Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.02.2005, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 17.02.2005, Blaðsíða 20
20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Um daginn fór ég í Fjarð-arkaup með 4 ára dótt-ur son minn. Hann vildi bíða í vídeóherberginu á meðan ég tíndi í körfuna. Þar sem ég stóð í biðröð við kjötborðið var ég kölluð upp og beðin um að koma strax að þjónustuborði. Ég hent- ist í loftköstum og fór á hug- arflug um hvað hefði komið fyrir. Kannski hefði drengur- inn slasast. Ég heyrði grát hans og hróp á ömmu langar leiðir. Eftir að hafa huggað drenginn og reynt að róa hann spurði amma hvað hefði eiginlega komið fyrir? Drengurinn hélt áfram að gráta og tárin runnu niður kinnarnar. Eftir dágóða stund fékk ég svo að vita um hinn hræðilega atburð. Þarna sem hann horf ir á frábæra mynd í vídeói stórmarkaðarins kemur stelpa aðeins eldri en hann líklega 5 ára og vill sitja í sætinu sem hann situr í. Hann segist hafa þráast við en þá hafi hún bara slengt því á hann að strákar væru ö -ö m- u -ur -legir. “H- h-hún sagði að strákar væru ömurlegir” reyndi hann að stynja upp á milli ekkasoganna og var mjög sár. Við erum ekki ömurlegir! hreytti hann svo út úr sér. Nei, auðvitað ekki sagði amma. Hvurslags dóni er þessi stelpa að segja svona. Þannig tókst ömmu að sannfæra lítinn mann um að hann væri ekki öm- urlegur og það væri flott að vera strákur sem dreymir hetjulega drauma um að bjarga sætum stelpum úr brenn- andi húsum eða leysa prinsessur úr álögum. Vera mik il væg ur og fullur af hugrekki og þora að standa vörð um þá sem minna mega sín gegn ógnum heimsins, sannkallaður riddari. Í framhaldi af reynslu ömmu- drengsins spurði ég unglings- stúlkurnar á heimilinu fyrir framan þann litla hvort strákar og stelpur væru ekki jafn góð, ha? - og blikkaði þær - svona til að sannfæra þann litla. Nei, þær héldu nú ekki og það væri alla vega miklu betra að vera stelpa. Nú hvað geta stelpur sem strákar geta ekki? spurði ég og ekki stóð á svarinu: „Þeim getur blætt í viku án þess að deyja og þær geta mjólkað án þess að bíta gras”. Þvílíkt og annað eins. Nú féllust ömmu alveg hendur. Hvernig gat hún sannfært litla drenginn um að hann væri víst flottur, alls ekki ömurlegur og það væri í góðu lagi og kannski bara töff að vera strákur. Hann sem hafði verið svo borubrattur nokkru áður þegar hann sagði frá því að hann ætti kærustu á leikskólanum. Hún væri voða- lega sæt og kæmi stundum vara- lituð á leikskólann. Já svona er nútíminn hugsaði sú gamla og sló sér á lær. Helga Margrét öKASSINNPÓST Svikamylla Símans 8 Richard Woodhead skrifar: Ég var svo óheppinn að sím inn minn bil aði í byrjun júlí 2004. Þar sem ég vegna vinnu minnar get ekki ver ið án síma fór ég í verslun Símans við Hafn- argötu og keypti mér síma. Líður svo tím inn eða þar til í nóvember 2004 þá bil- aði nýji síminn. Ég fór beint til verslunar Símans og bað um viðgerð. Var mér vel tekið og boðið upp á lánssíma á meðan á viðgerð stæði. Liðu nú 9 eða 10 dagar þar til stúlka hringdi í mig í lánssím- ann og tjáði mér að síminn minn væri kominn úr viðgerð. Jafn framt var mér til kynnt að ég þyrfti að skila lánssím- anum - eðlilega. Brást ég þegar við og mætti á staðinn. Þegar þangað var komið tjáði stúlkan mér að síminn væri svo mikið skemmdur og það væri svo dýrt að gera við hann að þeir sendu hann til baka án þess að gera við hann. Nú, þar sem búið var að taka af mér lánssímann varð það eina í stöðunni að kaupa nýjan síma. Ég hélt í fávisku minni að bilaði síminn minn væri í ábyrgð. Nei, aldeilis ekki! Þetta voru rakaskemmdir og það bættu þeir ekki upp. Gott og vel. Ég keypti mér nýjan síma og líða nú nokkrar vikur. Kom bróðir minn í heimsókn og fór að skoða bilaða símann. Við þá skoðun kom í ljós að ekki var um rakaskemmd að ræða. Svokallaðar snertlur höfðu ein- angrað sig og náði bróðir minn í eyrnapinna og fór að massa og nudda snertlurnar. Aðgerðin tók um það bil 5 til 10 mínútur. Og viti menn - þegar kveikt var á símanum og símkortið sett í hann þá virkaði síminn - hann var kominn í lag. Þar sem ég er óhress með að láta ljúga að mér og neyða mig til að fjárfesta að óþörfu fór ég með nýja símann í símabúðina við Hafnargötu og fór fram á að þeir tækju hann aftur og endur- greiddu mér. En það var aldeilis ekki upp á teningnum; þar sem ég hafði notað símann þá var það ekki til umræðu og málið dautt. Eða hvað? Allir þeir sem ég hef talað við með bilaða síma segja sömu sögu. Það er alltaf um rakaskemmdir að ræða. Ég lít svo á að síminn minn hafi alls ekki verið skoðaður, jafnvel ekki sendur í viðgerð. Reikningur sem ég fékk fyrir úrskurðinn segir ekkert um meinið en hljóðar upp á 1.216 krónur. Ef viðskiptavinir Sím- ans þurfa að kaupa sér síma á sex mánaða fresti þá þurfa menn ekki að vera hissa á millj- arða hagnaði Símans. Richard Woodhead Hvort er betra að vera strákur eða stelpa? 8 Helga Margrét Guðmundsdóttir skrifar: ✝ �������������������������� �������������� ��������� ������������������������������������� ������������������������������ ����������������������� ����������������������������� ����������������������������������������������������� �������������������������������������������������������� ���������������������������������������������������� ���������������������������� ��������������������������������������������� ����������������������������������� ������������������� ����������������������������������������� �������������

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.