. 2003 hbb 5.11.2003 14:23 Page 2

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.