Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.01.2005, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 20.01.2005, Blaðsíða 23
VÍKURFRÉTTIR I 3. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 20. JANÚAR 2005 I 23 á Perfect Slim grenningargelinu 15% afsláttur Fitubrennsla Fitubrennsla Ekki láta appelsínuhúðina í friði: raunhæfur árangur hjá 85%* PERFECTSLIM * P ró fa ð á 5 0 k o n u m í 2 v ik u r Kynning á L’Oréal húðvörum Í Lyf & heilsu Keflavík Keflavík20. og 21. janúar frá 14-18 Frönsku neytendasamtökin gáfu L’Oréal Perfect Slim hæstu einkunn í ítarlegum prófunum á 10 tegundum af sambærilegum gelum og kremum á árinu 2004. ÞVÍ ÞÚ ÁTT ÞAÐ SKILIÐ. Laugardaginn 22. janúar kl.17:00 verður opnuð í sýn ing ar sal Lista- safns Reykjanesbæjar í Duus- hús um sýn ing á m á l v e r k u m Kristínar Gunn- laugs dótt ur og b e r s ý n i n g i n heitið ...máttur- inn og dýrð in, að eilífu.... Flest verkanna eru unnin á árunum 2001-2004 og hafa aldrei verið sýnd áður. Kristín útskrifaðist úr Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands árið 1987 og fór þá beint í fram- haldsnám til Ítalíu. Þar lærði hún m.a. íkonagerð í Róm og stundaði nám í Ríkisakademí- unni í Flórens árin 1988-1993. Kristín hefur síðustu 15 árin tekið þátt í mörgum sýningum, hér heima og erlendis og er þetta 10. einkasýning hennar. Kristín hefur hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar og hlotið nokkrum sinnum listamanna- laun frá Menntamálaráðuneyt- inu, síðast árið 2002-3. Verk hennar eru í eigu fjölda opin- berra safna, kirkna, fyrirtækja og einstaklinga. Í nýrri sýningarskrá segir Auður Ólafsdóttir listfræðingur m.a. um listamanninn. „Í þeim per- sónulega reiti sem Kristín hefur helgað sér í listasögunni hefur stundum verið að finna sér- kennilegar mannverur sem hver guðdómur og hver eilífð myndi vera fullsæmd af: fagureyga, tog- inleita öldunga með hárskúfa og í skóm með uppbrettri tá, standa þar tveir og tveir gegnt hvor öðrum, mitt í ómældu af bláu. Líkt og einsemd manns- ins sem hefur þörf fyrir speglun eða samveru.” Og síðar í sama texta má finna: „Í nýrri verkum Kristínar hafa öldungarnir ójarð- nesku vikið fyrir rótföstum vold- ugum trjám, með trausta, sam- fléttaða boli. Tré finnast líka í eldri verkum Kristínar, en þau eru af öðrum toga, eru mjó og spíruleg, andleg tré. Nýju trén eru hins vegar gömul tré, með rætur djúpt í jörðu, krónan teygir sig hins vegar ekkert sér- staklega hátt til himins.” Sýningin er opin alla daga frá kl. 13.00 - 17.30 og stendur til 6. mars. Í tilefni 90 ára vígsluafmælis Keflavíkurkirkju eru 4 verk eftir Kristínu sýnd í safnaðarheim- ili kirkjunnar, Kirkjulundi og verður sá hluti sýningarinnar opnaður kl. 16.00 þennan sama dag. Sýning í Listasafni Reykjanesbæjar 8 Sýningin ...Mátturinn og dýrðin, að eilífu...: Mikil aðsókn Mikil aukning hefur ver ið á gest um Íþróttamiðstöðvar- innar í Garði undanfarin ár og má finna athyglisverðar tölur um slíkt á heimasíðu sveitarfélagsins. Gestum í ljósabekki hefur fjölgað úr 3093 árið 2000 upp í 5542 á síðasta ári. Þá hefur gestafjöldi í þreksal rúmlega tvöfaldast á sama tímabili, eða úr 2546 upp í 6334. Mest er þó aukningin í að- sókn að sundlauginni en hana sóttu nær 25.000 gestir á síðasta ári sem er mikið stökk frá árinu 2000 þegar 11.150 komu í laugina. 8 Garður:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.