Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.01.2005, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 20.01.2005, Blaðsíða 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Haust ið 2005 hefst í Reykjanesbæ fjarnám í hjúkrunarfræðum við Háskólann á Akureyri. Námið fer fram í heil brigð is deild og tekur 4 ár og brautskrást nemendur með B.Sc. gráðu. Markmið námsins er að búa nemendur undir að gegna al- mennum hjúkrunarstörfum svo og stjórnunar- og fræðslu- störfum á flestum sviðum heil- brigðisþjónustu. Kynningarfundur um fjarnám í hjúkrunarfræði verður haldinn í Miðstöð símenntunar á Suð- urnesjum föstudaginn 28. jan- úar kl. 14:00. Ásrún K. Sigurðar- dóttir brautarstjóri hjúkrunar- deildar HA mun koma og kynna námið. Einnig munu nemendur sem útskrifuðust sumarið 2004 segja frá sinni reynslu með fjar- námið. Allir sem hafa áhuga eru hvattir til að mæta í Miðstöðina að Skólavegi 1. Umsóknarfrestur um fjarnám í hjúkrunarfræði er til 1. mars 2005. Umskipti eru framundan hjá Þorsteini Sigurðs-syni, sem hefur rekið Rafþjónustu Þorsteins að Iða- völlum um 20 ára skeið. Hann hefur sagt skilið við rafvirkj- unina og Arnar Stef ánsson tekið við rekstrinum sem mun héðan í frá ganga undir nafn- inu Rafpóll. Arnar er ekki ókunnugur rekstr- inum því hann hefur unnið hjá Þorsteini síðustu 9 ár og veit að hverju hann gengur. „Þetta er náttúrulega mikil áskorun,” sagði Arnar í samtali við Víkur- fréttir. „En ég er fullur tilhlökk- unar á að takast á við hana og er bjartsýnn með framhaldið.” Félagarnir segja samkeppnina vera nokkra á rafverktakamark- aðnum en nóg sé þó að gera á meðan verið er að byggja svo ört. Þorsteinn vill koma á framfæri þakklæti til viðskiptavina sinna í gegnum árin og vonar að þeir skipti áfram við Rafpól. „Það verður tekið vel á móti þeim sem og nýjum,” bætir Arnar við. Þorsteinn kveður nú rafvirkja- bransann eftir 20 ár eins og áður sagði og snýr sér að ferða- mannaþjónustu. Hann og kona hans, Sigríður Snorradóttir, hafa rekið ferðamannamiðstöðina í Húsafelli undanfarin tvö sumur og hyggjast nú snúa sér að rekstr- inum þar af fullum krafti. „Ferðamannatímabilið er alltaf að lengjast og núna eru það bara þrír mánuðir á ári sem eru dauðir, nóvember, desember og janúar. Þetta er orðið fullt starf hjá okkur enda erum við með verslun, veitingasal, tjald- stæði, litlu sumarhúsin sem og gamla bæinn. Við erum búin að stækka veitingasalinn og getum núna tekið á móti meira en 100 manns í sal.” Þorsteinn segist una sér vel í Húsafelli. „Þetta er alveg frá- bært. Við búum bara þarna í okkar bústað í ótrúlegri veður- blíðu þannig að þetta verður ekki betra.” Eigendaskipti hjá Raf- þjónustu Þorsteins Hjúkrunar- fræðinám við HA kynnt hjá MSS 8 Viðskipti og atvinnulíf: Þorsteinn afhendir Arnari lyklavöldin að fyrirtækinu. Laug ar dag inn 22. jan næstkomandi mun lista-maðurinn Pétur Gautur opna myndlistasýningu sína í listasal kaffibrennslu Kaffitárs við Stapabraut 7 í Njarðvík. Sýningin er opin á opnunartíma kaffihússins og stendur til 22. mars nk. Missið ekki af einstöku tækifæri til að sjá verk eftir Pétur Gaut hér á Suðurnesjum yfir gæða- kaffitársbolla. Verið velkomin. Keflavíkurkirkja mun bjóða upp á Tólf spora starf í vetur og verður fyrsti fundurinn í kvöld kl. 18 og svo vikulega á hverjum fimmtudegi. Kirkjan býður þátttakendum upp á þetta starf þeim að kostn- aðarlausuutan þess að þeir þurfa að kaupa sér vinnubókina sem notast er við. Upplýsingar veitir María Hauks- dóttir í símum 864-5436 og 421-5181 og einnig í Kirkju- lundi s: 420-4300. Tólf sporin-Andlegt ferðalag Pétur Gautur í Kaffitári Þórhallur Guðmundsson m i ð i l l s t a r f a r h j á Sálarrannsóknafélagi Su ð u r n e s j a þ r i ð j u d a g i n n 25. janúar nk. Þá mun Skúli Lorantsson starfa hjá félaginu 9. febrúar. Tímapantanir eru í símum 421 3348 eða 866 0621. Þá má geta þess að Guðrún Hjörleifsdóttir er væntanleg til félagsins. Miðlar hjá S.R.F.S. FRÉTTAVAKT VÍKURFRÉTTA 898 2222 ALLAN SÓLARHRINGINN

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.