Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.12.2004, Page 30

Víkurfréttir - 02.12.2004, Page 30
30 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Þrjú Norðurlandamet og átján Íslandsmet voru slegin á Reykjanesmót- inu í kraftlyftingum sem var haldið í Íþróttahúsinu í Njarð- vík laugardaginn 13.nóvem- ber. Mótshaldari var Massi, Lyftinga- og líkamsræktardeild UMFN, en mótið var haldið til styrktar Allý litlu. Keppnisgjald og aðgangseyrir rann til hennar, alls 67.000 kr., en auk þess lét Massi af hendi rakna 50.000 kr. svo að samtals söfnuðust 117.000 kr. á þessu móti. Alls mættu 16 kepp- endur að þessu sinni til leiks frá flestum stöðvum á landinu. Þetta öfluga mót er eitt stærsta mótið á mótaskrá Kraftlyftinga- sambands Íslands. Strax í fyrstu lyftum fóru metin að falla. Fyrst ur sté fram á gólfið Hörður Birkisson. Hann þríbætti Íslandsmet öldunga í 67.5kg flokki í hnébeygju í 130kg og tvíbætti metið í bekk- pressu í 90kg og að lokum bætti hann samanlagða árangurinn í 395kg. Halldór Eyþórsson tví- bætti hnébeygjumetið í 82.5kg flokki, lyfti fyrst 285 og svo 292.5kg. Þá setti hann Íslands- met öldunga í samanlögðum árangri 722.5kg. Jón Gunnar Hannesson bætti öldungametið í hné beygju í 75kg flokki í 165kg og svo bætti hann metið í bekkpressu í sama flokki 87.5kg. Halldór Eyþórsson tvíbætti hné- beygjumetið í 82.5kg flokki, lyfti fyrst 285 og svo 292.5kg. Þá setti hann Íslandsmet öld- unga í samanlögðum árangri 722.5kg. Jón Gunnarsson tví- bætti Norðurlandamet öldunga í 90kg flokki í hnébeygju, lyfti fyrst 312.5 og síðan 322.5kg. Þá bætti hann sam an lagða metið í 830kg. Gamla metið var sett 1982 af Finnanum Kump- uniemi. Dómarar með alþjóðleg réttindi dæmdu svo metin fást staðfest. Jón Gunnarsson þrí- bætti Íslandsmetið í hnébeygju í 90kg flokki, lyfti fyrst 300, svo 312.5 og svo að lokum 322.5kg. Þá bætti Jón Íslandsmetið í bekkpressu í sama flokki og lyfti 207.5kg og að lokum bætti hann samanlagða árangurinn í 830kg. Í 110kg flokki unglinga bætti Ægir Jónsson Íslandsmetið í bekkpressu í 222.5kg. Í 110kg. flokki karla bætti Jakob Baldursson Íslandsmetið í bekk- pressu í 245kg. Besta stigaárangri í hnébeygju náði Auðunn Jónsson 214.5 stig. Besta stigaárangri í bekkpressu náði Jakob Baldursson 144.7 stig. Besta stigaárangri í réttstöðu- lyftu náðu Auðunn Jónsson 203.5 stig. Besta stigaárangri í samanlögðu náði Auðunn Jónsson 542.8 stig. Besta stigaárangri heimamanns í samanlögðu náði Sævar Borg- arsson 479.0 stig. Tilþrifabikarinn sem er veittur þeim sem lætur verst og hæst á palli féll Ólafi Sveinssyni í skaut. Greiparbikarinn sem veittur var fyrir aukagrein í mótinu sem fólst í að keppendur og áhorf- endur héldu á 100kg í hvorri hönd í sem lengstan tíma féll Halldóri Eyþórssyni í skaut og hélt hann í 72,46.sek. Ferðina með Icelandair til Evr- ópu sem dreginn var úr kepp- endum í keppninni um greipar- bikarinn fékk Ægir Jónsson. Þess má geta að Auðunn gaf stigabikarinn sinn til Allýar til minningar um mótið hennar. Katrín móðir Allýar vildi koma á framfæri innilegu þakklæti til allra keppenda og áhorfenda. Metin féllu í Ljónagryfjunni Úrslit vikunnar Bikarkeppni KKÍ Kef-Snæfell 102-86 Kef: Magnús Gunnarsson 27, Anthony Glover 24. Snæ: Desmond Peoples 25, Sigurður Þorvaldsson 20. ÍS-Njarðvík 81-130 Nja: Páll Kristinsson 27, Guð- mundur Jónsson 24. Keflavík B-Stjarnan 69-74 Kef: Guðjón Skúlason 27, Al- bert Óskarsson 23. Ljónin-Dalvík 91-60 Valur-Grindavík 89-108 Reynir-Tindastóll 71-118 Rey: Hlyn ur Jóns son 26, Nathan Harvey 12. Tin: Ron Robinson 27, Svavar Birgisson 25. Þróttur V-KFÍ 61-112 Intersport-deildin Njarðvík-Fjölnir 98-88 Nja: Matt Sayman 26/12/11, Friðrik Stefánsson 23/13. Fjö: Nemanja Sovic 27/13, Darrel Flake 26/16. Hamar/Self.-Keflavík 92-86 Kef: Anthony Glover 39, Nick Bradford 23. Ham: Damon Bailey 32/10, Marvin Valdimarsson 20/11. Grindavík-Haukar 102-82 Gri: Darrel Lewis 26, Páll Axel Vilbergsson 22, Guðlaugur Eyjólfsson 19. Hauk ar: Mir ko Viri jevic 16/10, John Waller 14. 1.deild kvenna UMFG-UMFN 77-63 Gri: Erla Reynisdóttir 19, María Anna Guðmundsdóttir 13. Nja: Jaime Woudstra 20/11, Ingibjörg Vilbergsdóttir 13. Haukar-Keflavík 63-97 Kef: Birna Valgarðsdóttir 25, Reshea Bristol 22. Hau: Helena Sverrisdóttir 22/12 Hópbílabikar kvenna Keflavík-ÍS 76-65 Kef: Anna María Sveinsdóttir 15/11, María Ben Erlings- dóttir 15. ÍS: Signý Hermannsdóttir 17/13, Alda Leif Jónsdóttir 14. Héldu hreinu í 1. leikhluta Körfuknattleiksáhugamenn sem lögðu leið sína á bikarleikina um helgina hafa ef til vill haldið að þeir hefðu farið aftur í tíma því nokkrir valinkunnir kappar sem ekki afa látið ljós sitt skína lengi voru mættir á völlinn. Það voru meðal annarra stórskyttan Guðjón Skúlason sem fór fyrir félögum sínum í Keflavík B og sýndi að hann hefur engu gleymt í skotunum fyrir utan þriggja stiga línuna. Auk hans voru Albert Óskarsson og Falur Harðarson á meðal keppenda og stóðu fyrir sínu þó Stjarnan hafi sigrað. Í L jónag r y f junni mát t i s j á Fr iðr ik Ragnarsson og Jóhannes Kristbjörnsson meðal liðsmanna Ljónanna sem fóru illa með Dalvíkinga og hafa ekki enn tapað leik. Kunnugleg andlit í bikarslag SPORT MOLAR Logi kominn á kreik Körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson úr Njarðvík er far- inn að spila með liði sínu Gies- sen ‘46ers í þýsku úrvalsdeild- inni eftir erfið meiðsl. Logi þurfti að fara í uppskurð á öxl á síðustu leiktíð og er rétt að ná sér. Hann hefur þó ekki fengið að leika mikið, en sagði í viðtali á heimasíðu UMFN að hann væri staðráðinn í að leggja meira á sig og tryggja sér sess í liðinu. Ljónin frá Njarðvík áttu ekki í vandræðum með Dalvíkinga í bikarleik liðanna um síðustu helgi. Þeir mættu grimmir til leiks og voru yfir eftir fyrsta leik- hluta, 25-0. Dalvíkingar komust loks á blað í öðrum leikhluta, en áttu aldrei möguleika á sigri og Ljónin hafa ekki enn tapað leik á sinni fyrstu leiktíð. V F-m yn d/Jón B jörn VF-mynd/Jón Björn Tveir sundmenn úr ÍRB munu keppa fyrir Íslands hönd á Norð- urlandameistaramóti unglinga í Danmörku um næstu helgi. Mót ið fer f ram í bæn um Nærum sem er í nágrenni Kaup- mannahafnar. Landsliðsmenn ÍRB eru þau Birkir Már Jónsson, sem skráður er til keppni í 50, 100 og 200m flugsundi ásamt 200 og 400m skriðsundi, og Helena Ósk Ívars- dóttir sem keppir í 50, 100 og 200m bringusundi. Birkir og Helena keppa á NM

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.