Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.01.2005, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 20.01.2005, Blaðsíða 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Vals fimmtud ags EFTIR VAL KETILSSON Útgefandi: Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamenn: Auglýsingadeild: Útlit, umbrot og prentvistun: Hönnunardeild Víkurfrétta: Prentvinnsla: Dagleg stafræn útgáfa: Skrifstofa Víkurfrétta: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Jóhannes Kr. Kristjánsson (fréttir), sími 421 0004, johannes@vf.is Þorgils Jónsson (fréttir og íþróttir), sími 421 0003, sport@vf.is Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Jón Björn Ólafsson, sími 421 0001, jbo@vf.is Víkurfréttir ehf. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, s: 421 0005, kolla@vf.is Anita Hafdís Björnsdóttir, s: 421 0013, anita@vf.is Þorsteinn Kristinsson, s: 421 0011, steini@vf.is Prentsmiðjan Oddi hf. www.vf.is og vikurfrettir.is Stefanía Jónsdóttir, sími 421 0012, stebba@vf.is Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 421 0009, gudrun@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 1010, aldis@vf.is 8 RITSTJÓRN VÍKURFRÉTTA Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15 Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild. Fréttavakt allan sólarhringinn er í síma 898 2222 Himnesk gjöf Datt niður í lestur góðrar bókar um daginn í einni af mínum fyrstu heimsóknum til vinafólks á nýárinu. Ekki svo að maður hlammi sér upp í sófa hjá fólki og lesi bækur eins og ekkert sé, heldur lá skruddan á borðstofu- borðinu og kallaði á athygli mína á meðan húsfreyjan hellti uppá könnuna. Þetta var ein af þessum bókum sem fjallar um kærleika og sannleika í daglegum samskiptum okkar við hvort annað og hvernig við getum breytt neikvæðum kenndum í jákvæðar við það eitt að sýna hvort öðru samhygð. Veit ekki hvað það var í andrúmsloftinu sem fékk mig til að opna bók- ina en kaflinn sem ég fletti upp á fjallaði um ríkan mann. Ég hugsaði með mér hvernig í ósköpunum geta menn smokrað svoleiðis vitleysu inn í bókaflokk sem á að fjalla um kærleika og sannleika? Gat það verið að auð- valdið læddi sér inn bakdyramegin í kjarnabókmenntir mann- gæskunnar? Ég hreinlega varð að lesa áfram, enda húsbónd- inn upptekinn við að raða kaffibollum á bakka. Nei, auðvitað lágu allt aðrar hvatir að baki því sem þarna var ritað. Þarna stóð skýrum stöfum að það að gefa af eigum sínum væri lítil gjöf en hin sanna gjöf væri að gefa af sjálfum sér. Eigur væru nefnilega ekkert annað en hlutir sem þú geymir og gætir af ótta við að þarfnast þeirra á morgun. Svo mörg voru þau orð. Í allt annari bók, sem ég hafði blessunarlega lesið heima hjá mér, stóð að líf þess sem lifir eingöngu fyrir sjálfan sig sé auvirðilegt og að samhygðin geri okkur meiri. Bókstafleg merking orðsins samhygð er samkvæmt íslenzkri orðabók, sem ég fékk í fermingargjöf frá Soffu frænku, samúð eða samhugur. Það þýðir að gera sér grein fyrir að líf annarra sé jafn mikilvægt og manns eigið, draumarnir jafn mikilvægir, börnin eins mikils virði og sársaukinn eins raunverulegur. Samhygðin geri okkur víðsýnni, eykur elskusemi, blíðu og þolinmæði. Hún meira að segja gerir okkur líka kleift að sam- þykkja aðra eins og þeir eru og sætta okkur við að þeir eru ólíkir okkur! Guð, hvað ég vildi að við færum að beina augum okkar að mikilvægi þessara þátta í mannlegum samskiptum. Og þá meina ég, við öll! Við þurfum að láta hjartað okkar ráða för, mun oftar en við gerum í dag. Vissulega lögðum við okkar af mörkum í landssöfnunina um helgina og þó við björgum ekki öllum heiminum með lítilli gjöf, þá lögðum við okkar skerf fram af samúð, samhug eða samhygð, allt eftir því hvaða orð þið kjósið nota. Hafið hjartans þakkir fyrir það. ©RITSTJÓRNAR BRÉFPáll KetilssonR I T S T J Ó R I S K R I F A R Þ að eru ótrúlegar tölur sem okkur berast úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fimmtíu pró-sent aukning starfa í tengslum við starf- semina þar á næstu tíu árum samkvæmt nýrri spá breskra sérfræðinga. Þ að þýðir að fjöldi starfa mun aukast um nærri eitthundrað á ári næsta áratuginn. Fjöldi starfa í dag sem tengjast fluginu og starfsemi í Leifsstöð, áhafnir meðtaldar, eru um 1800. Við erum því að tala um nærri eittþúsund störf eða um eitthundrað á ári næstu tíu ár! Þetta eru svakalega tölur gangi spáin eftir. Auðvitað eru þetta ekki allt störf sem fólk á hér Reykjanesi fær en kannski helminginn. F lugstöð Leifs Eiríkssonar ehf. hefur nú þegar brugðist við þessari nýju spá með frekari framkvæmdum og breytingum í og við stöðina. Við sem búum hér á þessu svæði höfum líka fundið fyrir vexti í „stóriðjunni” okkar. Ekki bara með fleiri störfum heldur líka með auk- inni starfsemi þjónustuaðila og fyrirtækja sem koma að þessari grein. Við sjáum t.d. hvernig bíla- þjónustuaðilar hafa vaxið, rekstur sem var ekki til fyrir nokkrum árum. Frábær þjónusta fyrir flugfarþega sem geta geymt bílinn sinn á góðum stað og fengið hann hreinan og fínan við heim- komu. Og þess vegna látið redda viðgerð á meðan eigandinn er í burtu. Með frekari vexti í Leifsstöð aukast möguleikar fyrir fleiri smærri fyrirtæki, ýmsa þjónustu í verslun og veitingamennsku svo eitthvað sé nefnt. N ærliggjandi bæjarfélög eins og Reykja-nesbær þurfa að vinna meira í því að fá ferðamenn til að stoppa. Kannski ekki eins og í Amazing Race en útlendingar ættu ekki að verða sviknir af því og ekki var annað að sjá að keppnisfólkið í þessu sjónvarpsþætti hafi fengið frábærar móttökur, hvar sem það stoppaði þó einstaka hafi verið búinn að skemmta sér um nóttina. F lugþjónustubraut er ný námsbraut í Fjöl-brautaskóla Suðurnesja og er unnin í sam-vinnu við Flugþjónustuna á Keflavíkurflug- velli, IGS. Það var vel til fundið og kominn tími á að útbúa nám eða starfsnámsbraut eins og þessa. Nú eru tuttugu manns á skólabekk og læra t.d. innritun og almenna þjónustu við flugfarþega. Þ rátt fyrir þessar góðu fréttir verða sveitarfé-lögin að halda áfram að vinna að uppbygg-ingu atvinnulífsins eins og Reykjanesbær hefur verið að gera með uppbyggingu í Helguvík. Með allsherjar sameiningu gætu hin sveitarfélögin orðið sterkari í því átaki en því miður virðist ekki mikill sameiningartónn í nágrönnum Reykjanes- bæjar. Stóriðjan okkar öKASSINNPÓST Hefur þú ábendingu um neytendamál, vilt koma á framfæri hrósi eða skömmum? Sendu okkur línu á: postur@vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.