Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.03.2005, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 23.03.2005, Blaðsíða 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Útgefandi: Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamenn: Auglýsingadeild: Útlit, umbrot og prentvistun: Hönnunardeild Víkurfrétta: Prentvinnsla: Dagleg stafræn útgáfa: Skrifstofa Víkurfrétta: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is, postur@vf.is Þorgils Jónsson (fréttir), sími 421 0003, gilsi@vf.is Bjarni Halldór Lúðvíksson (sport), sími 421 0004, bjarni@vf.is, sport@vf.is Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Jón Björn Ólafsson, sími 421 0001, jbo@vf.is Víkurfréttir ehf. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, s: 421 0005, kolla@vf.is Anita Hafdís Björnsdóttir, s: 421 0013, anita@vf.is Þorsteinn Kristinsson, s: 421 0006, steini@vf.is Prentsmiðjan Oddi hf. www.vf.is og vikurfrettir.is Stefanía Jónsdóttir, sími 421 0012, stebba@vf.is Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 421 0009, gudrun@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 1010, aldis@vf.is 8 RITSTJÓRN VÍKURFRÉTTA Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15 Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild. Fréttavakt allan sólarhringinn er í síma 898 2222 ©FRÉTTASÍMINNSÓLARHRINGSVAKT898 2222 VF -L JÓ SM YN D IR : B JA RN I H AL LD Ó R LÚ Ð VÍ KS SO N Há tíð leg at höfn fór fram í síðustu viku þeg ar Leik skól inn Holt í Innri-Njarðvík hélt upp á 20 ára starfsafmæli. Við at- höfnina var formlega opnuð ný 293 fermetra viðbygging við leikskólann, og er leikskólinn nú hátt í 600 fermetrar. Í við- byggingunni eru tvær deildir fyrir yngri börnin, aðstaða fyrir starfsfólk og glæsilegur listaskáli. Leikskólinn getur nú annað betur eftirspurn í leik- skólann og bættust við 46 börn eftir að viðbyggingin opnaði og eru nú 92 börn í heildina á leikskólanum. Kristín Helgadóttir, leikskóla- stjóri á Holti, segir það vera frá- bært að fá listaskálann, þar sem börnin vinni mikið að sköpun. Í listaskálanum er starfandi starfs- maður sem vinnur með börn- unum að skapandi list. Krakkarnir á leikskólanum stálu senunni á afmælishátíðinni og fluttu tvö lög við góðar undir- tektir viðstaddra. Þau kórónuðu svo daginn með að færa Krist- ínu mynd af merki leikskólans sem gerð er úr mósaík. Mynd- ina unnu þau Kristján Þórarinn, Eiríkur Svan, Alma, Eydís Ósk og Ester ásamt Söru Dögg starfs- manni listaskálans. Myndin er gerð úr mósaík og sýnir glað- leg dansandi börn. Það er við hæfi að merki leikskólans skuli vera glaðleg dansandi börn því tónlist skipar mikinn sess í leik- skólanum. Systrafélagið í Njarðvík á stóran sess í sögu leikskólans. Þær eru frumkvöðlar að viðurvist skól- ans því þær byggðu hann upp og gerðu fokheldan árið 1978 og létu húsið í hendur bæjarins. Þær stöllur hafa ávallt stutt leik- skólann með gjöfum og komu meðal annars færandi hendi nú á afmælinu. 8 Leikskólinn í Innri Njarðvík: Hátíð á Holti Krakkarnir syngja lög fyrir viðstadda. Kristín, leikskólastjóri, tekur við mósaík listaverkinu frá krökk- unum úr listaskálanum og Söru Dögg starfsmanni listaskálans. Þær Guðrún Ester Aðalsteinsdóttir, formaður systrafélagsins og Kristín Sveinsdóttir færa Kristínu gjöf. 8 Kallinn á kassanum KALLINN VAR ALVEG á nálum yfir leik Keflvík- inga og ÍR-inga á mánudagskvöld. Kallinn var ekki viss hvort sínir menn myndu ná að hrista af sér slenið úr fyrsta leiknum en það gerðu þeir svo sannarlega. Flott hjá ykkur strákar. ÞAÐ ER MIKIÐ gleðiefni að nú skuli innisund- laug og leikaaðstaða rísa við sundmiðstöðina að Sunnubraut. Sundfólkið okkar er með því besta á landinu og á það fyllilega skilið að æfa við bestu aðstæður. Aldrei að vita nema að Kallinn fari að fjölga sundferðunum sínum upp úr þessu. MIKIÐ MILDI var þegar krakkarnir sluppu þarna ofan af öræfum. Kallinum var hætt að standa á sama. Daglega berast manni neikvæðar fréttir utan úr heimi en þetta voru gleðitíðindi að börnin skildu skila sér heil á húfi til baka. VEÐRIÐ ER FARIÐ AÐ SKÁNA og Kallinn er að spekúlera í því að fara að hreinsa grillið fyrir kom- andi sumar og hver veit nema að Kallinn verði með einhverjar stórsteikur á teinunum yfir hátíð- arnar. Kallinum finnst voðalega notalegt að lesa nokkra stafi yfir páskana og ekki skemmir fyrir að hafa smá súkkulaðimaul meðferðis. KALLINN HEFUR VERIÐ hálf utanveltu síðustu vikurnar og ekki náð að koma pistlum sínum í blaðið á réttum tíma. Úr því verður bætt. GLEÐILEGA PÁSKA! Kveðja, kallinn@vf.is Kallinn á nálum yfir körfunni

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.