Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.02.2004, Síða 14

Víkurfréttir - 19.02.2004, Síða 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Gunnar Stefánsson for-maður björgunarsveit-arinnar Suðurnes gaf krökkum í 4. bekk Njarðvíkur- skóla í dag bækur um Geimál- finn frá Varslys, sem er lífs- leiknisnámsefni um slys og slysavarnir. Krakkarnir í 4. bekk voru ánægðir með gjöf- ina, en Björgunarsveitin Suð- urnes mun afhenda bókina krökkum í 4. bekk í öllum skólum í Reykjanesbæ. Um þessar mundir eru flestar einingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar að gefa grunnskól- um landsins námsefnið Geimálf- urinn frá Varslys, lífsleiknináms- efni um slys og slysavarnir. Efn- ið er ætlað nemendum í 4., 5. og 6. bekk og helsta markmið þess er að draga úr slysum á börnum og unglingum auk þess að efla samstarf heimila og skóla í slysa- vörnum. Geimálfur frá plánetunni Varslys brotlendir á Íslandi. Hann áttar sig illa á þeim hættum sem steðja hér að honum úr ýmsum áttum. Nemendur fylgjast með þrauta- göngu hans og vinna mörg og ólík verkefni. Í námsefninu og kennsluleiðbeiningum er töluvert um ábendingar á gott efni á vefn- um og er tilgangurinn í senn að ýta undir sjálfstæða þekkingar- leit, nemenda og kennara, og að benda á skemmtilegar síður með leikjum, þrautum og þjónustu sem tengist efninu. Þemaheftin eru 6 talsins og fjalla um ýmsar hættur í umhverfinu s.s. í tengsl- um við ár, höf og vötn, rafmagn og opinn eld, umferðina og hættuleg efni sem víða er að finna. Heftunum fylgir kennara- handbók og safndiskur með myndskeiðum en í tengslum við námsefnið verður fljótlega opn- aður vefurinn geimalfurinn.is A lls mættu 180 gestir ánýárstónleika Tónlistar-félags Reykjanesbæjar sem haldnir voru sl. föstudags- kvöld í Listasafni Reykjanes- bæjar. Fram komu Tríó Reykjavíkur ásamt stórsöngvurunum Diddú og Bergþóri Pálssyni sem brugðu á leik við mikla kátínu gesta. Má þar nefna hinn misskilda selló- snilling Álfheiði Jóndóttur eða Álu og eitthvað voru gleraugu fiðluleikarans skrítin í einu atrið- inu. Boðið var upp á Vínartónlist, sígaunatónlist og tónlist úr þekkt- um söngleikjum. Sérstakur hátíð- arbragur var yfir tónleikunum og var boðið upp á hvítvín og kon- fekt í hléi þar sem gestir gátu um leið virt fyrir sér bátasýningu Gríms Karlssonar í hliðarsal Listasafnsins. Tónlistarfélagið hyggst halda fleiri metnaðarfulla tónleika á ár- inu og eru tvennir fyrirhugaðir fram að vori. ➤ B J Ö R G U N A R S V E I T I N S U Ð U R N E S ➤ D U U S - H Ú S I N Geimálfurinn frá Varslys gefinn í Njarðvíkurskóla Gunnar Stefánsson ásamt nemendum og kennurum í 4. SH í Njarðvíkurskóla. Vel heppnaðir nýárstónleikar Tónlistarfélags Reykjanesbæjar Frá tónleikunum á föstudagskvöld. VF-MYND: JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON 8. tbl. 2004 umbrot hbb 18.2.2004 13:55 Page 14

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.