Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2004, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 15.07.2004, Blaðsíða 16
F annar Ólafsson hefurgengið frá samningumvið gríska körfuknatt- leiksliðið Ase Dukas frá Aþenu. Víkurfréttir ræddu við Fannar skömmu eftir undirritun eins árs samnings og lá vel á hon- um. „Félagið lofaði mér að ég yrði í byrjunarliðinu og var það ein af lykilástæðunum fyrir því að ég valdi þetta félag fram yfir önn- ur. Þar að auki er klúbburinn traustur fjárhagslega séð og eru bjartsýnir á að vinna sig upp um deild á næstu leiktíð.“ Félagið er í 2. deild í Grikk- landi, sem er sú næst efsta þar í landi, og hafa verið að styrkja liðið með sterkum leikmönn- um að undanförnu. Æfingatímabilið hefst 10. ágúst en framundan eru einnig nokkrar annir með íslenska landsliðinu í Evrópukeppninni. 16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Reynir á beinu brautinni ■ Reynismenn eru komnir í 2. sæti síns riðils í 3. deild eftir tvo útisigra í vikunni. Á fimmtudag- inn lögðu þeir Hamar, 2-0, með mörkum frá Guðmundi G. Guð- mundssyni og Sverri Þór Sverrissyni. Á mánudaginn héldu þeir svo í Kópavog þar sem þeir lögðu Drang, 2-1, þar sem Hafsteinn Þór Friðriksson skoraði fyrra markið og Guð- mundur var aftur á ferðinni skömmu síðar. Keflavík gerir jafntefli heima ■ Keflavík og Fram skildu jöfn, 1-1, á Keflavíkurvelli á fimmtu- dag. Þórarinn Kristjánsson skor- aði laglegt mark fyrir Keflavík í fyrri hálfleik, en Fram jafnaði stuttu síðar. Leikurinn var ekki sá skemmtilegasti áhorfs og voru Keflvíkingar í 6. sæti deildarinn- ar eftir leikinn. Stórt tap Njarðvíkur ■ Njarðvíkingar töpuðu illa gegn Þrótti, 4-0, þegar liðin áttust við um síðustu helgi. Njarðvík- ingar eru í fjórða sæti 1. deildar- innar og mæta Breiðabliki á úti- velli í kvöld. Víðir tapaði tveimur ■ Víðir beið afhroð á laugardag þegar þeir töpuðu 7-1 gegn KS á Siglufirði. Lokatölurnar segja allt sem þarf að segja um þann leik, en Haraldur Axel Einarsson skoraði mark þeirra. Næsti leikur var ekki mikið skárri þar sem þeir töpuðu gegn Aftureldingu á þriðjudaginn, 3-0, og eru þeir nú í sjöunda sæti deildarinnar. Keflavíkurstúlkur vinna 19-0 ■ Keflavík heldur sínu striki í 1. deild kvenna og unnu UMF Bessastaða 19-0 á heimavelli sín- um í síðustu viku. Þær eru í fyrs- ta sæti riðilsins og er markatala þeirra 62-1 eftir sex leiki. Töpuðu einum fleiri ■ Grindvíkingar voru í næst- neðsta sæti Landsbankadeildar- innar eftir tap gegn Víkingum á útivelli, 1-0, á fimmtudaginn. Grindvíkingar voru langt frá sínu besta í leiknum og breytti engu þótt Víkingar misstu mann útaf um miðjan seinni hálfleik. sportið MOLAR M ikill styr stóð umOrra Frey Hjaltalín,leikmann knatt- spyrnuliðs Grindavíkur, í vik- unni. Hann varð uppvís að svívirðingum í garð ýmissa aðila sem koma að knatt- spyrnunni, m.a. dómurum, þjálfurum og jafnvel forseta Íslands. Vefsíðan fotbolti.net birti úr- drátt af heimasíðu Orra Freys þar sem hann eys óhróðri yfir nafngreinda menn. „Þetta átti aldrei að fara út í svona,“ sagði Orri í samtali við Víkurfréttir í dag. „Ég var bara að fíflast og bjóst ekki við því að svo margir sæju þetta. Ég skrifaði þetta oft í reiði eftir leiki. Þetta er alls ekki líkt mér því ég hef aldrei kvartað undan dómgæslu í leikjum,“ sagði Orri að lokum. Í opinberri afsökunarbeiðni sagði Orri að skrifin endur- spegluðu ekki viðhorf leik- manna eða stjórnar Grindavíkur og sagðist hann að lokum vona að menn hafi ekki tekið um- mælunum of alvarlega og að þetta mál yrði fljótt gleymt og grafið. Knattspyrnudeild Grindavíkur sendi í kjölfarið frá sér tilkynn- ingu varðandi málefni Orra þar sem þeir segjast harma ummæl- in. Þeir hafi beitt ströngum refsingum þ.m.t. sektum. Stjórnin muni ekki sætta sig við slíkt heldur halda á lofti því kjörorði að knattspyrna er „leikur án fordóma“. Orri Freyr áminntur fyrir ummæli sín K eflvíkingar fá verðugtverkefni á sunnudagþegar þeir mæta Íslands- meisturum KR í Landsbanka- deildinni. Leikurinn fer fram í Frostaskjóli í Reykjavík. Keflvíkingar unnu frækinn og glæsilegan sigur í fyrri leik lið- anna, 3-1, og stimpluðu sig inn sem alvöru lið sem gæti velgt stóru liðunum undir uggum. Síð- an þá hefur neistinn þó dofnað smátt og smátt og liðið hefur sig- ið niður töfluna. KR-ingar byrjuðu tímabilið hræðilega, en hafa haldið í við toppliðin að undanförnu þó að titildraumurinn sé fjarlægur. „Við erum búnir að vera að vinna í því að koma liðinu aftur á svipaða braut og við vorum á í upphafi leiktíðar,“ sagði Ólafur Ingi Jónsson, bakvörður Kefla- víkur. „Hópurinn hefur verið að þjappa sér saman og um leið og við fáum baráttuna upp í þetta aftur kemur spilið af sjálfu sér. Ef við spilum okkar bolta og sýnum baráttu og grimmd getum við al- veg tekið KR eins og síðast.“ Keflavík mætir meisturunum Fannar gengur til liðs við Ase Dukas G rindvíkingar fá Skaga-menn í heimsókn ámánudag og gæti sá leikur skorið úr um hvort þeir verði í fallbaráttuslagnum þegar líða tekur á mót. Grind- víkingum hefur gengið lítið að undanförnu og eru rétt við botninn þegar þessi grein er skrifuð. „Ég er samt ekki svo stressaður yf ir stöðunni,“ sagði Sinisa Kekic, fyrirliði, í samtali við Víkurfréttir. „Deildin er svo jöfn að þrjú stig skilja að hvort þú ert í toppbaráttunni eða á botninum. Það eru enn níu leikir eftir og staðan er því ekki svo slæm.“ Fyrri leikur liðanna i sumar end- aði 1-1 á Skipaskaga þar sem Grindvíkingar spiluðu skynsam- lega og er ekkert sem segir að þeir geti ekki leikið slíkt eftir og jafnvel sótt öll stigin ef svo ber undir. „Það verður erfitt eins og alltaf,“ sagði Kekic að lokum. „Skagamenn gefa alltaf 100% í alla leiki og við verðum bara að gera alveg eins. Þetta verður barátta og hlaup allan leikinn.“ ➤ Baráttuleikur í vændum í Grindavík: Skagamenn koma til Grindavíkur D anski knattspyrnumað-urinn Tommy Schramhefur komist að munn- legu samkomulagi við lið Keflavíkur um að spila með liðinu það sem eftir lifir af Landsbankadeildinni. Schram er íslenskum boltaáhuga- mönnum ekki alls ókunnugur vegna þess að hann lék með ÍBV sumarið 2001 og þótti standa sig með ágætum. Hann er 32 ára og lék með 1. deildarliðinu Velje í heimalandi sínu síðasta vetur. Schram, sem lék með yngri landsliðum Danmerkur, getur bæði leikið sem varnarmaður og miðjumaður. „Hann lítur ágætlega út,” sagði Milan Stefán Jankovic, þjálfari Keflavíkur. „Við skoðum hann betur á æfingum fram að helgi og tökum svo ákvörðun út frá því hvort hann verði í liðinu gegn KR á sunnudaginn.” Tommy Schram til Keflavíkur 29. tbl. 2004-Stefan8 14.7.2004 14:32 Page 16

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.