Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.02.2005, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 17.02.2005, Blaðsíða 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Útgefandi: Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamenn: Auglýsingadeild: Útlit, umbrot og prentvistun: Hönnunardeild Víkurfrétta: Prentvinnsla: Dagleg stafræn útgáfa: Skrifstofa Víkurfrétta: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Jóhannes Kr. Kristjánsson (fréttir), sími 421 0004, johannes@vf.is Þorgils Jónsson (fréttir og íþróttir), sími 421 0003, sport@vf.is Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Jón Björn Ólafsson, sími 421 0014, jbo@vf.is Víkurfréttir ehf. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, s: 421 0005, kolla@vf.is Anita Hafdís Björnsdóttir, s: 421 0013, anita@vf.is Þorsteinn Kristinsson, s: 421 0006, steini@vf.is Prentsmiðjan Oddi hf. www.vf.is og vikurfrettir.is Stefanía Jónsdóttir, sími 421 0012, stebba@vf.is Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 421 0009, gudrun@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 1010, aldis@vf.is 8 RITSTJÓRN VÍKURFRÉTTA Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15 Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild. Fréttavakt allan sólarhringinn er í síma 898 2222 ©RITSTJÓRNAR BRÉFJóhannes Kr. KristjánssonB L A Ð A M A Ð U R S K R I F A R Í næstu viku verður utandagskrárumræða á Al-þingi þar sem Jón Gunnarsson alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi mun ræða um málefni Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja. Nafni hans Kristjánsson heilbrigðisráðherra mun taka þátt í umræðunum og er vonandi að ráðherra gefi þau svör að sólarhringsvakt verði komið á á skurðstofum stofnunarinnar. Það er hreinlega hagsmunamál Suðurnesjamanna að sú ákvörðun verði tekin og mun bæta öryggi borgar- anna til muna. Töluvert hefur verið hringt í Víkurfréttir eftir að þær birtu viðtal við Einar Árnason og Karen Gunnlaugsdóttur sem misstu dóttur sína fyrir stuttu. Fólkið sem hefur hringt hefur greint frá atvikum þar sem litlu hefur mátt muna að illa hafi farið þegar flytja hefur þurft óléttar konur til Reykjavíkur í bráðakeisaraskurð. Sú stað- reynd að slík staða geti komið upp hvenær sem er ýtir enn frekar undir það að tekin verði ákvörðun um að sólarhringsvakt verði á skurðstofu HSS. Vonandi munu stjórnendur Samherja taka ákvörðun um að byggja upp loðnubræðslu fyrirtækisins sem brann í Grindavík í síð- ustu viku. Verksmiðjan veitir um 20 manns at- vinnu, auk þess sem fjöldi fyrirtækja þjónusta verksmiðjuna. Og það hlýtur að vera hagsmuna- mál þeirra útgerða sem gera út loðnuskip að hafa jafn afkastamikla verksmiðju og var í Grindavík því það er stutt á miðin og hver klukkutími skiptir máli fyrir loðnuskipstjórann. Það er mikið hags- munamál fyrir Grindvíkinga að verksmiðjan verði endurbyggð. Samherjamenn eru ekki þekktir fyrir nein vettlingatök og vonandi munu þeir tilkynna innan tíðar að verksmiðjan verði endurbyggð. Miklar breytingar eru framundan í starf-semi slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli. Verið er að færa starfsemi flugþjónustu- deildar slökkviliðsins sem séð hefur um snjóruðn- ing og hreinsun brauta undir vélamiðstöð varnar- liðsins. Starfsmenn í deildinni hafa áhyggjur af því að flugöryggi sé ógnað með þessum breytingum og flugumferðarstjórar hafa tekið í sama streng. Hinsvegar segir Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi varnarliðsins að eftir því sem hann best viti verði engum íslenskum starfsmanni deildarinnar sagt upp og starfsemi deildarinnar haldist óbreytt. Öryggisstaðall Keflavíkurflugvallar er mjög hár enda gegnir völlurinn veigamiklu öryggishlut- verki hvað varðar flug yfir norður Atlantshaf. Allar breytingar sem kunna að minnka flugöryggi eru grafalvarlegar og íslensk stjórnvöld hljóta að bregðast við af hörku ef öryggi Keflavíkurflug- vallar er ógnað með skipulagsbreytingum. Slökkvilið Keflavíkurflugvallar hefur í gegnum árin margoft verið valið eitt besta slökkvilið bandaríska flotans. Viðurkenningar slökkvi- liðsins skipta tugum og hefur þjálfun starfsmanna þess verið mjög góð. Uppá síðkastið hefur hins- vegar tugum manna verið sagt upp störfum og fækkað hefur verið á almennum vöktum slökkvi- liðsins. Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli sem Víkurfréttir hafa rætt við á síðustu dögum eru mjög uggandi um sinn hag og búast við að vera sagt upp. Víkurfréttir hafa heimildir fyrir því að um 15 slökkviliðsmönnum verði sagt upp um mánaðarmótin. Þessi niðurskurður í slökkvilið- inu hlýtur að skerða öryggishlutverk Keflavíkur- flugvallar - flestir draga þá ályktun. Sumir hafa haldið því fram að verið sé að undirbúa íslensk stjórnvöld að taka við rekstri Keflavíkurflugvallar og slökkviliðsins af varnarliðinu og verið sé að ná niður kostnaði áður en sá flutningur eigi sér stað. Ekkert er hægt að fullyrða um það en sú spurning hlýtur að vakna hvernig hægt sé að segja svo mörgum slökkviliðsmönnum upp án þess að öryggisstaðall þess lækki. Öryggi Keflavíkurflugvallar verður að standast kröfur Vals fimmtud ags EFTIR VAL KETILSSON Látum blómin tala Get hreinlega ekki beðið eftir því að bíða í röðinni í Blómaval á sunnudaginn, til þess að kaupa rósir handa elskunni á konudaginn. Standa álútur innan um tvístíg- andi eiginmenn eða unnusta, sem eru samskattaðir skvísunum á skattframtalinu, mænandi hver á annan og veltandi fyrir sér hversu stóra og dýra vendi þeir eigi að kaupa. Ofboðslega eitthvað klént en þó ekki. Bara stundum svolítið erfitt. Helvíti að hafa ekki Ómar á staðnum til að hjálpa manni við þetta! Á maður að kaupa blandaðan vönd eða bara rósavönd? Og hvernig eiga rósirnar að vera á litinn? Gular, bleikar, hvítar eða rauðar? Eða á maður bara að kaupa eina stóra rauða rós og hjartalaga konfekt? Í Blómaval eru líka til alls konar ilmkrem og sápur, reykelsi og ilmkerti, sem bæta má í pakkann. Hugguleg kort með hjartnæmum frösum, sem okkur dytti aldrei í hug að segja upp úr þurru. Nema kannski helst á konudaginn, hver veit? Við erum andskotakornið að lagast, er það ekki stelpur? Kíkti í bókina Saga daganna eftir Árna Björnsson, þjóð-háttarfræðing, svona til vonar og vara ef maður skyldi nú vera á einhverjum villigötum með valið. Þar er hvergi minnst á krukkukrem eða baðkúlur, hvað þá reykspýtur eða angurkyndla. Fyrstu heimildir um konudaginn koma fram hjá Ingibjörgu Schulesen, sem var sýslumannsfrú í Þingeyjasýslu árið 1841-62 og sagði hún meðal annars; ,,að húsbóndinn átti að gæða konu sinni fremur venju konudaginn’’, sem verður að teljast ákaflega teyganlegt hugtak svo ekki sé meira sagt. Hún bætti þó úr skák í frekari umfjöllun um málið að ,,hún var vön að baka jólaköku til bóndadagsins, en Sigfús sýslumaður, maður hennar, veitti aftur rauðvín með mat konudaginn’’. Það var þá bara gamla góða Cabernet Sauvignon-ið sem heillaði eftir allt saman og kom þessu á koppinn! Það skal aldrei gjöra lítið úr gjörðum sýslumanns, þegar til kasta hans kemur á konudaginn. Þegar allt kemur til alls, þarf maður í raun bara að sækja vænan rauðvínsbelg handa kerlu og grilla handa henni rolluskjátu í suðvestan hvassviðri á svölunum í Móahverfinu, til að uppfylla frumhvatirnar og grunnkröfurnar samkvæmt sakramentinu! Hitt er engu að síður staðreynd að blómaverzlanir byrjuðu ekki fyrr en um miðjan sjötta áratug síðustu aldar, næstum hundrað árum á eftir rauðvínsgutlinu, að auglýsa konudagsblóm á fyrsta degi góu með viðeigandi hvatn- ingu til karlmanna um að gleðja sína heittelskuðu með blómum á konudaginn. Ég er því harðákveðinn að fara að gjörðum sýslu- manns úr Þingeyjasýslu og bjóða elskunni ástralskt Rosemount rauðvín með matnum, árgang 2002 og rauðar rósir úr biðröð- inni í Blómaval, árgang 2005.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.