Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2004, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 15.07.2004, Blaðsíða 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! H elsti broddur í við-skiptalífi margra landaí Evrópu byggist upp af frumkvöðlum og fyrirtækjum sem hafa nýsköpun á stefnu- skrá sinni. Frumkvöðlarnir koma með krafti inn í samfé- lögin, byggja upp fyrirtæki, ráða starfsfólk og koma vörum sínum á markað. Mörg fyrir- tækjanna komast aldrei svo langt að geta sett vörur sínar á markað og önnur fara á haus- inn eftir nokkurra ára starf- semi. Það eru fyrirtækin sem ná að þrífast sem koma með kraft inn í samfélögin. Þau auka bjartsýni hjá íbúunum og vekja upp vonir hjá fólki sem gengur með viðskiptahug- myndir í maganum; það fer að vinna að því að koma sínum hugmyndum í framkvæmd. Gott dæmi um fyrirtæki sem náð hefur mjög góðum árangri hér á Suðurnesjum er Kaffitár. Fyrir- tækið var stofnað árið 1990 og fagnar því 15 ára afmæli á næsta ári. Fyrirtækið veitir nú tæplega 50 manns atvinnu og eru vörur fyrirtækisins á boðstólum helstu stórmarkaða og verslana lands- ins. Töluvert hefur verið fjallað um fyrirtækið í fjölmiðlum því það er ein helsta skrautfjöður viðskiptalífs á Suðurnesjum. Í styrknum felst viðurkenning Aðalheiður Héðinsdóttir fram- kvæmdastjóri Kaffitárs segir að stuðningur hins opinbera gagn- vart frumkvöðlafyrirtækjum sé mikilvægur. Árið 1993 fékk Að- alheiður styrk úr svokölluðum „Jóhönnusjóði“ eftir að hafa sótt um en sjóðurinn var eingöngu ætlaður konum í atvinnurekstri á landsbyggðinni. „Þann styrk not- uðum við til að láta prenta fyrsta kaffibækling Kaffitárs og þótt styrkurinn hafi ekki verið mjög hár þá skipti hann miklu máli. Það var mikil viðurkenning fyrir okkur að fá styrkinn og finna það að fólk trúði á það sem við vor- um að gera. Þetta var eiginlega viðurkenning sem sagði að við værum að gera rétt,“ segir Aðal- heiður og hún segir að þátttaka sín í t.d. félagi kvenna í atvinnu- rekstri hafi skilað sér miklu. „Við hjónin höfum aldrei verið feimin við að læra. Maður kann ekkert voða mikið en maður kann að læra og maður er aldrei of góður til að læra eitthvað nýtt. Mér hef- ur alltaf gengið vel að fá ráðgjöf frá hæfileikaríku fólki og það tel ég vera einn af styrkleikunum. Það skiptir mjög miklu máli að geta leitað til aðila sem hafa vit á hlutunum og sem geta veitt manni ráðgjöf.“ En finnst Aðalheiði að auka ætti við stuðning opinberra aðila til frumkvöðlafyrirtækja? „Já, því við verðum líka að átta okkur á því að það eru tíu fyrirtæki sem kannski fá styrk og reynt að hjál- pa en það er bara eitt sem lifir. Þetta eina er bara nóg og þetta er kostnaðurinn sem fylgir frum- kvöðlastarfsemi. Það fyrirtæki sem eftir stendur skilar þá sínu til samfélagsins.“ Tvær helstu stofnanir á Íslandi sem veita frumkvöðlum og starf- andi fyrirtækjum styrki til ný- sköpunar eru Byggðastofnun og Impra nýsköpunarmiðstöð. Sam- kvæmt upplýsingum frá þessum stofnunum hafa fyrirtæki og ein- staklingar á Suðurnesjum hlotið töluverða styrki og lán á síðustu fimm árum. Byggðastofnun lánar Suðurnesja- mönnum 100 milljónir á ári Byggðastofnun hefur á síðustu fimm árum lánað fyrirtækjum og einstaklingum á Suðurnesjum rúmar 500 milljónir króna. Á þessu tímabili bárust stofnuninni 89 lánsumsóknir og af þeim voru 45 umsóknir samþykktar en 44 synjað. Meðalupphæð hvers láns nemur því rúmum 11 milljónum króna. Á sama tímabili hefur Byggða- stofnun fengið fjórar umsóknir um að stofnunin leggi hlutafé í fyrirtæki á Suðurnesjum. Ein umsókn var samþykkt þar sem stofnunin lagði 5 milljónir króna sem hlutafé. Á sama tíma lagði stofnunin tæpar 85 milljónir króna inn í Eignarhaldsfélag Suðurnesja en eignarhlutur Byggðastofnunar í félaginu er 28,58%. Byggðastofnun á einnig 2,58% í Íslenska Magnesíumfé- laginu. Á síðustu 12 mánuðum hefur Byggðastofnun borist 19 lánsum- sóknir og 3 hlutafjárumsóknir af Suðurnesjum. Styrkir Impru á fjórðu milljón Frá árinu 1999 hefur Impra ný- sköpunarmiðstöð veitt fyrirtækj- um eða einstaklingum af Suður- nesjum frumkvöðlastyrki að upp- hæð 1,3 milljónir króna. Á þessu tímabili hafa 25 umsóknir borist og hefur 5 verið veittur styrkur. Styrkirnir voru allir veittir á ár- unum 2000 og 2001. Umsóknir árið 2003 voru alls 7 og hlaut engin þeirra styrk. Tvö fyrirtæki af Suðurnesjum hafa hlotið styrki til vöruþróunar samtals að upphæð 2,5 milljónir króna en alls hafa fimm umsókn- ir borist frá árinu 1999. Annar styrkurinn 1,5 milljón króna var veittur árið 1999 og hinn var veittur í ár að upphæð 1 milljón króna. Engar umsóknir af Suðurnesjum í flokkinn „nýsköpun í starfandi fyrirtækjum“ hafa borist en verk- efnið var fyrst auglýst árið 2002. Hjá Impru nýsköpunarmiðstöð eru engar óafgreiddar umsóknir af Suðurnesjum. Vill sjá aukið fjármagn frá ríkinu Jón Gunnarsson þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjör- dæmi segir að hann vilji sjá ríkið koma með fjármagn inn í at- vinnulífið á Suðurnesjum. „Ég stóð að tillögu við síðustu fjár- lagagerð um að ríkið fengi heim- ild til að selja að hluta eða öllu leyti hlutabréf í Hitaveitu Suður- nesja. Það var hugsað á þann veg að fyrir hendi væri leið til að bregðast við slæmu ástandi í at- vinnumálum á Suðurnesjum með því fjármagni sem kæmi út úr sölu á hlut ríkisins í fyrirtækinu. Sú tillaga var ekki samþykkt en ríkið á það stóran hlut í Hitaveit- unni að um verulega fjármuni hefði verið að ræða. Þeir fjár- munir hefðu verði eyrnamerktir sérstaklega atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum, samkvæmt for- dæmum sem við þekkjum ann- arsstaðar frá,“ segir Jón en telur hann stuðning ríkisins mikilvæg- an? „Ég tel mjög mikilvægt þeg- ar litið er á ástandið hér að það sé með sérstökum hætti horft til þess hvort ekki þurfi tímabundið að styðja svæðið meira heldur en í einhverju jafnræði með öðrum svæðum. Og að í það sé settur kraftur að skoða það bæði af hálfu ríkisins, sveitarfélaganna, heimamanna og verkalýðsfélaga hvernig best sé að bregðast við.“ Peningarnir hreyfiafl hugmyndanna Aðspurður sagðist Jón ekki vita til þess að aðilar á Suðurnesjum væru að koma slíku átaki af stað á Suðurnesjum. „Peningar eru hreyfiafl þess sem gera skal og oft er það þannig að góðar hug- myndir stranda á því að ekki eru til fjármunir. Það er mjög nauð- synlegt að menn skoði með hvaða hætti hægt er að bregðast við. Þegar við lendum í jafn miklu atvinnuleysi eins og hér er og menn fara að verða svartsýnir og neikvæðir þá er nauðsynlegt að það komi einhver jákvæður kraftur inn í það dæmi. Það gerist ekki nema með því að ríkið, sveitarfélög og stör hagsmuna- samtök launþega og atvinnurek- enda komi að því.“ Þátttaka stórra og öflugra fyrirtækja nauðsynleg Að sögn Jóns er nauðsynlegt að þessi vinna fari af stað sem fyrst. Hann telur einnig að það vanti þátttöku stórra og öflugra fyrir- tækja í uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum. „Við erum með stór og öflug fyrirtæki á norður- og austurlandi sem oft á tíðum standa sameiginlega að því að styðja við bakið á nýsköpun og nýjungum í atvinnulíf i. Þetta vantar okkur hér. Okkur vantar öflug og stór fyrirtæki sem eru tilbúin til að vinna að því saman að setja á laggirnar ný fyrirtæki sem kosta ákveðna fjármuni í þróun og uppbygginu en til fram- tíðar geta skilað bæði störfum og fjármunum.“ Í fréttskýringu sem birtist í Vík- urfréttum fyrir stuttu þar sem fjallað var um atvinnumál á svæðinu kom fram að unnið er að fjölmörgum verkefnum á Suð- urnesjum; verkefnum sem koma til með að veita fjölda manns at- vinnu. Lítið hefur hinsvegar heyrst af litlum fyrirtækjum eða einyrkjum sem hafa hug á því að stofna fyrirtæki í kringum við- skiptahugmynd. Rúmlega eitt hundrað Suðurnesjamenn sóttu námskeið á vegum Iðntækni- stofnunar í tengslum við sam- keppnina „Nýsköpun 2003“ í fyrra. Sú mikla þátttaka sýnir að margir Suðurnesjamenn ganga með viðskiptahugmynd í magan- um og vilja stofna fyrirtæki til að koma hugmyndum sínum í fram- kvæmd. Ef þrjátíu þeirra myndu stofna fyrirtæki og aðeins þrjú komast á laggirnar og verða jafn- stór og Kaffitár, þá myndu þessi fyrirtæki veita 150 manns at- vinnu. Hálfur milljarður til Suðurnesja síðustu 5 ár ➤ Úttekt Víkurfrétta á lán- og styrkveitingum opinberra aðila til Suðurnesjamanna: „Byggðastofnun hefur á síð- ustu fimm árum lánað fyrir- tækjum og einstaklingum á Suðurnesjum rúmar 500 millj- ónir króna. Á þessu tímabili bár- ust stofnuninni 89 lánsumsókn- ir af Suðurnesjumog af þeim voru 45 umsóknir samþykktar en 44 synjað. Meðalupphæð hvers láns nem- ur því rúmum 11 milljónum króna.“ F R É T T A S K Ý R I N G Texti: Jóhannes Kr. Kristjánsson • johannes@vf.is Hugsanlega er þessi duglegi smiður einn af frumkvöðlum Suðurnesja. 29. tbl. 2004-Stefan8 14.7.2004 14:18 Page 8

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.