Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2004, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 15.07.2004, Blaðsíða 17
VÍKURFRÉTTIR I 29. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 15. JÚLÍ 2004 I 17 Eldri borgarar fráReykjanesbæ tóku þátt ílandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki sem haldið var síðustu helgi. Félagsskapur sem heitir Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra stóð fyrir því að eldri ungmennafélagar tækju þátt í landsmótinu, og er þetta í fyrsta skipti sem þetta er gert. Um 200 eldri ungmenna- félagar tóku þátt víðs vegar að af landinu. Hópurinn frá Reykjanesbæ var afar sigursæll, sópaði að sér verðlaunum. Gull, silfur og brons í Pútti og gull og silfur í Boccia. Einnig tók hópurinn þátt í glæsilegri leikfimisýningu þar sem 130 manns sýndu leikfim- idansa, og línudansarar voru einnig með sýningaratriði. E sso mót 5. flokksí knattspyrnu fórfram á Akureyri á dögunum. Suðurnesjafélögin Kefla- vík, Grindavík og Njarð- vík sendu lið til leiks og var árangurinn hjá þeim ágætur. Liðin voru iðu- lega í efri hluta sinna flokka, en lengst náði A- lið Keflvíkinga sem komst í úrslit gegn FH. Þar töpuðu þeir naum- lega, 1-0, en léku vel og mega vera stoltir af frammistöðu sinni. A-lið Keflavíkur tók silfrið ➤ Esso mót 5. flokks: Borðtenniskappinn Jó-hann Rúnar Kristjáns-son frá Keflavík lenti í þriðja sæti á Landsmóti UMFÍ um helgina. Jóhann, sem er bundinn við hjólastól eins og flestir vita, lagði hvern ófatlaðan andstæð- inginn á fætur öðrum. Hann tapaði loks gegn Matthíasi Stephensen (bróður Guðmund- ar) í æsispennandi undanúr- slitaleik. Í leik um bronsið lagði Jóhann Axel Sæland að velli með ör- uggum hætti, 3-0. Eins og Víkurfréttir hafa þegar greint frá er Jóhann að búa sig undir keppni á Ólympíumóti fatlaðra og virðist vera í hörku- formi. „Ég er í góðum gír núna og er að æfa á fullu með borð- tennisfólki í KR,“ sagði Jóhann sem er farinn að velgja bestu borðtennismönnum landsins undir uggum. Ljót sjón blasti við á fótboltavell- inum í Keflavík þegar starfsmenn mætti þar til vinnu í gærmorgun. Glænýtt varamannaskýli hafði verið lagt í rúst og brotin lágu á víð og dreif allt um kring. Ljóst er að einhverjir hafa gert sér að leik að skemma skýlið og verður eflaust dýrt að gera við það. Keflavíkurliðið var við æfingar á vellinum til kl. 8 í kvöldið áður og hafa spellvirkjarnir látið til skarar skríða í skjóli nætur og ekki látið leiðindaveðrið stöðva sig. Þeir sem hafa orðið varir við mannaferðir á vellinum í gær- kvöldi eða nótt eru beðnir um að hafa samband við framkvæmda- stjóra Keflavíkur í síma 894- 3900. Fótboltakrakkarnir í 3. flokki Reynis/Víðis eru aldeilis að gera það gott á Gothia Cup í Svíþjóð þessa dagana. Strákarnir eru komnir í A-úrslit og byrja í útsláttarkeppninni í dag þegar þeir leika gegn FC Ajax frá Tallin. Þeir komust tap- lausir upp úr sínum riðli og skil- du m.a. eftir sterkt enskt lið og voru þeir alls ekki sáttir við að láta Íslendinga slá sig út! Stelpurnar léku sinn síðasta leik í riðlinum í gær, eftir að VF fór í prentun og kom þá í ljós hvort þær færu í A- eða B-úrslit, en þær höfðu fram að því gert eitt jafntefli og tapað einum leik. „Þetta er búið að vera ótrúlega gaman,” sagði Elvar Grétarsson, þjálfari strákanna, þegar Víkur- fréttir heyrðu í honum. „Hér er ótrúlegur fjöldi fólks saman kominn. Keppendur eru 30.000 í 1510 liðum frá um 60 þjóðlönd- um þannig að hér er mikið að gerast.” Elvar sagði allt hafa farið vel fram og mótið sé vel skipulagt, enda er þetta 30 árið í röð sem mótið er haldið. Jói lenti í 3. sæti á landsmóti Spellvirki á Keflavíkurvelli Eldri borgarar rökuðu inn verðlaunum Það er ekki bara unga fólkið í Reykjanesbæ sem gerir það gott í íþróttum heldur báru eldri borgara höfuð og herðar yfir keppinautana á landsmóti UMFÍ. Gengur vel á Gothia Cup 29. tbl. 2004-StefanLOKA 14.7.2004 15:23 Page 17

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.