Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.03.2005, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 23.03.2005, Blaðsíða 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 8 Stórhuga Grindvíkingar í uppbyggingu íþróttamannvirkja: ����������������� ��������������� ������ ������������� ������������������������������������ ����������������� �������������������������� ���������������������������� TÖ LV U M YN D A F FY RI RH U G U Ð U FJ Ö LN OT A H Ú SI 8 Keypti veitingastað við pottana á loðnumiðunum: Skemmti stað ur inn Lukku Láki verður opnaður í Grindavík í dag, miðvikudag. Það eru hjónin Þorlákur Guð- mundsson og Álf hildur Jónsdóttir sem eru að opna staðinn en hann hét áður Cactus. Þorlákur hefur verið mörg ár til sjós og ákvað að láta slag standa þegar veitngastaðurinn var boðinn til sölu og keypti staðinn nú á dögunum á loðnu mið un um á milli þess sem hann hrærði í pottum og pönnum. „Við verðum með heitan mat í hádeginu, pizzur og matseðil og svo auðvitað hamborgara og létta máls- verði. Við get um tek ið á móti hópum og sýnum frá fótboltaleikjum á breið- tjaldi og þá er alltaf stuð og eitthvað gott tilboð í gangi. Í kvöld munu Grétar og Brynjar halda uppi fjörinu og við verðum reglulega með hljómsveitir og trú- badora sem verður spenn- andi fyr ir fólk að koma og hlusta á,“ sagði Láki á Lukku Láka þegar blaða- maður VF leit við á mánu- dagskvöldið. For ráða menn knatt-spyrnu deild ar inn ar í Grindavík eru stór- huga hvað framtíðina varðar í uppbyggingu mannvirkja til íþróttanotkunar. Grinda- vík hefur verið í mikilli upp- byggingu síðustu ár. Nýr gras- völlur með frábærri stúku hefur þegar verið byggður og ætla Grindvíkingar sér ekki að stöðva þar í uppbyggingu félagsins. Nýleg könnun frá fagfólki í ferðaþjónustu fannst Grinda- vík hafa sérstöðu þegar spurt var hvað væri markverðast við bæjarfélögin á Suðurnesjum. Flest ir nefndu höfnina eða Saltfirksetrið og saltfisk og síðan fisk og öflugt íþróttalíf í Grindavík Jónas Karl Þórhallson, for- maður knattspyrnudeildar Grinda vík ur seg ir að það sé stór draumur að fjölnota íþróttahús verði komið upp fyrir næstu áramót. Aðstaðan til knattspyrnuæfinga í Grinda- vík yfir vetrarmánuðina sé engin og hana verður að bæta. Ef ekkert verður að gert eru skilaboðin klár. Menn gefast upp og þessi starfsemi með lið í efstudeild, er í hættu. Það er ekki eingöngu verið að tala um aðstöðu til knatt- spyrnuiðkunar í þessu húsi, það má nota það fyrir almenna íþróttakennslu fyrir skólann og alhliða aðstöðu fyrir almenna hreyfingu fyrir íbúa Grinda- víkur og þá öflugu íþróttastarf- semi sem einkennir bæinn. Grindvíkingar fengu Sigur- bjart Loftsson verkfræðing til að setja fram hugmyndir knatt- spyrnudeildarinnar sem þegar hafa verið kynntar fyrir bæjar- stjórn Grindavíkur og öllum deildum félagsins. Hugmynd- irnar eru komnar til íþrótta- og æskulýðsnefndar Grindavíkur- bæjar, þar sem nánari útfærslur verða metnar og spurningum svarað um hvort ráðist verði í framkvæmdir mannvirkjanna og hvernig forgangsröðunin myndi líta út. Jónas segir að fjölnota íþrótta- hús sé mikilvægur hlekkur fyrir framtíð íþróttaiðkunar í Grindavík og segir jafnframt að lengja þurfi íþróttahúsið og parketleggja. Þetta tvennt verði að hafa forgang. Jónas segir verkið mjög metn- aðarfullt og vonast til að hug- myndirnar verði að veruleika fyrr en menn grunar. Fjölnota íþróttahús eru ekki einu hug- myndirnar sem komu frá knatt- spyrnudeildinni heldur einnig millibygging sem tengir sund- miðstöðina við íþróttahúsið, og þar yrði líkamsrækt, félags- aðstaða og skrif stofur fyrir inniíþróttir. Þá eru hugmyndir að nýrri þjón ustu mið stöð knattspyrnudeildar með bún- ingsaðstöðu, fundaraðstöðu, skrifstofum og móttökusal við suðurenda stúkubyggingar. Uppi eru nokkrar hugmyndir um staðsetn ingar fjölnota íþróttahúss. Ein hugmyndin er að tengja húsið við núver- andi búningsklefa knattspyrnu- deildar en það myndi þýða að „Gula húsið” þyrfti að víkja. Þá eru tvær aðrar staðsetningar einnig kynntar sem myndi gefa möguleika á byggingu stærra fjölnota húsnæðis. Þessar stað- setningar eru þar sem gamli knattspyrnuvöllurinn er og þar sem tjaldsvæði bæjarins er stað- sett nú. Ólafur Örn Ólafsson segist lítið geta tjáð sig um málið að svo stöddu þar sem málið hafi verið sent til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsnefnd og er til umfjöllunar þar. Þegar þeirra um sögn kem ur þá verður málið aftur rætt í bæjar- ráði og bæjarstjórn. Fjölnota íþróttahús fyrir áramót? Lukku Láki tekur til starfa í Grindavík VF -L JÓ SM YN D IR : Þ O RS TE IN N G . K RI ST JÁ N SS O N

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.