Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2004, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 15.07.2004, Blaðsíða 9
Minni karfi en áður ■ „Það er minni karfi heldur en verið hefur á þessum tíma,“ segir Bergþór Baldvinsson fram- kvæmdastjóri Nesf isks hf. í Garði en fyrirtækið gerir út 7 báta og er með um 5 þúsund tonna kvóta. Að sögn Bergþórs eru bátarnir helst að fiska ufsa og þorsk sem unnin er í vinnslu fyr- irtækisins í Garði. Berglín sem er eitt togskipa Nes- fisks mun halda til Póllands í lok júlí þar sem gert verður við skip- ið. „Við reiknum með að Berglín verði frá veiðum í 6 vikur en annars verða allir bátar á sjó fyrir utan tveggja vikna stopp í kring- um Verslunarmannahelgina.“ Hjá Nesf iski vinna um 200 manns og eru vinnslu- og höfuð- stöðvar fyrirtækisins staðsettar í Garði. VÍKURFRÉTTIR I 29. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 15. JÚLÍ 2004 I 9 92% LESTUR Á SUÐURNESJUM - samkvæmt könnun Gallup fyrir Víkurfréttir Auglýsingasíminn 421 0000 S kemmtilegur atburðurátti sér stað í Bláa lóninu- heilsulind á föstudags- morgun þegar hjónin Simon og Louise Holt létu gefa sig sam- an. Holt hjónin, sem koma frá Bretlandi, hafa ávallt verið hrifin af fallegri náttúru Ís- lands og var það draumur þeir- ra að gifta sig hér á landi. Það var einstök náttúran um- hverfis Bláa lónið - heilsulind sem fékk hjónin til þess að halda athöfnina í heilsulindinni en þau voru gefin saman af Ólafi Hreinssyni frá sýslu- mannsembættinu í Keflavík. Það sem setti skemmtilegan svip á athöfnina var að brúð- hjónin voru klædd í stíl við lit Bláa lónsins eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Eftir at- höfnina borðuðu brúðhjónin á veitingastað heilsulindar og fóru síðan í brúðkaupsferð hringinn í kringum Ísland. Brúðkaup í Bláa lóninu F ramkvæmdir munuhefjast fljótlega viðReykjanesvirkjun sem Hitaveita Suðurnesja mun reisa á Reykjanesi. Tilboð í stöðvarhús og jarðvinnu vegna virkjunarinnar voru opnuð á þriðjudag. Verið er að fara yfir tilboðin en fjögur íslensk verk- takafyrirtæki skiluðu inn til- boðum eftir forval. Að sögn Júlíusar Jónssonar for- stjóra Hitaveitu Suðurnesja von- ast hann til að fyrsta skóflustun- ga virkjunarinnar verði tekin á næstu dögum. Verktími virkjunarinnar er mjög knappur en samkvæmt orkusölu- samningnum verður verksmiðjan gangsett 1. maí árið 2006 eða eft- ir tæp tvö ár. Í kringum 200 manns munu star- fa við byggingu virkjunarinnar á næstu tveimur árum. Heildar- kostnaður virkjanaframkvæmd- anna er um 10 milljarðar króna. Veltuaukning Hitaveitu Suður- nesja vegna orkusölusamnings við Norðurál er um einn millj- arður króna á ári. Framkvæmdir við Reykjanes- virkjun hefjast fljótlega ➤ Orkan beisluð á Reykjanesi : ➤ Bresk hjón gifta sig á Suðurnesjum : stuttar f r é t t i r Auglýsingasíminn er 421 0000 29. tbl. 2004-Stefan7 14.7.2004 14:03 Page 9

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.