Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.02.2004, Side 24

Víkurfréttir - 19.02.2004, Side 24
24 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Umsjón: Þorgils Jónsson • sími 868 7712 sport@vf.issportið Nokkur síðustu ár höf-um við staðið frammifyrir þeirri staðreynd að nemendur hér hafa ekki náð sama árangri í sam- ræmdum prófum grunnskól- ans og í flestum öðrum byggðarlögum. Bæjaryfirvöld hafa lagt áherslu á að þessu þurfi að breyta og að mikill áhugi og góður vilji til þess arna sé innan fræðsluráðs, hjá skólunum og meðal for- eldra. Við eigum á að skipa góðu og glæsilegu skólahús- næði, vel búnu tækjum og tól- um til kennslu. Æ fleira ungt fólk sækir í kennaranám og vonandi fáum við að njóta starfskrafta þeirra hér að námi loknu. En það eitt og sér dugar ekki til árangurs í skólastarfi. Ýmislegt getur staðið skólastarfi fyrir þrifum s.s. viðhorf til náms, menntunar og skóla, fjöldi rétt- indalausra og reynslulítilla kennara, stórir blandaðir bekkir þar sem námsgeta og áhugi er á skalanum frá núlli upp í tíu. Ef við viljum virkilega og af einurð vinna að jákvæðum breytingum í skólastarfinu tel ég að við verðum að horfast í augu við staðreyndir sem lengi hafa blasað við en fáir þorað að taka á. Það liggur í augum uppi að einn kennari - hversu fær og menntaður sem hann er - getur aldrei „kennt/sinnt“ 30 mis- munandi nemendum í bekk svo vel sé. Nemendum með ólíkar þarfir, ólíka námsgetu, ólíkar væntingar til skólans og náms- ins, ólík áhugasvið, ólíkt bak- land. Niðurstaðan verður oftast sú að enginn nemandi fær í raun þá þjónustu sem honum ber og hann þarfnast. Góðu nemendurnir eru afskiptir og fá ekki verkefni við hæfi. Þeir komast upp með það að ganga vel í náminu og fá góðar einkunnir án þess að þurfa mik- ið fyrir því að hafa. Skólinn veitir þeim ekki tækifæri til að reyna virkilega á sig í náminu og tileinka sér vinnulag sem gagnast í öllu námi bæði nú og til framtíðar. Nám er jú ekkert nema vinna, þrotlaus vinna og gott skipulag. Vinnufælnu, áhugalausu nemendurnir kom- ast upp með að vera latir og áhugalausir og þeir sem eiga af einhverjum ástæðum við námsörðugleika að stríða, eru seinfærir fá ekki þá aðstoð sem þeir í reynd þyrftu til að þeim geti liðið vel í skólanum. Góðu nemendurnir eru gjarna litnir hornauga og kallaðir „nördar“, „proffar“ og „lúðar“ og nem- endur með námsörðugleika finna oft sárt fyrir vanmætti sínum við hlið þeirra sem meira mega sín. Starfið í kennslustof- unni verður einhvers konar miðjumoð sem kemur engum að fullu gagni. Ég efast ekki um vilja allra sem að skólamálum standa til að efla skólastarfið og skapa góð- an, kröftugan og metnaðarfull- an skóla. Þess vegna á ég bágt með að skilja þessa tregðu í skólakerfinu. Ég sem foreldri og kennari vil sýna áhuga minn á skólamálum í verki og koma með tillögu. Tillagan felst í að getuskipta 9. og 10. bekk í þeim greinum sem teknar eru til sam- ræmds prófs en blanda hópun- um í öðrum greinum. Getu- skipting - sem nánast hefur ver- ið bannfært orð í munni skóla- fólks í 30 ár - gæti komið öllum til góða. Ég segi og skrifa öll- um. Ég blæs fullkomlega á þau rök að getuskipting sé slæm fyrir sjálfsmynd nemenda. Seinfær nemandi veit að hann er seinfær hvar í hópi sem hann stendur og finnur ekki hvað síst til vanmáttar síns í hópi getu- meiri nemenda Í hópi jafningja hefur hann tækifæri til að vera góður, jafnvel bestur. - Getu- mestu, áhugasömustu og vinnu- sömustu nemendurnir fengju loks að glíma við verðug, ögrandi verkefni. Þeir þyrftu að leggja sig fram og tileinka sér skipulögð vinnubrögð til að ná árangri. Þeir þyrftu ekki lengur að fara með það sem mannsmorð að þeir hefðu metnað til að standa sig vel í skólanum. Þeir þyrftu ekki lengur að liggja undir ámæli fyrir áhuga og metnað í nám- inu. - Vinnufælnu, áhugalausu nemendurnir fengju aðhald, at- hygli og uppörvun til að sýna hvað í þeim býr í reynd og myndu eflast mjög í náminu. Sjálfsmyndin myndi styrkjast og þeim yrði það leikur að læra. Viðhorf þeirra til skólans og námsins myndi örugglega verða jákvæðara. - Þeir nemendur sem eiga við námsörðugleika að stríða fengju alla þá aðstoð sem þeir þyrftu á að halda og myndu örugglega njóta sín bet- ur í skólaumhverfinu. Ef við erum í raun ákveðin í að snúa þróuninni við með sam- eiginlegu átaki þá er allt hægt. Þetta er bara framkvæmdarat- riði. Ég er sannfærð um að þessi tilraun, yrði hún gerð, myndi bæta árangurinn, efla metnað, auka námsgleði og vellíðan nemenda í skólanum. Með kærri kveðju. Jórunn Tómasdóttir Vatnsholti 5c 230 Keflavík Getuskipting M inningarmót RagnarsMargeirssonar fórfram í Reykjaneshöll- inni laugardaginn 14. febrúar. Leikið var á litlum völlum þar sem 6 leikmenn voru í liði og var 30 ára aldurstakmark í mótið. Þátttökulið voru 8 tals- ins: Keflavík 1, Keflavík 2, Keflavík´97 (Bikarmeistaralið Keflavíkur frá 1997), Haukar, Víðir, Grindavík, Njarðvík og Kjallarinn. Heimasíða Kefla- víkur gat þess að gaman hefði verið fá fleiri lið í mótið þar sem þeir eru margir sem léku með Ragnari Margeirssyni í gegnum tíðina, en þeir vona að fleiri mæti að ári. Ragnar lék sem kunnugt er með Keflavík, Fram og KR hér á landi auk þess að leika með erlendum liðum. Hann lék einnig 46 A- landsleiki. Þetta er í annað sinn sem mótið fer fram og voru þátt- takendur glaðir í mótslok enda alltaf gaman þegar gamlir knatt- spyrnukappar hittast og þá eru gjarnan gömul og skemmtileg af- rek rifjuð upp! Leikar fóru þannig að Keflavík ´97 sigraði mjög sannfærandi, en þeir sigruðu Kjallarann í úrslita- leik mótsins. S íðastliðinn föstudag sagðistjórn knattspyrnudeild-ar Keflavíkur fram- kvæmdastjóra sínum, Jóni Pétri Róbertssyni, upp störf- um, en hann hafði einnig þjálf- að 2. flokk karla hjá félaginu. Jón Pétur hafði aðeins starfað hjá deildinni í stuttan tíma, eða frá 15. október síðastliðnum, og vildi ekkert láta hafa eftir sér í samtali við Víkurfréttir nema að hann væri niðurbrotinn maður eftir uppsögnina. Rúnar Arnar- son, formaður knattspyrnudeild- arinnar vildi ekki láta hafa neitt eftir sér í þessu máli, en heim- ildamenn Víkurfrétta fullyrða að ástæða uppsagnarinnar hafi verið trúnaðarbrestur milli Jóns Pétur og stjórnarinnar. Knattspyrnuvertíðin að hefjast: Deildar- bikarinn um næstu helgi Um næstu helgi hefst fyrs-ta mót leiktíðarinnarþegar Deildarbikarinn fer í gang. Á laugardaginn eigast Þór og Grindavík við í Boganum á Ak- ureyri ásamt því sem Njarðvík- ingar munu mæta Íslandsmeist- urum KR í Egilshöll. Keflavík leikur við Þrótt Reykjavík í Reykjaneshöllinni á sunnudag- inn. LJÓSMYND: SÝN Niðurstaðan verður oftast sú að enginn nemandi fær í raun þá þjónustu sem honum ber og hann þarfnast. Um síðustu helgi kepptufjórir Suðurnesjamenn íhnefaleikum í Dan- mörku og sigraði Árni Jónsson í sínum fyrsta bardaga. Bar- dagi Heiðars Arnar Sverrisson- ar var stöðvaður í þriðju lotu og tapaði hann sínum bardaga. Sara Ómarsdóttir tapaði sín- um bardaga með naumindum en keppinautur Tómasar Guð- mundssonar var veikur og því keppti hann ekki. Vikar Karl Sigurjónsson úr Keflavík tap- aði bardaga sínum, en hann keppti við hnefaleikamann sem er tveimur þyngdarflokkum fyrir ofan hann. „Andstæðingurinn sem Vikar átti að keppa við féll út og sá sem hann barðist við var tveimur þyngdarflokkum fyrir ofan hann. Það var annaðhvort fyrir Vikar að taka þennan bardaga eða fá engan og því völdum við fyrri kostinn. Hann lét það ekkert á sig fá þó að 97 kílóa tattóverað skrímsli hafi birst í hringnum. Hann tók bara á móti honum,“ sagði Guðjón Vilhelm forsvars- maður Hnefaleikafélags Reykja- ness í samtali við Víkurfréttir. Keppni Hnefaleikafélags Reykja- ness í Danmörku er hluti af und- irbúningi fyrir væntanlega kepp- ni sem fram fer í mars þar sem tekið verður á móti liði Reykvík- inga og er stefnt að því að keppn- in fari fram í Ljónagryfjunni. M I N N I N G A R M Ó T R A G N A R S M A R G E I R S S O N A R SANNFÆRANDI SIGUR KEFLAVÍKUR ‘97 Framkvæmdastjóranum sagt upp K N AT T S P Y R N U D E I L D K E F L A V Í K U R Boxkeppni í Ljóna- gryfjunni í mars www.vinalinan.is VINA- LÍNAN Ert þú einmana? Ertu í vanda? Vinalínan, ókeypis símaþjónusta fyrir 18 ára og eldri, er opin á hverju kvöldi frá 20–23. 100% trúnaði heitið. 8. tbl. 2004 umbrot hbb 18.2.2004 14:07 Page 24

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.