Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.03.2005, Page 8

Víkurfréttir - 17.03.2005, Page 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Útgefandi: Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamenn: Auglýsingadeild: Útlit, umbrot og prentvistun: Hönnunardeild Víkurfrétta: Prentvinnsla: Dagleg stafræn útgáfa: Skrifstofa Víkurfrétta: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is, postur@vf.is Þorgils Jónsson (fréttir), sími 421 0003, gilsi@vf.is Bjarni Halldór Lúðvíksson (sport), sími 421 0004, bjarni@vf.is, sport@vf.is Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Jón Björn Ólafsson, sími 421 0001, jbo@vf.is Víkurfréttir ehf. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, s: 421 0005, kolla@vf.is Anita Hafdís Björnsdóttir, s: 421 0013, anita@vf.is Þorsteinn Kristinsson, s: 421 0006, steini@vf.is Prentsmiðjan Oddi hf. www.vf.is og vikurfrettir.is Stefanía Jónsdóttir, sími 421 0012, stebba@vf.is Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 421 0009, gudrun@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 1010, aldis@vf.is 8 RITSTJÓRN VÍKURFRÉTTA Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15 Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild. Fréttavakt allan sólarhringinn er í síma 898 2222 ©RITSTJÓRNAR BRÉFHilmar Bragi BárðarsonF R É T T A S T J Ó R I S K R I F A R Bjóðum Landhelgisgæzluna velkomna! Vals fimmtud ags EFTIR VAL KETILSSON Ef ég væri ríkur ©FRÉTTASÍMINN SÓLARHRINGSVAKT 898 2222 Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði á opnum stjórnmálafundi í Reykja-nesbæ í síðustu viku að það hentaði mjög vel að Landhelgisgæzlan yrði staðsett á þessu svæði í framtíðinni. Í Keflavík væri mjög góð aðstaða, bæði á flugvellinum og í sambandi við hafnaraðstæður. Forsætisráðherra sagði í við- tali við Víkurfréttir þetta sama kvöld að það liggi fyrir að ef Íslendingar taki að sér meiri verkefni í tengslum við Keflavíkurflugvöll, þá komi þau einkum í hlut lögreglunnar og Landhelgisgæzl- unnar. Halldór nefndi að ef Íslendingar þyrftu að taka yfir starfsemi þyrlureksturs sem verið hefur í höndum Varnarliðsins, þá gæti hentað mjög vel að Landhelgisgæzlan yrði staðsett á þessu svæði í framtíðinni. Fram kom á fundum að það sé ljóst að Ís-lendingar geti ekki staðið frammi fyrir því sem þjóð að stóla bara á eina þyrlu. Fari Varnarliðið á brott með sínar þyrlur, sé eðlilegt að efla starfsemi Landhelgisgæzlunnar á þessu svæði. „Þetta mál þarf að vinna áfram,” sagði Halldór Ás- grímsson, forsætisráðherra á fundinum í Reykja- nesbæ. Halldór benti jafnframt á að lögreglan á Keflavíkurflugvelli verði efld og t.a.m. verði tólf manna sveit svokallaðra Víkingasveitarmanna starfandi á Keflavíkurflugvelli. Aðspurður um aukinn kostnað Íslendinga af rekstri Keflavíkurflugvallar, m.a. vegna minnkandi starfsemi Varnarliðsins, sagði Halldór Ásgrímsson, að það væri aðallega rekstur flugbrauta og þátttaka í starfsemi slökkviliðs og annað sem tengist borgaralegu flugi, sem væri eðli- legt að Íslendingar tækju þátt í kostnaði við. „Við höfum sagt við Bandaríkjamenn að við værum tilbúnir að taka þátt í því en við bíðum eftir því að samningar geti hafist. Við teljum að allar vís- bendingar bendi til þess að þeir vilji vera hér áfram með flugvélarnar og við teljum það vera meginatriðið og í samræmi við stefnu íslenskra stjórnvalda. Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkj- anna kemur hingað í næsta mánuði og þá verða viðræður við hann um málið en við höfum fengið jákvæðar vísbendingar frá Bandaríkjaforseta,” sagði Halldór í samtali við Víkurfréttir. Það verða að teljast jákvæð tíðindi fyrir Suðurnesjamenn þegar sjálfur forsætisráð-herrann lýsir því yfir að Landhelgisgæzlan sé væntanleg til Suðurnesja með þó ekki væri nema flugdeildina. Það er mikil starfsemi sem fylgir flugrekstri Landhelgisgæzlunnar og núverandi aðstaða á Reykjavíkurflugvelli er barn síns tíma og fyrir löngu orðin alltof lítil. Á sama tíma stendur nýlega endurnýjað flugskýli á Keflavíkurflugvelli tómt eftir að kafbátaleitarflugvélar hersins yfirgáfu landið. Suðurnesjamenn bjóða Landhelgisgæzluna velkomna Suður með sjó og benda á að hér er nægur húsakostur og ríflegt legupláss í höfnum fyrir endurnýjaðan skipastól, því eins og ljóst má vera af fréttum er að vænta nýs varðskips og þá verður flugvélarkostur Gæzlunnar einnig endurnýjaður. Þá er gaman að segja frá því að ein af þremur áhöfnum björgunarþyrla Landhelgisgæzlunnar er skipuð Suðurnesjamönnum, sem koma „heim“ þegar Landhelgisgæzlan flytur á Keflavíkurflugvöll. Undanfarnir dagar verða lengi í minnum hafðir, í ljósi þess að Íslendingar urðu allir jafn ríkir á tímabilinu. Björgólfsfeðgar máttu sín lítils með alla sína milljarða á meðan verðstríðið geisaði á klakanum. Kaupþingsmont- prikin virkuðu ekki á meðan, nema ef til vill í útlöndum. Ríki- dæmið var í boði lágvöruverðsverslana, sem gengu svo langt að gefa kúamjólkina til almennings en skammta hana um leið. Hver kúnni fékk fjóra lítra. Fjölskyldur urðu að einstak- lingum við kassana. Coca Puffsið kostaði slikk og ávextir ör- fáar krónur kílóið. Gosið í áldósum kostaði í raun tíkall þegar skilagjaldið hafði verið innheimt hjá Óla ,,dósent”. Sem sagt, hér gengu millar á meðal vors í hverju horni og juku birgðir heimilanna á kostnað hillanna hjá heildsalanum. Mér hefur alltaf gengið illa að verða ríkur. Ég hef lifað á lágum launum, meðal launum og háum launum. Aldrei náð að verða ríkur við neinar aðstæður, að minnsta kosti ekki peningalega í Sparibankanum. Prófaði meira að segja hlutabréfamarkaðinn um daginn og varð lítt ágengt. Kannski bara smá en ég eyddi gróðanum fljótlega. Keypti mér veiðileyfi í sumar fyrir gróðann. Við hjónin eigum það nefnilega sammerkt að sjá til þess að safna aldrei neinum auði, svo að heitið geti. Látum duga að leggja fyrir séreignar- sparnað. Öllu öðru eytt svo fljótt sem auðið er. Gætum ekki lifað við að eiga digra sjóði. Myndum finna leið til að koma þeim í umferð og úr okkar umsjá. Dollarinn og evran eru að nálgast sögulegt lágmark. Verð á nýjum bílum lækkar, þó jafnhægt og lítið og verð á eldsneyti. Vextir eru lágir og gríðarlegt fjármagn er í boði á kostakjörum. Hrikalega freistandi að verða sér út um aur á lágvöruverði. Bankarnir bjóða eins og Bónus og Kaskó, bullandi tilboð á brjáluðum dögum. Ekki þó gefins, en glitrandi greiðslumat á húsnæðismarkaði ef svo ber undir. Viltu tíu, tuttugu eða þrjátíu milljónir? Gengur kannski upp ef Gaui gefur mjólkina? Eða Jóhannes jarðaberin? Verðbólg- unni er haldið niðri og vöxtunum um leið en hvað skyldi bíða okkar handan við hornið? Ég hef komist að því að ég er bara helv... ríkur eftir allt saman. Hef öðlast frið í sálinni, sæmilegan svefnfrið og sæg af sögum til að segja á elliheimilinu. Ekki viss um að ég þurfi að nota séreignarsparnaðinn eftir allt saman. Verð vonandi ríkur af barnabörnum, sem ég ætla að spilla út í eitt, þegar ég tek rúntinn út í Hafnir að vitja endurreisnar óðalsins í Kotvogi eða ylsjávarleikjagarðsins á Reykjanesi. VF -L JÓ SM YN D IR : L AN D H EL G IS G Æ ZL AN

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.