Víkurfréttir - 17.03.2005, Qupperneq 16
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
8 Listasafn Reykjanesbæjar:
VF
-L
JÓ
SM
YN
D
IR
: H
IL
M
AR
B
RA
G
I B
ÁR
Ð
AR
SO
N
Sýning á verkum Erlings Jónssonar og samtíma-manna hans var opnuð
í Listasafni Reykjanesbæjar
um helgina að viðstöddu fjöl-
menni. Á sýningunni er lögð
áhersla á að sýna lágmyndir
Erlings Jónssonar og brjóst-
myndir en þær hafa ekki áður
verið sýndar saman og sumar
aldrei sést opinberlega fyrr.
Einnig er persónu Erlings
gerð skil með ljósmyndum
Arnar Fells sem heimsótti
listamanninn til Noregs og á
myndbandi enda listamaður-
inn listaverk í sjálfu sér.
Í sýningarskránni segir Aðal-
steinn Ingólfsson listfræðingur
m.a. um Erling:
„Þetta tvennt, innlifunarhæfi-
leikinn og bókmenntirnar, er
sennilega það sem sett hefur
ríkulegast mark á listsköpun
Erlings sjálfs. Hið fyrrnefnda
skýrir að hluta næmið sem
kemur fram í myndum af sam-
tímamönnum, meðvitundina
um að sérhver andlitsdráttur
skipti máli þegar móta skal
eftir lifandi andliti. Bókmennt-
irn ar eru svo kveikj an að
mörgum og fjölbreytilegum
skúlptúrum listamannsins,
sem velunnarar hans í Keflavík
hafa sett upp í bæjarlandinu á
undanförnum árum.”
Í sýningarskránni er einnig yf-
irlitskort af bænum þar sem
búið er að staðsetja útiverk Er-
lings og gestum þannig gert
auðveldara að skoða þau í um-
hverfinu.
Auk verka Erlings Jónssonar
má sjá á sýningunni ljósmyndir
eftir Arnar Fells, Tom Sand-
berg og Vigdis Hindhammer
og myndband eftir Viðar Odd-
geirsson sem m.a. er byggt á
viðtali Jónatans Garðarssonar
við Erling.
Sýningin er opin alla daga frá
kl. 13:00 - 17:30 og stendur til
24. apríl 2005.
Fjölmenni skoðar Erling
og samtímamenn
Veðrið var fallegt þennan dag og í barnskap okkar fannst okkur vorið
vera á næsta leyti. Óskhyggja okkar varð skyndilega að sárum veru-
leika. Hún Heiða var dáin. Hún hafði verið glöð og hress þennan dag,
eins og aðra daga, ljúg og góð við okkur öll. Kallið kom skyndilega,
en þessu kalli verðum við öll að hlýða. Við bjuggum í sama húsi og
Heiða og Ólafur síðastliðin þrjú ár. Geðprýði og elskusemi var hennar
aðalsmerki. Nú kveðjum við Heiðu með söknuði, en þökk fyrir allt. Við
vottum Ólafi, börnum þeirra, barnabörnum og öðrum vandamönnum
okkar dýpstu samúð.
Guðbjörg Þórhallsdóttir
Ásta Árnadóttir
Aðalheiður
Ósk Jónsdóttir
Fædd 10.11.30 - dáin 01.03.05