Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.02.2005, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 17.02.2005, Blaðsíða 23
VÍKURFRÉTTIR I 5. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 3. FEBRÚAR 2005 I 23 Ís lands mót Íþrótta sam-bands Fatlaðra í frjálsum íþróttum fór fram í Laugar- dalshöll og Baldurshaga sunnu- daginn 13. febrúar 2005. Keppendur voru alls 70 frá 9 aðildarfélögum ÍF. Keppt var í flokki hreyfihamlaðra og þroska- heftra en þroskaheftir keppa í 3 flokkum, þar sem miðað er við árangur og raðast sterkustu keppendur í flokk 1. Nes átti þar 18 keppendur á aldrinum 12 - 50 ára. Keppendur frá Nes voru: Arnar Már Ingibjörnsson sem náði 1. sæti, í 60m hlaupi, hástökki, og langstökki með atrennu og 3. sæti, brons í kúluvarpi, Guð- mundur Ingi Einarsson sem náði í 1. flokki 1. sæti í kúlu- varpi og í 2. flokki 1. sæti í lang- stökki með atrennu, 2. sæti í hástökki og 3. sæti í langstökki án atrennu, Gestur þorsteins- son sem náði í 2. flokki 1. sæti í kúluvarpi, 2. sæti í langstökki án atrennu, Sigríður Karen Ásgeirs- dóttir náði í 1. flokki 2. sæti, silfur í kúluvarpi og hástökki, í 2 flokki 1. sæti í langstökki með atrennu og 3. sæti í langstökki án atrennu, Jósef Pétursson sem náði í 1. flokki 2. sæti í há- stökki, Ragnar Ólafsson náði í 1. flokki 3. sæti í hástökki og í 2. flokki 3. sæti í kúluvarpi, Bryn- dís Brynjólfsdóttir sem náði í 3. flokki 1. sæti í langstökki án atrennu og 2. sæti í langstökki með atrennu, Sigrún Benedikts- dóttir sem náði í 3. flokki 3. sæti í kúluvarpi og langstökki með atrennu, Jakob Gunnar Lárus- son sem náði í 2. flokki 3. sæti í langstökki án atrennu, í 3. flokki 1. sæti í 60m hlaupi, Valur Freyr Ástuson náði í 3. flokki 1. sæti í langstökki án atrennu og 2. sæti í hástökki, Óskar Ívarsson náði í 3. flokki 2. sæti í langstökki án at- rennu, Dagur Már Jónsson náði í 2. flokki 2. sæti í kúluvarpi, Jón Reynisson náði í 3. flokki 3. sæti í hástökki og Egill Ragn- arsson náði í 3. flokki 3. sæti í langstökki. Auk þeirra kepptu fyrir Nes þau, Sigurður Bene- diktsson, Vilhjálmur Jónsson, Guðmundur Margeirsson, Kon- ráð Ragnarsson og Ásmundur Þórhallsson. Samtals náðu þau í 29 verðlaunasæti þar af 10 Ís- landsmeistaratitla sem teljast má mjög góður árangur. Þess má geta að nemendur úr Fjölbrauta- skóla Suðurnesja voru með Nes hópnum til aðstoðar en það er hluti af námi þeirra í FS. 1 Bayern M. - Dortmund 1 1 X 2 Bolton - Fulham 1 2 1 3 Tottenham - Nott. Forest 1 1 4 Charlton - Leicester 1 1 5 Southampton - Brentford 1 1 6 Brighton - Sunderland 1 X 2 X 2 7 Wigan - Leeds 1 X 2 1 X 2 8 Rotherham - Derby X 2 2 9 Reading - Coventry 1 1 10 West Ham - Plymouth 1 1 11 Millwall - Stoke 1 X 1 X 2 12 Wolves - Gillingham 1 1 13 Bradford - Luton 2 X 2 Þau Ásgeir, Selma og Daníel sögðu seðilinn ansi snúinn, en þau giskuðu fyrir flugeldhús Icelandair Firmakeppni Keflavíkur Seðill vikunnar Ómar er afar getspakur og náði 12 réttum í síðustu viku. Hann er Liverpool-maður og starfar hjá viðhaldsdeild Icelandair. Í síðustu viku hafði BS sigur á Hjalta Guðmundssyni ehf. með 8 réttum gegn 7 í Firmakeppni Keflavíkur. Nú varður ekki tekið á móti fleiri skráningum, en áhugasamir geta enn verið með í keppninni um utanlandsferðina með því að mæta í K-húsið kl 11-13 á laugardögum, Magnús Þorsteinsson, knattspyrnumaður sem hefur leikið með Keflavík allan sinn feril, hefur gengið til liðs við Grindavík eftir að hafa lent í útistöðum við Guðjón Þórðarson, þjálfara Keflavíkur. Þrjú önnur lið báru víurnar í Magnús, tvö í úrvals- deild og eitt í fyrstu deild. Mikill styr hefur staðið um mál Magnúsar en nú hefur þeim lokið með vistaskiptunum sem munu ganga í gegn eftir að liðin hafa gengið frá sínum málum. Samningur Magnúsar við Kefla- vík rann út um áramótin. Magnús sagði í samtali við Vík- urfréttir að honum hafi fund- ist sem hann ætti ekki framtíð í liðinu meðan Guðjón væri við stjórnvölinn. Það hafi komið berlega í ljós í samræðum hans við þjálfarann. „Ég hlakka bara til þess að ganga til liðs við Grindavík. Þetta er spennandi verkefni og flottur klúbbur,” sagði Magnús og bætti því við að ekki væri verra að hitta þar fyrir sinn gamla læri- föður, Milan Stefán Jankovic, sem er nú þjálfari Grindavíkur. „Þeir höfðu samband við mig og ég setti hin liðin í biðstöðu á meðan ég gekk ræddi við Grindavík. Ég ber hins vegar engan kala til neins og vil þakka öllum fyrir árin sem ég var hjá Keflavík.” Í t i l k y n n i n g u f r á k n a t t - spyrnudeild Keflavíkur er Magnúsi óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi og þakkað gott samstarf á liðnum árum. Grindvíkingar voru heiðraðir sérstaklega á ársþingi KSÍ sem fram fór um helgina fyrir stórkostlegt uppbygging-arstarf í þágu kvennaknattspyrnunnar. Eggert Magnús- son, formaður KSÍ, afhenti fulltrúum Grindavíkur þessa viður- kenningu. Grindvískar stúlkur eru í öllum flokkum á meðal 5 bestu liða landsins, sem telst frábær árangur miðað við stærð bæjarfélagsins. Jón Óli Daníelsson, yfirþjálfari yngri flokka Grindavíkur, sagð- ist líta á viðurkenninguna sérstaklega sem hrós til foreldra stúlknanna sem hafa unnið mikið starf fyrir félagið. „Þau fylgja krökkunum á mót og styðja vel við bakið á þeim og auðvelda mér starfið. Við höfum líka náð ótrúlegum árangri og stefnum lengra. Við erum komin í samstarf með Reyni og Víði í 2. flokki og eigum því stóran og góðan hóp stúlkna. Við stefnum að því að vera komin með meistaraflokkslið kvenna eftir fjögur ár.” Karlalið Keflvíkinga hlaut Drago-styttu KSÍ á árs- þingi sambandsins sem var haldið um helgina. Viður- kenninguna hlutu þeir sem prúðasta lið karlaknatt- spyrnunnar síðasta sumar. Þeir fengu einungis 25 gul spjöld í úrvalsdeildinni og eitt rautt spjald. Kvennalið Grindavíkur tapaði fyrir Haukum í úrslitaleik bikarkeppni KKÍ á sunnudag, 72-69. Stúlkurnar voru undir allan leikinn en söxuðu jafnt og þétt á forskotið í seinni hálfleik og komust yfir þegar skammt var til leiksloka. Helena Sverrisdóttir sýndi þá mátt sinn og meginn og tryggði Haukum sigur. Myriah Spence, sem átti stórleik fyrir Grindavík, fékk opið skot á lokasekúnd- unum og hefði getað tryggt sigurinn en brást bogalistin og tap var því staðreynd. Keflvíkingar prúðastir 10 Íslandsmeistarar frá Nes á frjálsíþróttamóti ÍF Keppni hefst í deildarbikar karla um helgina. Keflavík leikur tvo leiki, gegn Völsungi og KA, en Grindavík mætir Val. Þá er Faxaflóamót kvenna- liða einnig farið í gang og leika Keflavíkurstúlkur þar sinn annan leik gegn ÍBV á laugardag. Grindvíkingar verðlaunaðir fyrir kvennastarf Deildarbikarinn fer af stað Hitaveitumót Púttklúbbs Suðurnesja, var haldið sl. fimmtudag í púttsalnum Röstinni, Sigurvegarar voru Guðrún Halldórsdóttir í kvenna- flokki og Valtýr Sæmunds- son í karlaflokki. Glæsilegir vinningar voru gefnir af Hitaveitu Suður- nesja, en næsta mót er í dag, 17. febrúar en þá koma í heimsókn púttfé- lagar frá Hrafnistu Hafnarfirði, og hefst það kl 13:30 í pútt saln um Röstinni. Guðrún og Valtýr sigra á HS-mótinu VF-mynd/Héðinn Eiríksson Magnús til Grindavíkur

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.