Víkurfréttir - 20.01.2005, Blaðsíða 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
hér verði áfram starfsemi.
Hvernig heldurðu að
starfsemi Varnarliðsins
verði í framtíðinni?
Það ferli er rétt að byrja. En ég
túlka það þannig að hér verði
að lágmarki fjórar þotur og öll
sú þjónusta sem þarf í kringum
hana. Hinsvegar hefur vinnu-
hópur á Suðurnesjum verið að
benda á það að Bandaríkjaher
gæti sparað umtalsverðar fjár-
hæðir án þess að skerða varnar-
hlutverkið ef hluti þessarar þjón-
ustu yrði í höndum Íslendinga.
Það er alveg ljóst að við munum
þurfa að taka meiri þátt í rekstri
flugvallarins í framtíðinni.
Þeirri hugmynd hefur verið
kastað fram að í stað þess að
byggja nýtt fangelsi í útjaðri
Reykjavíkur sé húsnæði sem
er til staðar á Keflavíkurflug-
velli auk verkstæðis sem þar
er. Þar yrði ógæfumönnum
sem lent hafa í fangelsi
hjálpað að byggja sig upp til
þátttöku í atvinnulífinu í stað
þess að róa fram í gráðið.
Er þessi hugmynd í
einhverju ferli?
Já, í þessu silalega ferli á
hraða snigilsins í íslenskri
stjórnsýslu í harðri baráttu
við þingmenn Reykjavíkur.
Hvað finnst þingmanninum
um fjármál Reykjanesbæjar?
Ég hlýt auðvitað sem aðrir að
hafa áhyggjur af þeim. Leigan á
skólum og íþróttamannvirkjum
er farin að taka sinn toll og
kemur niður á þjónustunni. Ég
fagna breyttri mynd bæjarins,
en spurningin er hvort farið
hafi verið of hratt. Ég hef nátt-
úrulega áhyggjur af því ef halla-
reksturinn fer að koma niður á
félagslegri þjónustu bæjarfélags-
ins. Þá hlýtur maður að spyrja
hvort of geyst hafi verið farið.
Sveitarfélag sem búið er að selja
eignir sínar en er samt rekið
með 800 milljón króna halla
og ég hlýt sem íbúi í Reykja-
nesbæ að spyrja hvert stefni.
Hvernig meturðu atvinnuá-
standið hér á Suðurnesjum?
Atvinnuástandið hér er mjög
skrýtið. Öðrum þræðinum er
talað um 2-3% atvinnuleysi
en hinum þræðinum þá heyrir
maður frá talsmönnum fyrir-
tækja að hér vanti vinnuafl.
Það segir manni auðvitað að
hér sé eitthvað að í kerfinu.
Hvað tækifæri sérðu?
Þau eru óendanleg því við
höfum alla innviði hér og
þeir eru eins og best verður á
kosið. Við erum næst stærsta
markaðnum. Við erum næst
stærstu höfnunum, við eigum
góða skóla og við eigum eitt
öflugasta orkufyrirtæki lands-
ins. Það sem ég tel að vanti hér
á svæðið er eitt öflugt og stórt
stóriðjufyrirtæki sem myndi
skapa hér mikla kjölfestu.
Hér á Suðurnesjum er aragrúi
af hugmyndaríku fólki. Vandinn
hefur verið sá að hér skortir
þolinmótt fjármagn til að koma
hugmyndunum af stað. Minn
draumur er sá að hér verði til
nýsköpunarsjóður Suðurkjör-
dæmis þar sem nýsköpunarfyrir-
tæki geti fengið ódýrt áhættufé.
Ég nefni sem dæmi fyrirtækin
Kaffitár og Undra sem teljast til
nýsköpunarfyrirtækja sem hafa
náð gríðarlega góðum árangri.
Við eigum fullt af fólki með
hugmyndir sem gætu orðið eins
og þau fyrirtæki sem ég nefndi.
Ég sé mikla möguleika í því
þegar hlutur ríkisins í Hita-
veitu Suðurnesja verður
seldur þar sem ég sé hluta
andvirðisins verða notaðan til
nýsköpunar og síðan annarra
verkefna hér á Suðurnesjum.
Ég sé einnig mikla möguleika
á kvennastörfum með nýju
hjúkrunarheimili fyrir aldr-
aða hér á Suðurnesjum.
Teldu upp fimm mál sem þú
munt vinna að á næstunni.
Uppbygging nýsköpunarsjóðs
fyrir frumkvöðla. Að halda
áfram samgöngumálum. Ná inn-
anlandsfluginu og nokkrum op-
inberum stofnunum á svæðið.
Halda áfram uppbyggingu
heilbrigðisþjónustunnar á svæð-
inu. Bæta enn frekar menntun
og menningu á svæðinu.
VF Á ALÞINGI