Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.02.2004, Síða 25

Víkurfréttir - 19.02.2004, Síða 25
FRÉTTASÍMINN 898 2222 Vaktaður allan sólarhringinn! VÍKURFRÉTTIR I 8. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 19. FEBRÚAR 2004 I 25 ➤ E l í a s K r i s t j á n s s o n , fo r e l d r i o g á h u ga m a ð u r u m f í k n i e f n a fo r va r n i r, s k r i f a r : Nýjustu rannsóknir breskra vísindamanna sýna að: Börn hætta andlegri heilsu sinni með notkun kannabisefna og tóbaks, auk neyslu áfengis. Samkvæmt nýbirtri rann- sókn á Bretlandseyjum kemur fram að ungmenni, allt nið- ur að þrettán ára aldri, sem játað hafa reglulega notkun kannabisefna og tóbaks eru sjö sinnum líklegri til að verða fyrir andlegum röskunum að áliti sérfræðinga. Drykkja enn yngri barna leiðir svo aftur til tvöfallt meiri líkinda til að eiga við andlegar raskanir, síðar á lífsleiðinni. Við sérstakar þunglyndisaðstæður, eiga börn sem neyta kannabis og eða áfengis, tuttugu og sex falda áhættu, miðað við aðra, við að bíða andlegt skipsbrot. Niðurstöður þessar sem voru birtar í „British Journal Psychiatry“, eru nýjustu viðvaranir sérfræðinga við áhrif- um kannabis á heila ungmenna. Aðrar rannsóknir útgefn- ar á s.l. ári sýndu fram á tengsl milli kannabis og aukinnar áhættu á andlegum/geðveikislegum, heilsufars og félags- legum vandamálum ungmenna. Þetta er fyrsta rannsóknin sem framkvæmd hefur verið, með afgerandi hætti. Lækn- ar hafa nú þegar áhyggjur af aukinni áhættu á höfuð, háls og lungu með tilliti til krabbameins. Efnin hafa hærra tjöruinnihald í dag, en nokkru sinni fyrr, þ.e. þau eru talinn u.þ.b. 10 sinnum sterkari en á sjötta og sjöunda áratugnum. Þar eð þau geti innihaldið allt að 10 sinnum meira af tetrahydrocannabinol (THC). Efnið sem gerir vímuna virka, hefur áhrifin á heilann, með því að senda boð frá einni frumu til annarrar. Rof á þessu fína efnasambandi í heilanum getur valdið minnisleysi, óþreyju og öðrum ofangreindum kvillum. THC efnið í kannabisresin getur verið allt frá 1% (mjög milt) upp að 26% (mjög sterkt). Kannabisreykingar ungmenna eru stöðugt að aukast á Bretlandeyjum, samanber obinberar tölur, sem sýna að þriðji hver fimmtán ára unglingur hefur þá þegar reynt efnið. Síðustu rannsóknir Dr. Michaels Farrells og starfs- bræðra við Maudsley sjúkrahúsið í Suður London, sýndu sterk tengsl á milli notkunar tóbaks, áfengis og kannabis og andlegra/félagslegra vandamála. Óttast er að hin út- breidda notkun efnisins á meðal ungmenna geti ýtt af stað öldu geðsjúkra einstaklinga út í þjóðfélagið. Rannsökuð voru 2.624 börn, á aldrinum 13-15 ára. Foreldrar og kennarar voru einnig teknir í viðtöl. Tíunda hvert barn átti við ýmis geðræn vandamál að stríða. Fram kom að tíð notkun eins ofantalinna efna, jók áhættu á notkun hinna tveggja. Þau ungmenni sem ekki nota tóbak eru talin ólík- legri að byrja neyslu á kannabis. Upphaf kannabisneysl- unnar reyndist svo jafnvel upphaf neyslu annarra sterkari ólöglegra fikniefna (e-pillan, amfetamin,heróín.) Þau ungmenni sem bjuggu hjá einstæðum foreldrum voru tvö- fallt líklegri til að hafa reynt efnið, en þau sem komu frá foreldrum í sambúð. Dr. Farrell segir: hinir reglubundnu neytendur sem neyta allra þriggja fíkniefnanna eru stöðugt í meiri hættu á geð- heilbrigðis röskunum svo og á líkamlegum truflunum en aðrir. Telur hann mikla þörf á frekari rannsóknum þar á. Aðrar rannsóknir hafi margsannað að notkun kannabis tengist aukinni hættu á þunglyndi. Ungmennin og foreldrarnir misskilja skilaboðin! Einstakir þingmenn hafa verið gagnrýndir fyrir að tjá sig um að kannabisefnin séu ekki eins hættuleg og önnur ólögleg fíkniefni, með því að færa þau úr flokki B- í flokk með svokölluðum C-lyfjum, (þ.e. lögleg en lyfseðilsskyld lyf) s.s. steralyfja, róandi lyfja og sterkra verkjalyfja. Of- antaldar breytingar í lögum hjá bretum taka gildi í byrjun þessa árs. Nýju lögin koma til með að heimila neyslu á efninu til þeirra sem náð hafa 18 ára aldri, svo sem ef neyslan fer fram utan almenninga á heimilum. Ólöglegt teljist hins vegar athæfið, ef höndlun efnissins fer fram ut- anhúss, í nálægð barnaskólalóða, á kaffihúsum, eða á þeim stöðum þar sem almenningur kemur saman. Ung- menni undir 18 ára aldri fái hinsvegar án nokkurra undan- bragða þá sömu meðferð og tíðkast hefur komist þau í kast við yfirvöld vegna efnisins. Komið hefur fram í könnunum að gríðarleg aukning á neyslu hefur átt sér stað hjá breskum ungmennum, eftir að tilkynnt var um fyrir- hugaðar breytingar á lögum. Þar eð ungmennin og jafnvel foreldrarnir (sem eru að vísa til eigin reynslu þegar efnið var allt að tíu sinnum veikara) hafi misskilið skilaboðin með því að álykta að kannabisefnin séu sem næst hættu- laus. Samkvæmt nýjustu könnunum þá er stígandi verð- lækkun á efninu á bretlandseyjum 66 pund fyrir únsuna (1 únsa 28 gr) af kannabisresin. Stöðugt auknar sannanir eru fyrir því að örsök bílslysa megi rekja til ökumanna í kannabisvímu. Helstu skýringar stjórnvalda fyrir ofan- greindum breytingum á lögunum eru: að yfirvöld eyði nú síauknum tíma og kröftum við að eltast við kannabisefnin og neytendur þeirra á kostnað sterkari efnanna. Við ofan- greindar breytingar geti yfirvöld því einbeitt sér í ríkari mæli að öðrum hættulegri og sterkari fíkniefnum.! Elías Kristjánsson, Reykjanesbæ, foreldri og áhugamaður um fíkniefnaforvarnir Þýtt og staðfært að hluta úr bresku pressunni. Kannabisefnin allt að tíu sinnum sterkari en í tíð foreldranna! 20 daga fangelsi fyrir að nefbrjóta konu Maður um fertugt var í gær dæmdur í 20 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að slá konu í andlitið á veitingastaðnum Ránni í Keflavík þannig að hún nefbrotnaðir. Maðurinn var ákærður fyrir líkamsárás en brotið átti sér stað í október á síðasta ári. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi slegið til kon- unnar vegna móðgandi ummæla hans í hennar garð og að hann hafi átt upptökin að átökum milli hans og konunnar. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða konunni 180 þúsund krónur. Rúmlega 400 án vinnu á Suðurnesjum Alls eru 404 manns atvinnulausir á Suðurnesjum, 169 konur og 235 karlar. Á vefsíðu Svæðisvinnumiðlunar Suðurnesja eru birtar auglýs- ingar um störf í boði og eru flest störfin á sviði sjávarútvegs. Einnig er auglýst eftir aðstoðarmanni pípara og eftir verkamönnum í kjöt- vinnslu. Alls eru 29 stöðugildi í boði. Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og vinarhuga við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Sérstakar þakkir til starfsfólks D-álmu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Guð blessi ykkur öll. Stefán Egilsson, Alma Valdís Sverrisdóttir, Egill Jónsson, Ástdís Björg Stefánsdóttir, Sveinbjörn Sigurður Reynisson, Sigurður Júlíus Kristinsson, Sólborg Bjarnadóttir, Kristinn Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ágústu Kristínar Ágústsdóttur, Kirkjuvegi 11, Keflavík, 8. tbl. 2004 umbrot hbb 18.2.2004 14:04 Page 25

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.