Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.06.2005, Page 1

Víkurfréttir - 09.06.2005, Page 1
�������������������������������� �������������������������� ����������������������������������������������������������� ��������������������� �������� Vikurfrettir_HEKLU_borði_fin2.FH11 Tue Apr 05 14:42:09 2005 Page 1 Composite C M Y CM MY CY CMY K 23. tölublað • 26. árgangur Fimmtudaguri nn 9. júní 200 5 90,1% Suðurnesjamanna lesa Víkurfréttir vikulega AÐSETUR: GRUNDARVEGUR 23 • 2. HÆÐ • 260 REYKJANESBÆR • SÍMI 421 0000 • WWW.VF.IS • FRÉTTAVAKT: 898 2222 Í leikskólanum Gefnarborg í Garðinum er tveggja ára gamall drengur sem heitir Óðinn Freyr. Á fyrsta ald-ursári greindist hann mikið heyrnarskertur og þarf hann að takast á við það í daglega lífinu. Hann hefur þó von um að öðlast heyrn, en til þess þarf hann að fara í kuðungsígræðslu til Svíþjóðar í sumar. Mikið álag fylgir svona aðgerð, bæði andlegt og fjárhagslegt. Til að létta undir með fjölskyldu hans ætla börn, foreldrar og starfsfólk Gefnarborgar að taka höndum saman laugar- daginn 11. júní klukkan 10 til 12 í leikskólanum og selja listaverk sem börnin hafa unnið og einnig kökur sem for- eldrafélagið mun sjá um. - sjá nánar á bls. 14 í dag. Börn styrkja heyrnarskertan félaga Góðverk í Garðinum næsta laugardag: Skólar Suðurnesja hafa flestir verið að ljúka vetrarstarfinu í þessari viku og hafa skólaslit farið fram um allan skagann. Tónlistarfólk á Suðurnesjum er líka að útskrifast og aðrir á leið til útlanda til að miðla kunnáttu sinni þar. Þannig hélt Strengjasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar til Tékklands í morgun. Til að undirbúa þá ferð var efnt til tónleika í Kirkjulundi sl. mánudagskvöld, þar sem þær Dagmar Kunakova og Unnur Pálsdóttir stjórnuðu sveitinni á glæsilegum tónleikum. Meðfylgjandi mynd tók Páll Ketilsson við þetta tækifæri. Tónleikar og skólaslit á Suðurnesjum Ljósmydar ar Víkur-frétta hafa ver ið á fjölmörgum manna- mótum síðustu daga þar sem teknar hafa verið hundruð ljósmynda. Má þar nefna sumarhátíðir leikskóla, skólahátíðir, sjómannahátíð og margt, margt f leira. Þessar myndir má allar nálgast á vef Víkurfrétta í ljósmyndagallerýi sem þar er að finna. Ljósmyndasöfn á vef Víkurfrétta - sjá www.vf.is

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.