Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.12.2004, Qupperneq 22

Víkurfréttir - 02.12.2004, Qupperneq 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 8 Stálpípuverksmiðja í Helguvík A TV IN N U LÍ F Bandaríska fyrirtækið International Pipe and Tube hefur fengið frest til 24. febrúar til lokaundir- búnings vegna stálpípuverk- smiðju í Helguvík. Fimm mán- aða frestur fyrirtækisins sem gefinn var 24. júní rann út 24. nóvember sl. Barry Bernstein forstjóri fyrirtækisins segir í viðtali við Víkurfréttir í dag að reiknað sé með að undirbún- ingi vegna verkefnisins verði lokið á fyrsta fjórðungi næsta árs. Segist hann vonast til að framkvæmdir við verksmiðj- una hefjist í apríl. Í september sótti fyrirtækið um aðra lóð í Helguvík; lóð sem er ofar og átti hún að vera undir smærri verksmiðju. Fyrirtækið hefur þegar fest kaup á tækjum og búnaði frá Kanada sem átti að reisa á minni lóðinni í Helgu- vík. Gerði atvinnu- og hafnar- ráð samning við IPT um að ef framkvæmdir á lóðinni væru ekki hafnar fyrir 20. nóvember þá myndi samningurinn ganga úr gildi. Í verksmiðjunni átti að framleiða mun stærri stálrör en framleiða á í verksmiðjunni við höfnina. Að sögn Barry Bern- stein mun það ráðast á næstu tveimur vikum hvort farið verði út í framkvæmdir á smærri lóð- inni. Segir Barry að kostnaðará- ætlun vegna uppsetningu verk- smiðjunnar hafi reynst meiri en upphaflega var gert ráð fyrir. Skrifað undir fyrir tveimur og hálfu ári Tvö og hálft ár er síðan skrifað Hvernig standa málin varð- andi verksmiðjuna í Helguvík? Það er skriður á málinu. Við erum komnir með banka í Hollandi sem mun fjármagna verkefnið. Við getum ekki gefið upp hvaða banka er um að ræða því á hans vegum mun verða gefin út fréttatilkynning. Hvenær verður það? Ég veit ekki alveg hvenær það verður. Bankinn er að lána okkur 45 milljónir doll- ara og við stjórnum því ekki hvenær þeir gefa út frétta- tilkynningu um málið. Þetta verkefni hefur tekið lengri tíma en þið áætluðuð er það ekki? Svona verkefni taka langan tíma. Þegar við byggðum upp verksmiðjuna í Eistlandi þá átti það verkefni að taka tvö ár en tók fjögur. Það er sama hve mikinn tíma þú ætlar í verkefni sem þetta - því miður verður undirbúningstíminn alltaf lengri en áætlanir gera ráð fyrir. Hvað hefur undirbúning- urinn fyrir þetta verkefni tekið langan tíma? Við höfum unnið að þessu verkefni í næstum tvö ár. En við erum tveimur árum á undan ef við berum þetta saman við verkefnið í Eistlandi. Hvenær heldurðu að hlut- irnir liggi ljósir fyrir? Við reiknum með að ljúka undirbúningi á fyrsta ársfjórð- ungi næsta árs, líklega í febr- úar eða mars. Lögfræðingar eru nú að fara yfir málin. Telurðu þá að framkvæmdir við verksmiðjuna hefj- ist í mars eða apríl? Já, við reiknum með að geta hafið byggingafram- kvæmdir í apríl. Við vinnum eftir þeirri áætlun núna. Nú hafið þið sótt um aðra lóð í Helguvík og fengið henni úthlutað þar sem áætlanir voru uppi um að reisa minni verksmiðju. Hvernig gengur sú vinna? Við eigum þá verksmiðju sem við keyptum í Kanada. Hinsvegar varð kostnaðará- ætlunin fyrir uppsetningu verksmiðjunnar mun hærri en við gerðum ráð fyrir og þessa dagana erum við að end- urmeta kostnaðaráætlunina. Þannig að þið eruð ekki hættir við uppsetningu þeirrar verksmiðju? Nei, en við þurfum meira fjár- magn til og við erum að yfirfara málið varðandi fjármögnun. Telurðu líklegt að þið hefjið byggingaframkvæmdir við þá verksmiðju fljótlega? Við erum með þetta verkefni á hliðarlínunni og það gæti farið á báða vegu. Undirbún- ingur stærri verksmiðjunnar gengur vel en við munum taka ákvörðun á næstu vikum hvað við gerum varðandi minni verksmiðjuna. Ertu bjartsýnn á að þetta gangi allt saman? Já, ég er mjög bjartsýnn varð- andi stærri verksmiðjuna. Hvað varðar þá minni þá varð kostnaðurinn meiri en við áætluðum og ekki er enn ljóst hvort af því verkefni verði. Hafið þið gert sölusamninga varðandi ykkar framleiðslu? Okkar viðskiptavinir bíða eftir framleiðslu okkar, en það eru ennþá tvö ár þangað til við getum farið að framleiða. Margir íbúa Suðurnesja virðast hafa misst trúna á að stálpípuverksmiðja í Helguvík muni nokkurn tíma rísa. Hvað hefurðu að segja um það? Það var sama vandamálið uppi í Eistlandi þegar við vorum að undirbúna verksmiðjuna þar í landi. Allir sögðu að þetta ætti ekki eftir að verða en svo sannarlega varð þetta að veruleika - tók bara fjögur ár í stað tveggja. Það tekur tíma að undirbúa og koma stórum verkefnum á koppinn. Við erum að tala um heildarfjárfest- ingu upp á 80 milljónir dollara. Þetta eru miklir peningar og það tekur sinn tíma að koma verkefni sem þessu saman. 16. maí 2002 Aukafundur í bæjarstjórn Reykjanesbæjar vegna stálpípuverksmiðjunnar 18. maí 2002 Samningur um stálpípuverksmiðju sam- þykktur í bæjarstjórn Reykjanesbæjar 24. maí 2002 Samningar um byggingu stálpípuverksmiðju í Helguvík undirritaðir á Ránni 14. mars 2003 Framkvæmdir hefjast á lóð IPT í Helguvík 31. mars 2003 IPT semur við Daewoo International Corporation um byggingu 18 þúsund fermetra verk- smiðju í Helguvík. Gert ráð fyrir að verksmiðjan verði tilbúin á árinu 2005. 2. apríl 2003 Fréttir þess efnis að IPT hafi tekið frá tvær lóðir til viðbótar þeirri við höfnina í Helguvík. 11. september 2003 Greint frá samningi IPT við Connel Finance Corporation um yfirumsjón fjármögnunar verkefnisins. 10. desember 2003 Fulltrúar IPT í Helgu- vík - segja ákvörðun um byggingu verksmiðjunnar tekna á næstu vikum. 30. janúar 2004 Tilkynnt að fjármögnunarferli hafi dregist. 29. apríl 2004 Forstjóri IPT segir fjármögnun verksmiðjunnar á góðri leið. 24. júní 2004 IPT gefinn fimm mánaða frestur til að ljúka fjármögnun og undirbúningi verkefnisins. Lóð fyrirtækisins tilbúin. 16. september 2004 Fréttir um að IPT ætli að reisa 9 þúsund fermetra verksmiðju á nýrri lóð. Vonast til að framkvæmdir hæfust í október. Frestur gefinn til 20. nóvember um að framkvæmdir hefjist fyrir þann tíma. 20. nóvember 2004 Frestur vegna minni verksmiðjunnar rennur út. 24. nóvember 2004 Frestur vegna stærri verk- smiðjunnar rennur út. 30. nóvember 2004 IPT gefinn frestur til 24. febrúar 2005 varð- andi stærri verksmiðjuna. Á næstu tveimur vikum kemur í ljós hvort minni verksmiðjan verði reist. 30 mánuðir í pípunum Barry Bernstein forstjóri International Pipe and Tube í VF-viðtali: BEÐIÐ EFTIR FRAMLEIÐSLU ÓBYGGÐRAR VERKSMIÐJU Enn óvissa með stálpípuverksmiðjuna - forstjóri IPT vonast til að geta byrjað að byggja í apríl á næsta ári! Miðað við nýjustu áætlanir fyrirtæk- isins er í fyrsta lagi gert ráð fyrir að verksmiðjan taki til starfa eftir tvö ár. N ýj as t! Ný ja st !

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.