Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.01.2005, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 20.01.2005, Blaðsíða 20
20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Maður ársins 2004 á Suðurnesjum fengið að kynnast því. Hann hefur sótt um styrki fyrir Bláa herinn um allar jarðir. „Mér fannst eðlilegast að geta farið til umhverfisráðherra sem þá var hel- tekinn af starfsemi Græna hersins sem Stuðmenn stóðu fyrir og fór þvers og kruss um allt land. Ráðherra var búinn með allt fjármagnið sem notaður var til styrktar ýmsum málefnum en hún lét mig hafa 25 þúsund krónur. Það var fyrsta framlagið sem umhverfisráðherra styrkti Bláa herinn með og ég var ákaf- lega þakklátur. Það sýndi það að ég gæti sótt um aftur næsta ár ef ég yrði snið- ugur og myndi halda utan um það sem við værum að gera og senda það inn í er- indaformi með myndum,” segir Tommi og brosir. Leiðréttum fortíðina fyrir framtíðina Blái herinn er með slagorðið Leiðréttum fortíðina fyrir framtíðina og segir Tommi að það séu til allskyns úrræði fyrir fólk til að losa sig við það sem tilfellur af rusli. „Af hverju er það þá að nota sjóinn til að henda þessu rusli? Þessi hugsunarháttur er út úr kortinu í dag. Ef við ætlum að vera fyrirmyndarsamfélag þá verða allir að leggjast á eitt í þessu máli. 95% þjóð- arinnar hugsar um þessi mál en það eru þessi 5% sem angra alla hina með aum- ingjaskap,” segir Tommi ákveðinn. Nú eru 10 ár síðan vísir að Bláa hernum varð til. Finnurðu fyrir hugarfarsbreyt- ingu hjá fólkinu? Já, ég finn það og það vita mjög margir af því sem við erum að gera. Það auð- vitað skiptir máli en við þurfum að verða meira áberandi. Hefurðu fundið fyrir miklum stuðningi? Reykjanesbær hefur hrundið af stað heil- miklum hreinsunarverkefnum sem er mjög gott mál. Ég sit í umhverfisnefnd ásamt fleiru góðu fólki og það er vilji til að gera meira. Bæjarstjórinn á mik- inn heiður skilið fyrir að vilja hreinsa strandlengjuna og fegra bæinn. Þetta er allt í beinu framhaldi af því að verið er að byggja þetta sveitarfélag upp með miklum myndarbrag. Ég er ofsalega sáttur við það að Reykjanesbær ætli að hreinsa til við Stapann. Það finnst mér mjög spennandi verkefni því þar eru hundruðir tonna af járnarusli. Þetta var öskuhaugur allra Reyknesinga í gamla daga og þar var ruslinu sturtað fram af. Og þetta er nefnilega verið að gera víða um land, að sturta rusli í sjóinn. Það þarf að taka á þessu máli og benda sveitarfé- lögum á þetta. Ég hef trú á því að það eigi eftir að verða mikil hugarfarsbreyt- ing hjá sveitarfélögum landsins í framtíð- inni. Ég skal glaður benda á ruslahaug sem er í alfaraleið til höfuðborgarinnar og sést vel frá þjóðvegi 41, strandlengjan milli álversins og golfvallarins þar, algjör synd fyrir Hafnfirðinga að hafa þetta svona. Hvað með unga fólkið? Síðasta sumar virkjaði ég með mér hóp af unglingum til að þrífa Fitjasvæðið og það gekk mjög vel. Krakkarnir voru áhugasamir. Núna langar mig til að virkja unglinga úr golfinu og fá þau í hreinsun í Leirunni í vor og þrífa strand- lengjuna við golfvöllinn því hún er alveg pökkuð af rusli. Það eiga eftir að koma margir vörubílar af rusli þaðan. Sérðu mikið af svona verkefnum á Suð- urnesjum? Já, um allan skagann. Það eru svo ótrú- lega margir staðir sem við þurfum að hreinsa hér á svæðinu. Hvert er framhaldið? Ef Blái herinn myndi fá gott bakland til að geta unnið með þá er Ísland stórt og strandlengjan löng. En þar sem við aug- lýsum fyrir útlendinga að Reykjanesið sé fyrst og síðast á ferð útlendinganna þá byrjum við að þrífa hér á skaganum og gerum hann umhverfisvænni en hann er. Blái herinn ætlar sér stóra hluti í fram- tíðinni. Við ætlum okkur að fara inn í alla grunn- og leikskóla á landinu með ákveðið umhverfisverkefni þar sem við ætlum að ná til barnanna. Við ætlum að koma með lífið úr sjónum til þeirra í fiskikörum og segja þeim hvað dýrin heita, fræða þau um dýrin og leyfa þeim að lita þau í litabókina sína. Jafnframt ætlum við okkur að fræða þau um um- hverfismál svo langt sem þau skilja. Blái herinn hefur skorað á forseta Íslands til að taka þátt í hreinsunarverkefni á Álfta- nesi í vor þar sem fjörur verða hreinsaðar við Bessastaði. Var uppsögnin hjá slökkviliðinu hluti af kölluninni - átti þetta að fara svona? Ég er alveg sannfærður um að uppsögn mín hjá slökkviliðinu er hluti af þessu ferli því ég held að landið okkar, sem alltaf er verið að auglýsa svo hreint, þurfi á einhverjum að halda sem mun vinna að því að bæta ímyndina. Það er til ofsa- lega mikið af búrókrötum sem semja allskyns reglur sem fólk reynir að fara eftir en reglugerðafarganið lendir bara í skúffum eða hillum, en það eru nú ekki margir sem gera út á það að vilja verða ruslakallar. En ég er alveg sáttur við það ef ég á eftir að geta lifað mannsæmandi lífi og byggt upp minn Bláa her og þessa hugsjón að við getum leiðrétt fortíðina fyrir framtíðina. Ég yrði sáttur við það hlutverk því það er mín köllun. Tómas hefur virkjað ungt fólk til þess að taka þátt í umhverfisátaki. Þessi hreinsuðu Ósabotna við Hafnir. Páll Ketilsson ritstjóri Víkurfrétta afhenti manni ársins, Tómasi J. Knútssyni stofnanda og formanni Bláa hersins viðurkenningarskjal. Í skjalinu segir að Tómas hafi verið valinn maður ársins fyrir óeigingjarnt starf í þágu umhverfisins síðustu 10 ár. Blái herinn, með Tómas J. Knútsson í fararbroddi hefur átt stóran þátt í að gera íbúa Suðurnesja meðvitaða um umhverfisvernd og fegrun umhverfisins.Ástandið er víða svona í fjörum Suðurnesja. Þetta er í Sandvík á Reykjanesi.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.