Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.02.2004, Side 23

Víkurfréttir - 19.02.2004, Side 23
VÍKURFRÉTTIR I 8. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 19. FEBRÚAR 2004 I 23 Fannar á batavegi Fannar Ólafsson mættiá sína fyrstu æfingueftir puttabrot og and- litsmeiðsl á mánudaginn. Hann hefur verið frá æfing- um frá því hann meiddist í leik gegn ÍR í síðasta mán- uði, og virðist hafa náð sér vel af fingurmeiðslunum samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu Kefla- víkur.Andlitssár Fannars eru einnig að gróa og gera Keflavíkingar ráð fyrir að Fannar verði orðinn leikfær fyrir stórleikinn gegn Grindavík á föstudaginn og munar um minna þar sem Fannar er enginn meðalleik- maður eins og Falur Harð- arson, þjálfari og leikmaður Keflvíkinga, hafði á orði. Falur sjálfur er hins vegar ekki orðinn góður af hné- meiðslum sem hafa plagað hann síðan 16. desember og verður því miður að bíða á hliðarlínunni enn um sinn. Logi kominn á kreik N jarðvíkingurinn LogiGunnarsson skoraði3 stig fyrir Giessen 46ers í þýsku 1. deildinni í körfubolta um síðustu helgi. Leikurinn tapaðist naum- lega, 100-103, en þetta var fyrsti leikur Loga frá því í nóvember þegar hann fór tvisvar úr axlarlið með stut- tu millibili. Eftir tapið er Giessen í neðsta sæti deild- arinnar, en liðið skipti um þjálfara eftir tapið. M ikið gekk á í körfunni ísíðustu viku þar semskiptust á skin og skúrir hjá liðunum. Í Intersport-deildinni hlupu Njarðvíkingar og Keflvíkingar ansi illa á sig þar sem þeir töp- uðu gegn andstæðingum sem voru fyrirfram álitnir síðri. Njarðvíkingar geta kennt slökum sóknarleik um pínlegt tap gegn frísku liði Breiðabliks í Ljóna- gryfjunni, en Keflvíkingar léku sinn alversta leik í vetur í tapi gegn Tindastóli á Króknum. Njarðvíkingar unnu þó góðan sigur á ÍR á fimmtudaginn, en leik Keflavíkur og KFÍ var frestað tvisvar í vikunni vegna veðurs og hefur verið settur á laugardaginn.. Grindvíkingar áttu betra gengi að fagna í vikunni ár sem þeir unnu báða sína leiki. Sigur þeirra gegn KR á útivelli var einn af þeirra betri leikjum í vetur, en þeir áttu í basli með botnlið Þórs, en höfðu betur á endanum og halda enn í við Snæfellingana á toppi deild- arinnar Í 1. deild kvenna virðast Kefla- víkurstúlkur vera að tryggja sér deildarmeistaratitilinn því þar er erfitt að sjá hvaða lið gæti staðist þeim snúning úr þessu. Þær unnu tvo góða sigra í vikunni, fyrst gegn Grindvíkingum í spennandi og skemmtilegum leik, og svo rústuðu þær botnlið ÍR, sem virð- ist öruggt með að falla niður um deild á nýjan leik. Njarðvíkingar eiga enn eftir að finna taktinn eftir áramót og voru ákaflega ósannfærandi í leik sínum gegn ÍS þar sem ekkert gekk upp hjá þeim. Nú virðist aðalspennan í deildinni snúast um hvort það verði Grindavík eða Njarðvík sem fylgir Keflavík, ÍS og KR upp í undanúrslitin og gætu lín- urnar skýrst eftir innbyrðisleik liðanna sem fór fram í gær, eftir að þetta blað fór í prentun. KR-GRINDAVÍK 90-104 Gri: Darrel Lewis 38, Páll Axel Vilbergsson 29. KR: Josh Murray 41/15, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 12. ÍR-NJARÐVÍK 90-102 ÍR: Maurice Ingram 27/17, Eiríkur Önundarson 20, Eugene Christopher 16. Nja: Páll Kristinsson 31, Brenton Birmingham 22, Friðrik Stefánsson 19. TINDASTÓLL-KEFLAVÍK 105-81 Kef: Nick Bradford 23/10, Derrick Allen 22. Tin: Cook 33, Sanders 24, Boyd 21/15. NJARÐVÍK-BREIÐABLIK 86-91 Nja: Páll Kristinsson 25/12, Brandon Woudstra 25, Friðrik Stefánsson 11. Bre: Williams 36, Virijevic 18, Pálmi Sigurgeirsson 17. GRINDAVÍK-ÞÓR 88-81 Gri: Páll Axel 26, Darrel Lewis 25/14, Jackie Rogers 15/11. Þór: Brisport 24/15, Hodgson 23/10, Brown 20. Staðan: 1. Snæfell 18 15 3 30 2. Grindavík 18 15 3 30 3. Keflavík 17 11 6 22 4. Njarðvík 18 11 7 22 5. Haukar 18 11 7 22 6. KR 18 10 8 20 7. Hamar 18 9 9 18 8.Tindastóll 18 9 9 18 9. ÍR 18 5 13 10 10. Breiðablik 18 4 14 8 11. KFÍ 17 4 13 8 12. Þór Þorl. 18 3 15 6 GRINDAVÍK-KEFLAVÍK 72-79 Gri: Kesha Tardy 37/17, Sólveig Gunnlaugsdóttir 11. Kef: Birna Valgarðsdóttir 36, Erla Þorsteinsdóttir 13, María Ben Er- lingsdóttir 10. ÍS-NJARÐVÍK 60-39 Nja: Eva Stefánsdóttir 12, Guðrún Karlsdóttir 10/10. ÍS: Alda Leif Jónsdóttir 20/16/8, Svandís Sigurðardóttir 12/17. ÍR-KEFLAVÍK 36-91 Kef: Erla Þorsteins 15/18, Anna María 13/10, Birna 13. ÍR: Kristrún Sigurjónsdóttir 11/11 Staðan: 1. Keflavík 17 14 3 28 2. ÍS 17 12 5 24 3. KR 17 10 7 20 4. Grindavík 16 6 10 12 5. Njarðvík 16 6 10 12 6. ÍR 17 2 15 4 ■ 1. DEILD KVENNA Í KÖRFUKNATTLEIK ■ INTERSPORT-DEILD KARLA Í KÖRFUKNATTLEIK PÍNLEGT TAP UMFN Umkringdur! ... og Keflavík lék sinn alversta leik í vetur gegn Tindastóli og tapaði stórt VF-MYND: ÞORGILS JÓNSSON 8. tbl. 2004 umbrot hbb 18.2.2004 14:03 Page 23

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.