Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.02.2005, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 17.02.2005, Blaðsíða 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 8 Hópsnes GK: Grindvískafréttasíðan U m s j ó n : Þ o r s t e i n n G u n n a r K r i s t j á n s s o n Hópsnes GK 77 fékk 10 tonn á 36 bjóð um helgina og voru bátsverjar að vonum ánægðir við löndun. Tíðarfarið hefur verið mönnum erfitt til sjósóknar það sem af er ár- inu og er því svona róður kærkominn til að lífga upp á tilveruna. Örn Rafnsson skipstjóri sagði að veiðin væri heldur að glæðast og er bjartsýnn á að þetta verði góð vertíð. Nú í árs byrj un hætti Úraverslun Gilberts úr-smiðs í Grindavík starf- semi sinni eftir 27 ára farsælan verslunarrekstur. Í samtali við Gilbert úrsmið sagði hann að þróunin hefði verið stöugt niður á við, alltaf hafi verið verslað minna með hverju árinu og því sé þessi nið- urstaða óumflýjanleg. Gilbert segist alltaf hafa átt góð sam- skipti við Grindvíkinga og það sé einna eftirminnilegst að að- eins einu sinn hafi verið brotist inn í verslunina á öllum þessum tíma. Hann rekur aðra verslun við Laugaveg og þar er brotist inn reglulega og því hafi það verið gott að hafa aldrei þurft að hafa áhyggjur af versluninni í Grindavík. Gilbert sagði að það sé slæm þróun fyrir svæðið að heimamenn skuli ekki versla meira í heimabyggð en raun ber vitni og svo gæti farið að fólk þurfi að fara til Reykjavíkur eftir mjólkinni. Að lokum vildi Gil- bert koma á framfæri þakklæti til Grindvíkinga fyrir samskiptin og verslunina á öllum þessum árum og óskar þeim velfarnaðar á komandi tímum. Slysavarnardeildin Þór-katla í Grindavík sinnir ýmsum verkefnum og fást þær talsvert við forvarnar- starf. Fyrir stuttu buðu þær börnum sem fædd er 1999 og 2000 upp á leiksýningu hjá Brúðubílnum. Sýningin er byggð á sögunni “Númi og höf- uðin sjö” sem kom út árið 2000 og gaf þá Landsbjörg öllum leikskólum landsins eintak af bókinni. Landsbjörg fékk svo brúðuleikhús Helgu Steffensen til að setja upp sýninguna og er það svo verkefni deildanna að bjóða upp á sýningar fyrir börnin. Fjáraflanir sem Þór- kötlurnar standa fyrir fara upp í kostnaði við slík verkefni og ýmislegt fleyra sem brennur á þeim og hefur forvarnargildi. Voru börnin hæstánægð með sýninguna og hörfði dáleidd á ævintýrið spretta fram þegar brúðurnar túlkuðu söguna Undanfarin ár hafa stelpurnar í slysavarnardeildinni Þórkötlu selt blóm á konudaginn en að þessu sinni og þykir þeim leitt að þurfa að hætta því. Þórkötl- urnar eru ein öflugasta kvenna- deild in á land inu og til að standa undir því þarf að sinna gríðarlegu starfi. Blómasalan hefur í gegnum tíðina skilað deildinni góðum tekjum en þó hafa þær minnkað síðustu árin. Mikil vinna og allt að 3ja vikna undirbúningur hefur fylgt blómasölunni og til að mynda hafa þær keyrt blómum upp í Mosfellsbæ og út í Garð. Þykir þeim miður að þurfa að hætta þessari þjónustu við sjómenn og aðra menn sem gleðja vilja eiginkonur sínar og kærustur en nú eru breytt ir tímar og hægt er að versla blóm nánast hvar sem er. Vilja Þórkötlurnar koma þakklætiskveðjum til allra þeirra sem hafa stutt þær með blómakaupum í gegnum tíðina. Þá vilja þær minna á Sjóarann síkáta en þá selja þær ýmsan varning og jafnframt munu þær baka og selja kökur við ýmis tækifæri. BREYTTIR TÍMAR HJÁ ÞÓRKÖTLUM 8 Slysavarnakonur: Tíu tonn á 36 bala Úraverslun Gilberts hættir eftir 27 ára starf 8 Verslun og viðskipti í Grindavík:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.