Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.06.2005, Side 17

Víkurfréttir - 09.06.2005, Side 17
VÍKURFRÉTTIR I 23. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 9. JÚNÍ 2005 I 17 Margir reyndu sig við kassaklifur sem björgunarsveitin Þorbjörn bauð upp á og komst sá sem fór hæst upp á 17 kassa. Þriðju dags kvöld ið 24. maí var haldið upp á 70 ára afmæli Ungmennafé- lags Grindavíkur með hátíðar- fundi þar sem helstu forkólfar UMFG í gegnum tíðina voru heiðraðir. Gunnlaugur Hreins- son formaður setti fundinn, bauð fólk velkomið og bað Hall- dór Ingvason um að fara yfir sögu félagsins. Í máli Halldórs kom fram að starf félagsins hefur verið öflugt í gegnum tíð- ana frá því félagið var stofnað þann 3. feb. árið 1935 en þá hét það Íþróttafélag Grindavíkur. Starf félagsins var gróskumikið fram til 1952 en datt að mestu leiti niður eftir að 3 helstu leið- togarnir fórust þegar Grindvík- ingur GK strandaði. Félagið var svo endurvakið 1963 og var þá gefið nafnið Ungmennafélag Grindavíkur. Sigurður Ágústs- son fór yfir sögu Svartsengis- hátíðarinnar sem er mörgum e n n í f e r s k u m i n n i s e m skemmtu sér þar. Svartseng- ishátíðin var haldin á hverju sumri frá 1968 til 1975 en lagð- ist alfarið af eftir það. Voru margir heiðraðir við þetta tæki- færi með gull og silfur merki UMFG sem var hannað sérstak- lega af þessu tilefni. Að þessu sinni voru þeir heiðraðir sem stóðu að félaginu eftir að það var endurvakið og voru þeir sem hér segir. Gullmerki fengu þeir sem voru í fyrstu stjórn UMFG 1963: Jón Leósson Halldór Ingvason Bragi Guðráðsson Willard F. Ólason Jakob Eyfjörð Jónsson Jón var formaður 1963 til 1968 og aftur 1980-1981 Silfurmerki fyrir störf við Svarts- engi: Margeir Jónsson Sigurður Ágústsson Sigurjón Jónsson Margeir er formaður 1969 til 1971 Silfurmerki fyrir störf að hand- boltamálum: Helga Emilsdóttir Erna Sigurðardóttir Ágústa Gísladóttir Silfurmerki fékk Gunnar Vil- bergsson, formaður 1968 til 1969 Gullmerki fékk Gylfi Halldórs- son formaður 1971 til 1974 en Gylfi vann mikið starf við yngri- flokka knattspyrnu. Gullmerki fékk Tómas Þor- valdsson sem sat í fyrstu stjórn Íþróttafélag Grindavíkur árið 1935 og varð síðan formaður 1939 til 1941 og aftur 1948 til 1963. Grindavíkurbær veitti þremur einstaklingum viðurkenningu fyrir góð störf að íþrótta og æsku lýðs mál um. Þeir sem fengu viðukenningu frá Grinda- víkurbæ voru Bjarni Andrésson, Jakob Eyfjörð og Gunnlaugur Hreinsson. 70 ára afmæli UMFG fagnað Ungmennafélag Grindavíkur: Kennarafundur við Grunnskóla Grinda-víkur sem haldinn var þann 26. maí sl. skorar á bæjaryfirvöld í Grindavík að bregðast við þeim mikla vanda sem skólinn er kominn í varðandi húsnæði og aðstöðuleysi. Vandinn er m.a. til kominn vegna mikillar fjölg- unar nemenda í skólanum á yfirstandandi skóla- ári. Í yfirlýsingu fundarins segir að bekkjardeildir skólans séu þegar orðnar of fjölmennar í sumum árgöngum og því sé nauðsynlegt, nemendanna vegna að skipta þeim í fleiri bekkjardeildir svo þeir fái kennslu við hæfi. Á skólaárinu sem er að ljúka hefur einnig verið mikil fjölgun á nemendum sem þurfa á sértækri aðstoð að halda í náminu. Í yfirlýsingunni segir að bregðast þurfi skjótt við þessum vanda með auknum stuðningi, stærra húsnæði og fleira starfs- fólki svo hægt verði að sinna skólastarfi í samræmi við það sem grunnskólalög kveða á um. Kennarar í Grindavík krefjast betri aðstöðu Grunnskóli Grindavíkur: Páll Hreinn Pálsson og eiginkona hans Margrét Sighvatsdóttir og Sveinn Sigurjónsson og eiginkona hans Ingibjörg Jóhannesdóttir voru heiðruð og brostu sínu breiðasta við það tilefni.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.