Víkurfréttir - 09.06.2005, Qupperneq 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
Pizza 67 VF.ai 6/8/05 9:43:06 AM
���������
�����������
Auk allrar almennrar garðvinnu, eyðingar á túnfíflum í
grasflötum, bíð ég uppá
���������
svo og úðun gegn hinum hvimleiða roðamaur.
Nánari upplýsingar í síma 893 0705
����������������������������
Ök u m a ð u r To y o t a Avensis bifreiðar, kona á þrítugsaldri, náði
að komast út úr bifreiðinni og
synda til lands eftir að bíllinn
hafnaði í höfninni í Keflavík
undir kvöld sl. föstudag. Bif-
reiðin fór yfir háan steyptan
kant á bryggjunni og flaut út
í höfnina um 30 metra áður
en hún sökk til botns. Kona
sem var ein í bílnum náði að
komast út úr bílnum skömmu
áður en hann sökk og synda
til lands. Sjónarvottar voru að
slysinu og létu þeir neyðarlín-
una vita. Sagði hún í samtali
við Víkurfréttir að liðið hefði
yfir sig undir stýri og hafi hún
því meðvitundarlaus ekið fram
af bryggjunni.
Konan var flutt á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja en henni var
nokkuð brugðið eftir atvikið.
Svo virðist sem að liðið hafi yfir
konuna og hún ekið út í sjó,
þegar flæða tók inn í bifreið
hennar náði konan að opna bíl-
stjóradyrnar og komst þannig
út. Að sögn man hún ekkert
eftir því að hafa ekið í sjóinn
en segist hafa fyllst mikilli skelf-
ingu þegar hún rankaði við sér
í bílnum þar sem hann var að
sökkva. Bifreiðin er mjög illa
farin en mikið mildi var að
konan skildi hafa komist heil
frá slysinu.
Tómas Knútsson kafari var kall-
aður til og fór hann niður að
bílnum til að tryggja að enginn
annar hafi verið í bílnum. Svo
reyndist ekki vera. Tómas not-
aði síðan trukk Bláa hersins til
að hífa bifreiðina úr höfninni
og gekk það verk vel með að-
stoð vegfarenda.
Tals verð ur eld ur kom upp í einni af aðalbygg-ingum gömlu ratsjár-
stöðvarinnar á Miðnesheiði
aðfarar nótt sl . föstudags.
Stöðin er í daglegu tali kölluð
Rockville.
Slökkvilið Keflavíkurflugvallar
var kallað út og sendi það fjöl-
mennt lið á staðinn á þriðja
tímanum um nóttina. Þá var
eldurinn í byggingu sem tengist
kúluturnunum, sem eru helstu
kennileiti gömlu stöðvarinnar.
Blaðamenn Víkurfrétta voru
stöðv að ir af her lög reglu-
mönnum og ekki hleypt að
bruna vett vangi. Þeir vildu
einnig banna ljósmyndurum
að ganga um mó ann utan
girðingar gömlu ratsjárstöðvar-
innar, þannig að hægt væri að
ná myndum af slökkvistarfi.
Það var ekki fyrr en blaðamenn
settu sig í samband við lögregl-
una í Keflavík að herlögreglunni
var ljóst að ljósmyndurum væri
heimilt að ganga um móann.
Ljósmyndurum var þó mein-
aður aðgangur að sjálfum bruna-
vettvangi. Engin starfsemi hefur
verið í Rockville um hríð en þar
var Byrgið síðast með sína starf-
semi. Ekkert rafmagn er á svæð-
inu en það hefur verið vinsælt
hjá ungmennum að heimsækja
gömlu ratsjárstöðina, sem hefur
gjörsamlega verið lögð í rúst
eftir að Byrginu var gert að hafa
sig þaðan á brott.
Ætla má að eldur hafi verið bor-
inn að byggingunni.
Leið yfir ökumann við Keflavíkurhöfn:
Komst út úr
sökkvandi bíl
á elleftu stundu
Yfirgefin Rockville brennur
Slökkvilið Keflavíkurflugvallar barðist við eld á Miðnesheiði:
Vegfarendur voru
fengnir til að þyngja
trukkinn þegar
bíllinn kom upp á
yfirborðið.
Bíllinn var hífður
af hafsbotni um
klukkustund eftir
slysið. Bifreiðin er
ónýt eftir að hafa
farið á kaf í höfnina.