Víkurfréttir - 03.02.2005, Blaðsíða 27
VÍKURFRÉTTIR I 5. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 3. FEBRÚAR 2005 I 27
Einn góðan janúardag sem við íbúar Reykja-nesbæjar fengum fór ég
ásamt dóttur minni, sem er á
þriðja aldursári, út með skóflu
og fötu og var ferðinni heitið á
leikvöll húsanna í kring. Þegar
þangað var komið lá auðvitað
mikið á að hefjast handa við að
moka í fötuna.
En allt kom fyrir ekki. Mér til
mikillar undrunar var sandkass-
inn í svo óásættanlegu ástandi
að ekki væri köttum bjóðandi!
Svo útskitinn sandkassi held ég
að hafi ekki sést áður og hef ég
nú farið á marga leikvelli hér í
bænum á síðustu árum. Með
öllum brögðum og ýmsum út-
skýringum fékk ég dóttur mína
til að hætta við að fara í sand-
kassann því við vildum skiljan-
lega ekki fá „kisukúk” á skófl-
una okkar. Þessi ferð endaði því
þannig að barninu, sem hefur
mest gaman af því að moka og
búa til sandkökur, var vísað frá
sandkassanum og fengið til að
leika að öllu öðru á leikvellinum
og móðirin fékk nóg. Næstu
daga á eftir fengum við foreldr-
arnir að heyra spurningar barns-
ins um það hvort þessi köttur
hefði kúkað í sandkassann þegar
kettirnir gengu framhjá húsi
okkar eða bíl.
Mér sem móður og íbúa Reykja-
nesbæjar er hreinlega nóg boðið.
Þó svo ég hafi alltaf verið mikill
dýraunnandi er þetta ekki að
neinu leyti ásættanlegt. Það eru
margir sem vildu eiga gæludýr
en vegna mikillar ábyrgðar sem
fylgir því að eiga blessuð dýrin
eru margir sem hreinlega hætta
við að eignast eitt slíkt. En þeir
sem eiga gæludýr eru margir
ekki að standa sig nógu vel í
því að bera ábyrgð á þeim. Sem
betur fer eru þessir eigendur í
minnihluta en þó þykir mér það
miður að þeir skuli yfir höfuð
vera til. Ég veit að það er ekkert
sem bannar lausagang katta hér
í bænum ENNÞÁ en ég vona
að því verði breytt því að þetta
hefur verið vandamál til margra
ára ekki bara hér heldur á land-
inu öllu. Mér finnst þó bót í
máli að nú beri kattaeigendum
að skrá ketti sína eins og hundar
hafa verið skráðir til fjölda ára.
En þá verður líka að gera eitt-
hvað í því ef eigendur gera það
ekki og ganga á eftir því að það
sé gert. En það eina, að mínu
mati, sem getur útrýmt þessum
vanda er ef að lausagangur katta
verið bannaður með öllu með
sömu reglugerð sem sett var um
hundahald. En það er auðvitað
á valdi bæjarstjórnar okkar og
heilbrigðisyfirvalda.
Í 8. grein samþykktar um katta-
hald á Suðurnesjum segir meðal
annars; „Leyfishafa er skylt að
gæta þess að köttur hans valdi
ekki tjóni, hættu, óþægindum,
óþrifum eða raski ró manna.”
Það sem blasir við okkur núna í
hverfinu eru óþægindi, óþrif og
ég vil einnig segja tjón því við
vitum það öll að þegar svona
gerist þarf einhver að þrífa þetta
upp og er það að mínu mati
nauðsynlegt að tæma kassann
og fá nýjan sand í hann áður
en mín börn fá að leika sér í
honum aftur. En hversu lengi
það endist er önnur saga. Með
þessu sjáum við að þetta er
svo sannarlega brot á þessum
samþykktum sem liggja fyrir.
En þetta er einmitt það sem er
að gerast á hverjum degi allt í
kringum okkur. Og hvað erum
við að gera í þessu? Ekki neitt.
Bara láta þetta fara í taugarnar á
okkur og gleyma því svo þangað
til að það fer aftur í taugarnar
á okkur. Að saklaus börn geti
ekki farið út að leika sér á eigin
spýtur án þess að foreldrar þurfi
nánast að yfirfara leikvöllinn er
fyrir neðan allar hellur.
Ég er viss um að ég tala fyrir
hönd marga for eldra hér í
bænum með þessum orðum.
Ég er ekki að úthúða köttum
bæjarins eða að setja alla undir
sama hatt en eitt vil ég vita. Er
ekki betra að eigendur katta beri
meiri ábyrgð á þeim eins og eig-
endur hunda þurfa að gera en
að við (sem eigum ekki ketti og
höfum þar með valið að þurfa
ekki að hafa áhyggjur af þessu)
þurf um að hafa áhyggjur af
þessum hlutum? Þessari spurn-
ingu varpa ég fram og vona að
umræða hefjist um þessi mál
sem hafa svo oft verið rædd við
eldhúsborð íbúa hér til fjölda
ára. Bæjarstjórn okkar hlýtur
að geta gert eitthvað til að bæta
úr þessu og það hlýtur að vera
eitthvað sem við íbúar bæjarins
getum gert með þeirra aðstoð
til að losna við þetta vandamál
fyrir fullt og allt.
Með von um góð viðbrögð,
Móðir barna í Reykjanesbæ.
Köttur í bandi? - Vangaveltur móður
8 Móðir í Reykjanesbæ skrifar:
öKASSINNPÓSTSendið okkur aðsendar greinar á:postur@vf.is
Það má með sanni segja að 24. janúar hafi verið óheilla dag ur eins og
spáð var. Það var hringt á heim-
ili mitt þennan dag frá Heil-
brigðiseftirliti Suðurnesja og
tilkynnt að búið væri að hand-
sama heimilisköttinn og lausn-
argjalds krafist kr. 22.700 og að
auki kr. 4.500 fyrir örmerkingu
samtals 27.200 að öðrum kosti
yrði kötturinn aflífaður.
Mikið fát kom á heimilisfólkið
og góð ráð dýr enda er hann orð-
inn hluti af fjölskyldunni orð-
inn tveggja og háls árs, ljúfur og
góður. Úr varð að lausnargjaldið
var greitt og hann færður heim.
Ekki get ég séð að hann hafi
þroskast mikið við þessa raun
og fer sínar leiðir út og inn
eftir sem áður örmerktur og
skráður. Það er greinileg stefna
hjá Reykjanesbæ að útrýma öllu
kattarhaldi í bænum, þar sem
um 70 kettir hafa þegar verið
aflífaðir frá því að gjaldskylda
var tekin upp að sögn starfs-
manns hjá Heilbrigðiseftirliti
Suðurnesja. Fólki bregður við
að heyra þessa upphæðir, sem
nefndar eru og lætur því aflífa
kettina frekar en greiða uppsett
lausnargjald. Stefna Reykjanes-
bæjar er greinileg að fólk fái sér
smáhund í stað katta enda er
lúkkið fínna að þeirra mati.
Argur kattareigandi.
Lausnargjald krafist fyrir heimilisköttinn
8 Argur kattareigandi skrifar:
Auglýsingasími VF 421 0000
Fjárhagsáætlun Vatns-leysustrandarhrepps fyrir árið 2005 var sam-
þykkt á síðasta fundi hrepps-
nefndar. Í áætluninni er gert
ráð fyrir óbreyttum rekstri.
Varðandi fjárfestingar er
gert ráð fyrir að setja Íþrótta-
miðstöðina inn í fasteignafé-
lagið og jafnframt að byggja
við hana. Í viðbyggingunni
verður ný félagsmiðstöð auk
þess sem búningsaðstaða
verður stækkuð og geymslu-
rými verður aukið.
Á næsta fundi hreppsnefndar
verður sett á laggirnar þarfa-
greininganefnd sem hefur það
hlutverk að skilgreina þörfina
á viðbótarrými og mun skila
af sér tillögum með aðstoð
hönnuða hússins. Aðrar fjár-
festingar eru helst í gatna-og
umhverfismálum. Gert er ráð
fyrir að klára göngustíganetið
í Vogum og gangstéttar við
byggðar götur.
Viðbætur fyrirhug-
aðar á íþróttamið-
stöðinni í Vogum