Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2004, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 15.07.2004, Blaðsíða 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! • KJARNABORUN • MÚRBROT • TÆKJALEIGA Gerum föst verðtilboð í öll verk, stór sem smá! JÓN HELGASON SÍMI 824 6670STEYPUSÖGUN Marineruð lúða og lax á grillið E ftir að hafa lesið greinar um atvinnumál áSuðurnesjum í Tíðindunum og Víkur-fréttum verð ég að tjá mig um þessi mál. Ég er ein af þeim mæðrum sem er með 17 ára ung- ling á heimilinu sem ekki hélt áfram með nám sitt á vorönn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hann byrjaði strax í janúar að leita sér að vinnu og að láta skrá sig hjá Svæðisvinnumiðluninni, samt er hann enn at- vinnulaus. Hann er búinn að sækja um vinnu í flest- um ef ekki öllum fiskvinnslufyrirtækjum í Reykja- nesbæ og líka út fyrir bæjarmörkin - en allt kemur fyrir ekki, enga vinnu að hafa. Hann sótti um hjá öðrum fyrirtækjum eins og Nesprýði á sama tíma en þar var heldur enga vinnu að hafa. Svörin sem hann hefur fengið er: Ég ræð ekki svona unga krak- ka í vinnu; ég þarf bara kvenfólk í fiskvinnsluna ekki karlmenn eða ég er búinn að ráða í allt. Ég hallast frekar að því að fyrirtækin á svæðinu séu ekki að leita eftir fólki í vinnu af listum Svæðis- vinnumiðlunar eða þannig kemur það mér fyrir sjónir. Mér er sagt að af því ég þekki ekki mann, sem þekkir mann sem þekkir annan mann, að það sé þess vegna sem ég geti ekki reddað syni mínum vinnu. Meðan krakkar yngri en hann eru að vinna sér inn mánaðarlaun er hann að fá 18.000 krónur á mánuði í atvinnuleysisbætur. Oft heyrir maður að fyrirtæki vilji ekki ráða svona unga krakka til vinnu. En þá spyr ég: Hvernig eiga þessir krakkar að læra að vinna og kannski hafa þessir sömu krakkar staðið sig mjög vel í vinnu áður eins og í bæjarvinnunni. Það er andlega niður- drepandi fyrir aldurshópinn 17 til 20 ára að finnast þeir einskis nýtir og að þeim sé úthýst á atvinnu- markaðnum. Núna er Reykjanesbær að fara af stað með átaksverkefni fyrir atvinnulausa og er það gott mál, en það mun bara standa yfir í 4 vikur. Ég vona bara fyrir hönd þeirra krakka sem eru á aldrinum 17 til 20 ára að það verði gerð bragabót í þessum mál- um. Það er löngu tímabært! Margrét S. Þórólfsdóttir Innlegg í umræðuna um atvinnulausa og atvinnumál á Suðurnesjum ➤ Aðsend grein um atvinnumál á Suðurnesjum: ➤ Frumkvöðlanámskeiðið í 88 húsinu gengur vel: S vo gæti farið að mikilferðamannamiðstöð rísi íReykjanesbæ á næstu árum. Þessi hugmynd kom fram á kynningarfundi sem þátttakendur á frumkvöðlanámskeiði 88- Hússins stóðu fyrir á þriðjudag- inn. Hópurinn hefur unnið hörðum höndum síðustu vikur við að setja saman hugmyndir um hvernig efla megi ferðamanna- þjónustu á svæðinu. Þær voru í dag lagðar fyrir hóp framámanna og -kvenna af Reykjanesi og fengu frábærar móttökur. Verkefnið bar yf irskriftina „Reykjanesbær, fyrsti og síðasti áfangastaðurinn.“ Þátttakendur höfðu gert könnun meðal ferða- manna í bænum og fengið þar upplýsingar um hvað þeim þætti vanta í bæinn. Út frá þeim upplýsingum og frekari rannsóknum settu þau saman drög að alhliða ferða- mannamiðstöð, ICE INFO að nafni. Þar gætu ferðamenn sótt alla þjónustu, m.a. rútusamgöng- ur, ferðaskrifstofur og upplýsing- ar um nánasta umhverfi og land- ið í heild sinni. Krakkarnir höfðu þegar viðrað hugmyndina við fyrirtæki á svæðinu sem voru mjög hrifin. Fundargestir, sem voru m.a. frá Reykjanesbæ, og ferðamálasam- tökunum sögðu hugmyndina frá- bæra og vel staðið að vinnu og kynningu. Þeir hugðust skoða málið ofan í kjölinn og sjá hvað hægt væri að gera og koma mál- inu til réttra aðila. Hópurinn sem stóð að sýning- unni samanstendur af fimm ung- mennum sem áttu það sammerkt að vera atvinnulaus. Þau voru mjög ánægð að kynningu lok- inni. „Þetta er búið að vera mjög gaman og við erum búin að læra mikið á þessu námskeiði. Við erum búin að kynnast Reykjanesi á nýjan hátt því að maður vissi ekki hvað væri mikið að sjá þó við höfum búið hér í mörg ár.“ Þau hafa þegar fengið nýtt verk- efni, en í því munu þau reyna að bregða nýju ljósi á Reykjanesbæ sem jólabæ og halda áfram því góða starfi sem þar hefur verið unnið á undanförnum árum. María Rut Reynisdóttir er leið- beinandi á námskeiðinu, sem er samstarfsverkefni Reykjanesbæj- ar og atvinnumálaráðgjafa SSS. Hún var að vonum ánægð með árangurinn og stolt af hópnum. Frábærar hugmyndir á frumkvöðlakynningu Þátttakendur kynntu hugmyndir sínar um allsherjarferðamiðstöð sem staðsett verður í Reykjanesbæ. Kynningin vakti mikla lukku. Fundargestir voru afar ánægðir með kynninguna og sáu mikla möguleika í hugmyndinni. Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa ákveðið að setja af stað leik sem á að hvetja fólk til að ganga um Reykjanesið og nýta til þess hið nýja gönguleiða- kort sem gefið hefur verið inn á hvert heimili á Suðurnesjum. Fyrir þátttöku í þessum leik verða veitt verðlaun þeim sem standa sig best og þeim sem eru heppnir. Verðlaun verða veitt í tveim flokkum. 1. flokkur. Veitt eru þrenn verðlaun þeim sem fara flestar gönguleiðirnar á kortinu sem eru merktar frá 1-23. Verð- launin eru GPS staðsetningar- tæki. Ef margir eru jafnir í þessum flokki verður dregið á milli þeirra. 2. flokkur. Veitt eru þrenn verðlaun fyrir að hafa notað kortið eittvað. Verðlaunin eru búnaður til gönguferða. Þeir sem skila inn undir þessum flokki verða allir dregnir úr einum sameiginlegum potti. Til að teljast þátttakandi þarf að skila inn stuttri greinargerð með mynd af sér eða hópi við viðkomandi stað eða göngu- leið sem merkt er á kortið. Gaman væri einnig að fá ferðasögu. Þátttakendur skili gögnum til: Ferðamálasamtök Suður- nesja, Kjarrmóa 3, Reykjanes- bæ. Einnig má skila inn á e-mail : stjanip@mmedia.is. Skilafrestur er til 30. septem- ber 2004 og verða úrslitin til- kynnt fljótlega eftir það. Fólk er hvatt til að undirbúa gönguferðir sínar vel með hjálp kortsins, og reyna að áætla ferðatímann og vera vel búin. Merktu gönguleiðirnar á kortinu eru við flestra hæfi þó alltaf beri að fara varlega. Góða ferð og góða skemmtun. Suðurnesjum 13. júlí 2004 Ferðamálasamtök Suðurnesja Gönguleikur um Reykjanesið 29. tbl. 2004-Stefan5 14.7.2004 12:13 Page 6

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.