Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.03.2005, Page 27

Víkurfréttir - 17.03.2005, Page 27
VÍKURFRÉTTIR I 11. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 17. MARS 2005 I 27 Myllubakkaskóli sigr-aði í hinni ár legu spur n inga keppni grunnskólanna í Reykjanesbæ, Gettu ennþá betur! sem fram fór í Heiðarskóla 3. mars 2005. Til úrslita kepptu, eins og í fyrra, Holtaskóli og Myllubakkaskóli. Holtaskóli hafði slegið Heið- arskóla úr leik og Myllubakka- skóli hafði betur gegn Njarðvík- urskóla í undanúrslitunum. Í úrslitaviðureigninni hafði svo Myllubakkaskóli betur, tryggði sér sigur í síðustu vísbendingar- spurningunni, líkt og Holtaskóli gerði í fyrra. Það var því Myllubakkaskóli sem lyfti bikarnum þetta árið auk þess sem bókasafn skólans hlaut bókagjöf frá Pennanum - Bókabúð Keflavíkur en bóka- búðin hefur stutt keppnina frá byrjun. Þetta var í fjórða sinn sem keppnin var haldin og hafa allir skólarnir fjórir unnið bikarinn einu sinni. Spurningar sömdu Eysteinn Eyjólfsson og Margrét Stefáns- dóttir. Guðlaug María Lewis var dómari, Hjörleifur Már Jóhann- esson var tímavörður og Anna Rún Jóhannsdóttir stigavörður. Spyrill var Gunnlaugur Kára- son. Myllubakkaskóli sigrar í Gettu ennþá betur Á meðfylgjandi mynd má sjá sigurlið Myllubakkaskóla þau Guðmund Auðun Gunnarsson 9-IM, Davíð Már Gunnarsson 10-AV og Rúnar Inga Erlingsson 10-AV auk varamannsins Lilju Rutar Jónsdóttur 9-IM og liðstjórans Einars Trausta Einarssonar. Víkurfréttir koma út á miðvikudag í næstu viku! Vinsamlegast verið tímanlega með auglýsingar. Auglýsingasíminn er 421 0000

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.