Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.12.2004, Síða 32

Víkurfréttir - 02.12.2004, Síða 32
32 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Knattspyrnumennirnir Þórarinn Kristjánsson og Hörður Sveinsson frá Keflavík héldu á þriðjudag utan til Suður-Kóreu þar sem þeir verða við æfingar hjá lið- inu Busan Icons í vikutíma. Leikmennirn ir voru meðal burðarása Keflavíkurliðsins sem vann Bikarmeistaratitilinn í sumar og vöktu athygli forráða- manna félagsins. Busan er eitt af stærstu félög- unum þar í landi og er fjór- faldur meistari og sigraði í Meist- aradeild Asíu 1987. Þjálfari liðsins er Ian Porterfield, sem var m.a. knattspyrnustjóri Chelsea og Aberdeen. KFÍ-Grindavík Grindvíkingar sækja botnlið KFÍ heim í kvöld í 9 umferð Inter- sport-deildarinnar. Ísfirðingar eru alltaf erfiðir heim að sækja, en þeim hefur ekkert gegnið á yf- irstandandi tímabili, eru neðstir án sigurs. Joshua Helm hefur borið liðið uppi og farið mikinn í sókn og í fráköstum, en ef Gindvíkingar taka hann úr umferð ætti eftir- leikurinn að verða auðveldur. Kiddi .......................................... ..................................................... ..................................................... .................................................... ...................................................... .................................. Keflvíkingar mæta Borgnes- ingum, öðru spútnikliði vetr- arins, í kvöld. Nýliðum Skalla- gríms hefur gengið flest í haginn hingað til, en nú verður leikið í Sláturhúsinu. Þar hafa Keflvík- ingar ekki tapað deildarleik í háa herrans tíð og þurfa lærisveinar Vals Ingimundarsonar að hafa sig alla við og treysta á lukkuna. „Skallagrímur er með flott lið sem hefur komið á óvart í vetur, þannig að við mætum á fullu í þennan leik,“ segir S igurður Ing imundarson , þjálfari Keflvíkinga. „Við höfum ekki verið að leika nógu vel í deildinni og stefnum á að bæta ír því.“ Grannaliðin Keflavík og Grinda- vík eigast við í 1.deild kvenna á heimavelli hinna fyrrnefndu á miðvikudaginn. Keflavík hefur bor ið höf uð og herðar yfir önnur lið í vetur en Grindavík- urstúlkur hafa sýnt góða takta að undanförnu og verða ekki auðveld bráð. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, segir góðan anda ríkja í sínum herbúðum eftir sigurinn í hópbílabikarnum um síðustu helgi. „Stemmningin hjá okkur er fín. Það er stutt í Jólafrí og við ætlum okkur að vinna alla leiki fram að jólum til að hafa þægilegt forskot þegar að því kemur.“ E r l a Þ o r s t e i n s d ó t t i r h j á Gr indavík seg i r ó far i rnar g e g n K e f l v í k i n g u m í Hópbílabikarnum á dögunum ekki hafa áhrif á þennan leik. „Við erum búnar að gleyma honum og stefnum á að vinna þennan leik. Við höfum verið á réttri leið að undanförnu og stígandinn góður í hópnum og stefnum á að gera enn betur.“ Njarðvíkingar mæta Stúdínum í 1. deild kvenna í körfuknattleik á mánudag. ÍS hefur spilað vel í vetur en Agnar Mar Gunnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, segir að sigur sé möguleiki. „Þær eru að spila á litlum hópi þannig aðef við mætum tilbúin til leiks og nýi leikmaðurinn kemur vel út eigum við að geta unnið þær.“ Keflvíkingar til Suður-Kóreu Davíð Páll Hermannsson og félagar hans í Grindavík unnu sannfærandi sigur á Haukum í Intersport-deildinni í síðustu viku. Þeir fylgdu sigrinum eftir með því að slá Val út í 32-liða úrslitum Bikarkeppni KKÍ og virðast komnir á beinu brautina á ný. Í kvöld mæta þeir KFÍ á Ísafirði og er Páll Axel Vilbergsson, fyrirliði þeirra, viss um að leikurinn verði ekki auðveldur þrátt fyrir slaka frammistöðu Ísfirðinga framan af vetri „Við höfum alltaf þurft að hafa fyrir sigrunum á Ísafirði og þessi leikur verður engin undantekning. Við höfum verið að spila betur undanfarið, en getum samt ekki leyft okkur að vera værukærir.“ Njarðvík mætir ÍS Grannaslagur í kvennakörfunni Skallarnir mæta í Sláturhúsið Keflvíkingar hafa hafið við- ræður við aðra aðila en Guð- jón Þórðarson um þjálf un knattspyrnuliðs félagsins eftir að frestur sem Guðjón fékk til að svara tilboði þeira rann út í vikunni. Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildar- innar, segir þó ekkert ákveðið í þeim málum enn. „Við byrjum að ræða við aðra aðila í dag (á miðvikudaginn). Við höfum ekki slitið samningarviðræðum við Guð jón form lega, en reiknum hins vegar ekki sérstak- lega með honum.” Rúnar bætti því við að þessar tafir væru bagalegar og væri ekki laust við að nokkur upp- lausn skap að ist, m.a. hvað varðar leikmannamál, auk þess sem ástandið væri ekki gott fyrir móralinn í hópnum. „Við höf um samt eng ar áhyggjur af þessum málum og stefnum að því að klára þessi mál fyrir helgina.” Í umfjöllun Víkurfrétta um mál ið í síð ustu viku ýj aði heimildarmaður blaðsins að því að sú ákvörðun að önnur lið en Keflavík og Njarðvík fengju ekki lengur æf ingar- tíma í Reykjaneshöll stafaði að nokkru leyti af því að Grind- víkingar hefðu fengið Milan Jankovic, þáverandi þjálfara Keflvíkinga til sín. Gunnar Oddson, formaður Menningar- íþrótta og tóm stunda ráðs Reykjanesbæjar, vill hins vegar taka fram að ekkert er hæft í þeirri fullyrðingu. Keflvíkingar ræða við aðra aðila -Guðjón þó ekki úti úr myndinni VF-mynd/Þorgils Leikmenn Ljónanna eru miklir mömmudrengir og ætla því að heiðra mömmur sínar og annarra með því að bjóða þeim frítt á næsta heimaleik, sem er á sunnudag 5. des. kl. 15:30. Allar mömmur eru velkomnar og eftir leikinn verður þeim boðið upp á kaffi, kökur og annað góðgæti. Við vonumst til að sjá sem flestar mömmur á leiknum og mamma, ég vona að þú komist. Kveðja, Ljónin Mömmudagur Ljónanna Fimleikastúlkur úr Keflavík náðu góðum árangri á Haustmóti í tromp- fimleikum sem fór fram í Ágarði í Garðabæ á dögunum. Þar náðu þær öðru sæti á eftir liði Selfoss, en Fylkir var í þriðja sæti. Stúlkurnar frá Keflavík hafa verið að æfa Trompfimleika að jafnaði í 2 til 4 ár, en sumar þó nokkuð lengur. Fengu silfur á fimleikamóti Ferskar Íþróttafréttir daglega vf.is LEIKIR VIKUNNAR

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.