Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.02.2004, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 19.02.2004, Blaðsíða 16
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Hvernig hefur verið að starfa sem forseti bæjarstjórnar? Starfið er mjög skemmtilegt og um leið er mikil ábyrgð fólgin í því . Fyrir manneskju sem hefur verið lengi starfandi í stjórnmál- um er það mjög gefandi að fá tækifæri til að sinna þessu emb- ætti. Finnst þér að þínar hugsjónir nái fram að ganga í gegnum starfið í bæjarpólitíkinni? Já mér finnst það. Með þátttöku í bæjarmálum hefur mér gefist tækifæri til að hafa áhrif á það samfélag sem við búum í hér í Reykjanesbæ. Er það að hvetja þig áfram? Auðvitað er það hvatning. Það er náttúrulega gaman að sjá mál sem maður hefur haft áhuga á í gegnum tíðina verða að veru- leika. Er það mikil vinna að starfa sem forseti bæjarstjórnar? Það er meiri vinna að vera forseti en bæjarfulltrúi og ótrúlega tíma- frekt. Það koma tímabil þar sem meira er að gera og svo koma einnig tímabil þar sem minna er að gerast. Í hverju felst þessi vinna helst? Forseti bæjarstjórnar stýrir bæjar- stjórnarfundum og gætir að allt sé gert samkvæmt bæjarmála- samþykktum og sveitarstjórnar- lögum. Ég fylgist einnig með dagskránni sem send er til bæjar- fulltrúa. Ég kem fram fyrir bæj- arins hönd við ýmis tækifæri m.a. móttökur og aðra atburði á vegum bæjarins. Það er stundum sagt að embættið sé „andlit“ bæj- arins út á við. Hvernig er að starfa með meirihlutanum. Er hann sam- hentur í málum? Já mér hefur alltaf fundist meiri- hlutinn vera mjög samhentur. Þetta er fyrirtaksfólk allt saman upp til hópa sem hefur valist í meirihluta sem ég hef starfað í. Ef ég tala um þann meirihluta sem situr núna þá berum við mjög mikið traust hvert til ann- ars. Finnst þér þátttaka kvenna í pólitík næg hér á Suðurnesj- um? Nei mér finnst það ekki. Ég hef setið í bæjarstjórn þar sem voru fimm konur. Á síðasta kjörtíma- bili voru tvær konur í bæjarstjórn en það fjölgaði sem betur fer um eina konu í síðustu kosningum. Mér finnast konur sýna það frek- ar en hitt að þær hafi ekki áhuga á pólitísku starfi og það finnst mér miður. Hvernig er að takast á við þessi erfiðu mál sem koma upp inn- an bæjarstjórnar, t.d. hækkun leikskólagjalda? Það er mismunandi hvernig mað- ur tekur þessi mál inn á sig. Hækkun leikskólagjalda bitnar t.d. á ungu fólki með börn og maður tekur þá umræðu meira inn á sig heldur en mörg önnur mál. En þetta er hlutur sem mað- ur venst og það verður að taka á hverri umræðu fyrir sig á meðan hún stendur og leggja hana til hliðar þegar búið er að fara í gegnum málið. Ertu fylgjandi hækkun leik- skólagjaldanna? Ég tel að hækkunin hafi verið nauðsynleg. Við komum töluvert til móts við þá sem nýta þessa þjónustu t.d. með auknum systk- inaafslætti og ef annað foreldrið er í fullu dagnámi. Ég er sam- mála því að það er eðlilegt að miða við að foreldrar greiði 1/3 hluta kostnaðar og bærinn 2/3. Framkvæmdir við Hafnargöt- una hafa verið töluvert gagn- rýndar af íbúum bæjarins á sama tíma og leikskóla- og fasteignagjöld hækka. Hvað finnst þér um þessa gagnrýni? Ég tel að það sé ekki hægt að blanda þessum tveimur málum saman. Ég er búin að vera lengi í pólitíkinni og Hafnargatan hefur alltaf verið stórt mál í kosninga- baráttu og mikill þrýstingur um að hefja framkvæmdir. Við ákváðum á sínum tíma að taka gamla bæinn í gegn og fara síðan í Hafnargötuna og það var komið að því að efna loforð. Mér finnst stórkostlegt að sjá breytingarnar á Hafnargötunni og ég held að þær eigi eftir að skila sér í auk- inni verslun og þjónustu við göt- una og að íbúarnir verði bæði ánægðir og stoltir með nýja Hafnargötu. Helguvíkurframkvæmdirnar hafa verið töluvert í umræð- unni og sá orðrómur hefur ver- ið lífseigur meðal íbúa Reykja- nesbæjar að Stálpípuverk- smiðjan væri farin út af borð- inu. Hvernig lítur þú á það mál? Ég hef auðvitað heyrt þessar sög- ur líka. Það er ekkert í stöðunni sem segir að þetta verkefni sé út af borðinu. Eftir því sem ég best veit lítur málið ekki illa út en fjármögnun tekur tíma. Öll stór verkefni taka lengri tíma að verða að veruleika en gert er ráð fyrir. Ég vona svo sannarlega að þessi verksmiðja muni rísa. „Mér líður bara mjög vel með þá staðreynd að vera orðin fimmtug,“ sagði Björk Guðjónsdóttir forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar þegar blaðamaður Víkurfrétta heimsótti hana á Háteiginn á dögunum. Björk hélt glæsilega afmælis- veislu í Duus-húsum um miðjan janúar, sama kvöld og úrslitakvöld Idol stjörnuleitar var haldið og sama kvöld og allt varð ófært á Suðurnesjum í fyrsta eiginlega óveðri vetrarins. Björk afþakkaði allar persónulegar gjafir, en benti af- mælisgestum á að láta af hendi rakna peninga í söfnunarbauk fyrir Tónlistarfélag Reykjanesbæjar sem nýlega var endurvakið. „Ég tel mig ekki skorta neitt og mér fannst þetta kjörin leið til að styðja við bakið á Tónlistarfélaginu, en ég er mikil unnandi klassískrar tónlistar,“ segir Björk en pólitíkin skipar einnig stóran sess í hennar lífi. Árið 1986 tók hún fyrst sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar, en kjörtímabilið sem hún situr núna í bæjar- stjórn er það fjórða í röðinni. Björk hefur gegnt starfi forseta bæjarstjórnar frá síðustu kosningum og henni líkar emb- ættið vel. Samhliða starfi sínu sem forseti bæjarstjórnar starfar Björk í eigin fyrirtæki, Vínheimum sem tvær fjölskyld- ur reka og segir hún það samræmast hinu pólitíska starfi vel. Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í viðtali: Svipmyndir úr afmæli Bjarkar í Listasafni Reykjanesbæjar FRÚ FORSETI 8. tbl. 2004 umbrot hbb 18.2.2004 15:34 Page 16

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.